Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Side 14
giftum okkur. Við sjáum sannarlega ekki eftir
því.“
Fer ekki auðveldu leiðina
Í Þjóðleikhúsinu lék Elma í hverju burðar-
hlutverkinu á fætur öðru.
„Mér fannst þetta rosalega gaman. Mér
þykir alltaf vænst um Harmsögu, sem Mikki
skrifaði. Það var fyrsta verkið mitt og fór víða
og varð mjög vinsælt, en það fór til Wash-
ington og fékk mjög fína dóma í The Wash-
ington Post. Við erum enn með í bígerð að gera
kvikmyndina Harmsögu. Þar segir af manni
sem myrðir konu sína og er það kallað ástríðu-
glæpur en hefur ekkert með ástríðu að gera,“
segir Elma og segist einnig geta nefnt hlut-
verk sitt sem Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki og
hlutverk sitt í Konunni við 1000° þegar hún er
beðin að segja frá fleiri eftirminnilegum hlut-
verkum. Það var því nóg að gera á þessum
tíma hjá Elmu sem var þá í mikilli vinnu, gift
kona með lítið barn og þrjú stjúpbörn.
„Núna þegar ég lít til baka sé ég að ég fór
ekki auðveldu leiðina en ég hef aldrei valið
hana hvort eð er. Ég ber mikla virðingu fyrir
24 ára mér sem gerði þetta bara ótrúlega vel.
Á þessum tíma fannst mér þetta ekkert mál;
ég bara óð áfram og okkur leið vel. Maður
finnur leiðir.“
Elma segir þau hjón vinna vel saman, en
Mikael semur oft verk með Elmu í huga, eins
og í Harmsögu. Hún fær þá stundum að leggja
orð í belg við handritsskrifin.
Tekur hann því vel?
„Misvel,“ segir hún og hlær.
„Nei, nei, það gengur rosa vel hjá okkur.“
Heilbrigður lífsstíll í fyrsta sæti
Hjónin lifa bæði tvö heilbrigðu lífi án áfengis,
en Elma hætti að drekka 24 ára gömul.
„Ég höndlaði alls ekki áfengi og ég gat ekki
hugsað mér að halda áfram að drekka. Ég upp-
lifði nokkur augnablik þar sem ég hugsaði:
hvað er ég að gera? Ég var í Listaháskólanum
og þar var auðvitað mikið djamm, þótt ég hafi
kannski ekki mikið stundað djammið með lítið
barn. En svo kom svona móment þar sem ég
var svo stressuð því ég átti að fara að syngja á
tónleikum, en ég hef aldrei þolað að syngja. Þá
langaði mig svo að fá mér að drekka til að róa
taugarnar. En þá hugsaði ég: nei, ég get það
ekki! Ef ég geri það, þá get ég ekki verið leik-
kona. Maður þarf að vera svo óhræddur sem
leikari,“ segir Elma sem setti þá tappann end-
anlega í flöskuna.
„Ég hef því alveg haldið mig frá djammlífi.
Sem leikari er maður alltaf að fara út á ystu
nöf með allar tilfinningar. Þegar maður er í
leikhúsi er maður kvöld eftir kvöld að teygja á
öllum tilfinningaskalanum. Og auðvitað finnur
leikarinn fyrir sársauka þegar hlutverkið er
mjög erfitt, en ef þú ert í venjulegra starfi get-
urðu sett upp vörn, mörk og grímu. Ég myndi
ekki bjóða í það að vera leikari með allt þetta
sem fylgir starfinu, og svo drekka ofan í það,“
segir Elma og segist þurfa að hugsa vel um sig
líkamlega og andlega til að geta sinnt vinnu
sinni sem best.
„Ég set heilbrigðan lífsstíl í fyrsta sæti; það
er mér nauðsynlegt.“
Byrjaði bara að moka
Fyrir nokkrum árum ákvaðu hjónin að freista
gæfunnar utan landsteinanna.
„Mikki var þá byrjaður að skrifa fyrir þýskt
leikhús og við ákváðum að flytja út til Berl-
ínar og sjá hvað myndi gerast. Ég byrjaði á að
læra þýsku og svo þegar ég hafði lært hana í
þrjá mánuði bauðst mér að vinna í Hamborg
og Vín,“ segir Elma, sem þurfti þá að velja á
milli.
„Ég fór í prufu fyrir hlutverk Nóru í Dúkku-
heimilinu og í prufunni lék ég á móti leikara
sem hafði leikið í 127 sýningum á verkinu.
Prufan gekk svo vel að ég fékk samning á
staðnum,“ segir Elma og segir fjölskylduna þá
hafa flutt til Vínar eftir tæpt ár í Berlín og lék
hún þar á sviði hjá hinu virta Burgtheater.
Elma segir það vissulega hafa verið mikla
áskorun að leika á þýsku og hún hafi fengið sér
talþjálfara hjá leikhúsinu.
„Þetta var mjög erfitt fyrst. Þegar ég horfi
til baka skil ég ekki hvað ég var að pæla en ég
gerði þetta bara.“
Þú veður bara í verkin?
„Já, ég byrja bara að moka.“
Elma fór út aðeins með menntaskóla-
þýskuna í farteskinu en er orðin reiprennandi í
málinu. Dóttirin Ída talar þýsku við foreldra
sína þó að þau tali íslensku við hana.
„Hún svarar á þýsku þannig að Mikki þarf
að bæta við sig þýskutímum svo hann skilji
hana,“ segir hún og brosir.
Tæmdum íbúðina daglega
Eftir mörg ár í vinnu tengdri leikhúsi eru
hjónin nú búin að stíga skrefinu lengra.
„Við erum bæði búin að færa okkur út í kvik-
myndabransann. Heimurinn hefur breyst svo
mikið í Covid að við gætum í raun búið hvar
sem er í heiminum,“ segir Elma.
Hvernig komu kvikmyndatækifærin til þín?
„Það hefur alltaf verið minn stóri draumur
en leikhúsið tók yfir og gekk vel. En svo kom
allt í einu Covid og öllu skellt í lás. Og þá fór
ég að spyrja mig, eins og svo margir: hvað er
það sem mig langar raunverulega að gera?
Það kom allt í einu logn, í miðjum heims-
faraldri. Ég var þá búin að fá aðalhlutverk í
bíómyndum og sjónvarpsþáttum og ég gat
aldrei tvinnað það saman við leikhúsið,“ segir
Elma og segist hafa þurft að neita mörgum til-
boðum.
„Ég sagði svo við leikhússtjórann í Vín að ég
væri vissulega þakklát að fá að vera þarna en
ef ég fengi gott kvikmyndahlutverk myndi ég
segja já við því. Orkan mín tengdi ekki lengur
við leikhúsið. Ég var bara búin í þessum leik-
húsheimi; mig langaði í meira stuð og mig
langaði í meira frelsi,“ segir hún og segist hafa
hætt hjá Burgtheater en í raun ekki haft neitt í
hendi.
Í fyrstu kórónuveirubylgju skrifaði Mikael
handrit að mynd sem var „sérsniðin“ fyrir fjöl-
skylduna í miðjum heimsfaraldri.
„Í bylgju númer tvö skutum við myndina.
Hún heitir Dimmalimm á íslensku en Return-
ing to Lulu á ensku. Hún er um konu sem kem-
ur heim eftir tíu ár á geðsjúkrahúsi. Íbúðin
hennar er tóm og hún hefur ekki séð barnið
sitt lengi. Hún reynir að vinna úr sorginni,“
segir Elma og segist hafa leikið á íslensku,
ensku og þýsku.
„Myndin gerist í Vín og við tókum hana upp
í íbúðinni okkar í tuttugu daga, en við bjuggum
í mjög fallegri íbúð í eins konar höll. Við tæmd-
um íbúðina á hverjum degi og skutum svo í
tómri íbúðinni. Það var mjög mikið vesen; ég
skil ekki eftir á hvernig við gerðum þetta,“
segir hún og hlær.
„Mikki var tökumaður, leikstjóri og hand-
ritshöfundur og ég lék og dætur okkar líka.
Myndin er nú í eftirvinnslu og hefur fengið frá-
bærar viðtökur, en Elísabet Ronaldsdóttir er
að klippa hana núna. Þetta er pínulítið verk-
efni sem heldur áfram að stækka og ég get
ekki beðið eftir að hún komi út, vonandi í
haust.“
Hef farið í dimman dal
Elma segir Mikael hafa sótt innblástur á sög-
una af Medeu úr grískri goðafræði, en börn
Medeu voru tekin af henni og hún endar á að
drepa þau.
„Aðalpersónan heitir einmitt Eva Medea en
innblásturinn kemur líka frá einangrun, inni-
lokun, einmanaleika og þunglyndi. Þetta eru
mjög þungar og mannlegar tilfinningar. Þetta
er tragedía, en við höfum alltaf haft þörf fyrir
sögur sem eru tragedíur, því þær sögur sam-
eina okkur. Þegar við heyrum slíkar sögur
skiljum við betur og getum betur sett okkur í
spor annarra. Samkenndin vex. Þess vegna
erum við að þessu,“ segir Elma og segir að
þetta hafi verið í fyrsta sinn sem eiginmað-
urinn leikstýrir henni.
„Það getur alveg tekið á en það var samt
mjög gott. Ég treysti honum auðvitað full-
komlega. Kostirnir eru þeir að hann þekkir
mig best af öllum og veit hvað ég get.“
Nú er þetta mjög dramatískt hlutverk,
hvernig var að vera inni í höfðinu á Evu Me-
deu í tuttugu daga?
„Það var virkilega erfitt. Ég varð svo
hrædd. Sem móðir er svo erfitt að leika konu
sem hefur misst barnið sitt frá sér, og það
helltist stundum yfir mig panik. Þetta tók
mikið á, en að sama skapi veit ég að þessi saga
er merkileg. Þetta var líka mjög erfiður tími
fyrir mig persónulega, að vera í miðjum far-
aldri, allt lokað og við í ókunnugu landi. Her-
„Þótt ég gráti núna þá græt ég ekki á
hverjum degi. En nú vil ég vera óhrædd og
stíga inn í óttann og segja frá þessu. Fólk á
að passa sig að taka utan um alla sem eiga
í hlut,“ segir Elma, sem tvítugri að aldri
var kennt um sjálfsvíg kærastans.
Ljósmynd/Edda Pétursdóttir
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022