Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Qupperneq 12
H öf og lönd skilja að blaðamann og viðmælanda þannig að úr Garðabæ er hringt mynd- símtal til Berlínar í Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leik- konu. Þar býr hún ásamt dætrum tveimur, þeim Ísold og Ídu, og manni sínum Mikael Torfasyni rithöfundi, handritshöfundi og leik- stjóra. Elma kemur sér fyrir á skrifstofu eigin- mannsins og það glittir í stútfulla bókahillu fyrir aftan hana. Ída litla er heima í sóttkví, en þar er staðan svipuð og hér og annar hver maður fastur heima. Ída, sem er fjögurra ára, skilur ekki hvers vegna hún fær ekki óskipta athygli mömmu sinnar og tilkynnir hátt og snjallt að allir séu uppteknir! Mikael stekkur til og sinnir litlu dömunni á meðan mamman spjallar, en það er sannarlega margt á döfinni hjá Elmu og nóg að tala um. Elma leikur aðal- hlutverk í nýrri kvikmynd sem ber nafnið Dimmalimm en það er einmitt eiginmaðurinn sem skrifar handritið, leikstýrir og kvik- myndar. Dæturnar leika einnig í myndinni þannig að Dimmalimm er sannkallað fjöl- skylduverkefni. Við ræðum líka um listina, ást- ina, tilveruna og harmleikinn sem fylgir Elmu bæði í leiklistinni og lífinu sjálfu. Náið í stjörnurnar „Ég er sko sveitastelpa, utan af landi,“ svarar hún aðspurð um upprunann, en Elma er alin upp á Hvolsvelli. „Æskan var alveg frábær. Ég er elst af þremur systrum og við ólumst upp í frelsinu úti á landi,“ segir Elma en faðir hennar, smið- ur að mennt, rekur bíla-, trygginga- og fast- eignasölu á Suðurlandi. „Mamma breytti æskuheimilinu í hótel og er nú hótelstjóri,“ segir Elma og segist vera sú eina í fjölskyldunni sem lagði leiklist fyrir sig. „Mig langaði alltaf að verða leikkona. Ég var í ballett á Hvolsvelli sem barn hjá Ingunni Jensdóttur og man alltaf eftir því þegar hún sagði: „Réttið höndina alveg upp í loft og náið í stjörnurnar.“ Ég skildi það,“ segir hún dreym- in á svip. Elma segist einnig hafa heillast af öðrum listgreinum eins og myndmennt og ritlist. „Ég sæki í þessa orku sem er í kringum skap- andi fólk en útkoman hjá mér var að ég varð leikkona. Ég hef verið með þessa orku í mér frá fæðingu held ég,“ segir Elma og segir aðra fjöl- skyldumeðlimi ekki hafa í sér listræna taug. „Þau myndu öll þvertaka fyrir það. Amma mín var reyndar í leikfélagi þegar hún var ung en ég komst ekki að því fyrr en hún dó fyrir nokkrum árum,“ segir Elma, en hún deilir ein- mitt millinafni með ömmu sinni Gerði Stefaníu. „Ég var líka heltekin af kvikmyndum og þar lá mesti áhuginn; að leika í kvikmyndum. Mér fannst það svo heillandi heimur. Ég fann gamla minningabók þar sem ég hafði skrifað í sem lítil stelpa að ég ætlaði að verða fræg danskona,“ segir Elma og brosir. Broskall og blikkkall Elma flutti til Reykjavíkur sem unglingur og fór í Kvennó. Eftir útskrift árið 2006 var hún tvístígandi með framtíðina og íhugaði að skrá sig í sálfræði. „En þá var Kvikmyndaskólinn að byrja með leikarabrautina og þangað fór ég í eina önn. Svo eignaðist ég dóttur mína Ísold þegar ég er 23 ára og þegar hún er eins og hálfs árs fer ég í inntökuprófið í leiklist í Listaháskólanum og kemst þar inn,“ segir Elma og segist hafa farið beint á samning hjá Þjóðleikhúsinu eftir út- skrift. Það var einmitt á þessum árum sem ástin bankaði upp á. „Ég var einstæð með Ísold en svo kynnist ég Mikka og við erum nú búin að vera gift í tíu ár,“ segir Elma en upphaf kynnanna var tjákn á Facebook. „Mér fannst hann voða sætur og sendi hon- um broskall. Þá sendi hann mér blikkkall til baka,“ segir hún og hlær. „Svo bauð hann mér á deit og við fórum í keilu. Þetta var auðvitað fyrir tíma Tinder og allt það. Við erum reyndar hvorugt á Facebook núna en erum voða þakklát þeim miðli,“ segir hún og brosir. Var þetta ást við fyrstu sýn? „Já, við vorum voða ástfangin og erum enn. Við erum alltaf að skrifa söguna okkar og langaði að við værum ein sterk heild og vorum bara búin að vera saman í hálft ár þegar við Mátti ekki mæta í jarðarförina Elma Stefanía Ágústsdóttir flutti til Evrópu til að freista gæfunnar á sviði leiklistar, en kvikmyndaleikur á nú hug hennar allan. Elma lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Dimmalimm sem er saga af geðheilsu og harmi móður. Harmur er nokkuð sem Elma þekkir af eigin raun en þegar hún var tvítug tók kærasti hennar líf sitt og var henni kennt um. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Mig dreymir um að verða stór evrópsk leikkona. Mig dreymir um að segja sögur og að þær komist út um allan heim. Ég vil hafa áhrif,“ segir leikkonan Elma Stefanía sem leikur í nýrri mynd, Dimmalimm, sem kemur út í haust. Ljósmynd/Edda Pétursdóttir ’ Þegar ég var tvítug átti ég kærasta og hinn 19. ágúst 2006 fremur hann sjálfsvíg eftir rifrildi við mig. Öll fjölskyldan hans og vinir kenndu mér um og ég mátti ekki mæta í jarðar- förina. Mér var sagt að ég ætti að fara í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.