Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Blaðsíða 15
inn var fyrir utan að keyra; það var út- göngubann.“ Elma bindur miklar vonir við myndina. „Ég trúi því að þetta sé mikilvæg saga sem þarf að segja. Við erum að opna samfélagið um geðheilsu; um þunglyndi. Og núna í þessu ástandi sjáum við betur hvað geðheilsan er mikilvæg, því ef maður missir hana missir maður allt. Við þurfum að hlúa vel að okkur.“ Hefur þú sjálf upplifað þunglyndi? „Já, ég er alveg með þunglyndi í mér. Ég hef alltaf verið mjög dugleg og skautað yfir það, en þarna kom það hart niður. Það er mjög skrítið að finna sig þar, sérstaklega þegar ég er þannig manneskja sem nýtur þess að vera til og horfa á eitthvað fallegt. Allt í einu sá ég ekkert fallegt. Ég sá ekki himininn þegar hann var blár. Ég varð líka mjög viðkvæm fyrir há- vaða. Ég var bara mjög brotin í þessu Covid- ástandi,“ segir Elma. Gastu nýtt þér það í hlutverkinu, að hafa sjálf farið niður í dimman dal? „Já, en kannski var það erfitt vegna þess að ég var komin upp úr dalnum og þurfti að fara þangað aftur. Og ég vissi hvert ég þyrfti að fara og það var mjög erfitt, þótt ég vissi auð- vitað að ég hafði skapað manneskju sem var ekki ég og þetta voru ekki börnin mín. En ég vissi alveg hver tilfinningin var. Enginn sem hefur upplifað þunglyndi vill fara þangað aft- ur; þetta er ógeðslega vont. Ég hélt að það væri ekki hægt að líða svona illa,“ segir Elma. „En svo er þetta allt þess virði og þegar myndin kemur út getur fólk vonandi tengt við hana. Það er líka von í myndinni.“ Kennt um sjálfsvígið Elma þekkir harmleik af eigin raun og talar nú í fyrsta sinn um sinn eigin harm. Því eins og Elma segir þá þurfum við að heyra sögur af harmleik svo að við lærum að setja okkur í spor annarra og fáum samkenndina til að vaxa. „Ég hef aldrei sagt neinum þetta; ég er ekki manneskja sem ber tilfinningar sínar á torg,“ segir Elma og þarf að draga andann djúpt. „Þegar ég var tvítug átti ég kærasta og hinn 19. ágúst árið 2006 fremur hann sjálfsvíg eftir rifrildi við mig. Öll fjölskyldan hans og vinir kenndu mér um og ég mátti ekki mæta í jarð- arförina. Mér var sagt að ég ætti að fara í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Ef ég hitti einhvern tengdan honum niðri í bæ var mér hótað; mér var gerð grein fyrir því að ég ætti ekki að láta sjá mig. Það væri hættulegt,“ seg- ir Elma og tárin spretta fram, enda sárt að rifja upp verstu minningar lífsins. Elma segir nú mál að opna sig og segja frá. „Ég fór að hugsa um alla þá sem sitja eftir; um þá sem kennt er um svona,“ segir Elma og segist hafa óttast hefnd frá hans nánustu lengi á eftir. Jafnvel árum síðar laust þeirri hugsun niður í huga Elmu. „Stundum áður en ég fór á svið í Þjóðleik- húsinu hugsaði ég: „Ætli einhver þeirra sé hérna, ætli einhver sé með byssu?“ En óttinn hvarf alltaf eins og dögg fyrir sólu þegar ég steig á svið,“ segir hún og segist líka hafa misst flesta vini sína á þessum tíma. „Mér fannst að ég ætti að bera þennan kross, þó að ég kenndi mér ekki beint um. Ég var bara tvítug og þurfti að lifa með þessu.“ Þegar ár og dagar liðu, fór fólk ekki að sjá að sér og hætta að kenna þér um? „Besti vinur hans framdi sjálfsvíg nokkrum árum síðar. Þá kom ein fyrrverandi vinkona mín til mín og baðst afsökunar og sagðist nú sjá að sjálfsvígið hefði ekki haft neitt með mig að gera. En nei, fólk sá það ekki,“ segir Elma og segir engan hafa haft samband í öll þessi ár. Sár sem geta gróið „Við lendum öll í einhverju í lífinu. Kannski er einhver sem les þetta sem lent hefur í svona og sér að það er hægt að komast í gegnum þetta og maður getur látið drauma sína rætast. En maður þarf að berjast fyrir þeim samt,“ segir Elma og segist ekki hafa fengið mikla hjálp eftir áfallið við að missa kærastann og vera svo kennt um dauða hans. „Presturinn reyndi að tala við fólkið hans en þau vildu ekki hlusta,“ segir Elma og útskýrir að þau hafi verið saman í átta mánuði áður en hann svipti sig lífi. Þau voru á leið í sambúð þegar harmleikurinn gerðist. Hún minnist kærastans sem fór alltof fljótt. „Hann jós persónutöfrum, söng og spilaði á gítar og var hrókur alls fagnaðar. Gullfallegur. Þetta var stormasamt samband og mikið fyll- erí og hann var búinn að reyna oft að taka sitt líf. Hann braut eitt sinn glerið í útidyrahurð- inni og tók gler og reyndi að skera sig. Ég reif af honum glerið og bað hann að drepa sig ekki og bað hann að leita sér hjálpar. Maður reynir auðvitað að koma í veg fyrir svona en það er erfitt ef manneskjan er búin að ákveða það,“ segir Elma. „Við sitjum eftir og skiljum ekki hvað gerð- ist en fólk sem fremur sjálfsvíg er yfirleitt búið að hugsa oft um það og það gengur í gegnum mörg stig áður en það lætur verða af því. Þótt það líti út fyrir að það sé framið í stundarbrjál- æði er yfirleitt aðdragandi. Þetta er sjúkleiki. Svo sitja allir eftir í sárum,“ segir hún og seg- ist ekki hafa verið hjá honum þegar hann loks lét verða af því. „Ég kom að honum daginn eftir. Hann var búinn að skjóta sig. Ég vildi ekki trúa því sem ég sá og reyndi að vekja hann en fann svo að blóðið var kalt. Ég reyndi að snúa honum við en það tókst ekki sem betur fer, því andlit hans var farið af,“ segir Elma og þurrkar tárin. Vissir þú að hann ætti byssu? „Nei.“ Elma segir engan kenna manni hvernig eigi að höndla svona áfall. „En í dag ætla ég að standa með þessari tví- tugu stelpu sem kom að kærastanum sínum svona og var kennt um dauða hans en gat ekk- ert að þessu gert,“ segir Elma og segist hafa unnið úr þessu síðar með hjálp fagfólks. „Þetta eru sár sem geta gróið. Þótt ég gráti núna þá græt ég ekki á hverjum degi. En nú vil ég vera óhrædd og stíga inn í óttann og segja frá þessu. Fólk á að passa sig að taka utan um alla sem eiga í hlut. Það er svo fallegt ef fólk getur tekið utan um kærustuna eða kærastann sem eftir situr,“ segir Elma og segir að ásak- anir færi fólki ekki frið; manneskjan er farin og sorgin situr eftir. Er það ákveðin hreinsun að segja frá þessu loksins? „Já, ég held það. Ég er tilbúin að segja frá. Ég hef oft hugsað það en aldrei getað það fyrr. Ég vil ekki sitja uppi með þetta,“ segir Elma og segir fjölskyldu sína hafa staðið þétt við bakið á sér eftir andlát hans. „Ég átti rosalega góða að, góða fjölskyldu og hefði aldrei komist í gegnum þetta án þeirra. Mamma og pabbi tjösluðu mér saman. Þau stóðu með mér. Það er oft sagt að ef eitthvað svona gerist vitirðu hverjir eru vinir þínir, og það er alveg þannig. Þeir sem fóru máttu fara. Þeir sem urðu eftir urðu meiri og sterkari vin- ir. Eftir þetta er eitt sem ég kann, og það er að vera góð vinkona.“ Nú þegar þú ert búin að segja frá, óttastu einhvers konar viðbrögð frá fjölskyldu hans? „Þau geta ekki verið verri en það sem ég lenti í þá. Ég er örugg. Ég vona bara að þau finni frið.“ Að verða betri leikkona Við snúum okkur aftur til nútímans og að plön- um framtíðarinnar, en margt er í deiglunni hjá listahjónunum í Berlín. Elma og Mikael hafa sannarlega ekki setið auðum höndum frá því að þau kláruðu að taka upp Dimmalimm. „Við erum búin að selja sjónvarpsseríu til ZDF hér í Þýskalandi og Mikael er að skrifa handritið. Þetta er löggusería og ég leik aðal- hlutverkið. Ég hef líka verið að hlúa að fjöl- skyldunni, lesa handrit og æfa, og Mikki er í fullt af verkefnum en þetta verður næsta verk- efnið okkar saman. Serían verður líka sýnd á RÚV, en við byrjum að skjóta næsta vetur,“ segir Elma og segir frá hlutverkinu. „Ég leik löggukonuna Önnu Margrétardótt- ur og serían verður tekin upp bæði á Íslandi og í Þýskalandi og á að gerast árið 2010,“ segir hún og segir persónuna vera að rannsaka lát föður síns. Er ekki gott að eiga eiginmann sem skrifar fyrir mann hlutverk? „Jú, ég gæti ekki hugsað mér það betra,“ segir hún og hlær. Elma segir þau rólyndisfólk og heimakær og segist alla daga huga að sál og líkama. „Ég geri eitthvað á hverjum degi til að verða betri leikkona og til að líða betur sem mann- eskja. Lífið er líka svo mikið „scam“. Það gæti verið búið á morgun þannig að ég er mjög meðvituð um hvað ég vil gera í dag. Ég er líka með svo mikla ástríðu fyrir leiklistinni og ætla ekki að hvíla mig fyrr en ég næ markmiðum mínum.“ Dreymir þig um að verða heimsfræg leik- kona? „Já, algjörlega. Mig dreymir um að verða stór evrópsk leikkona. Mig dreymir um að segja sögur og að þær komist út um allan heim. Ég vil hafa áhrif.“ Blessað barnalán fylgir hjónunum. Hér má sjá Ísold, Ídu, Jóel Torfa, Unu og Gabríel ásamt þeim Elmu og Mikael. Elma Stefanía og Mikael kynntust á Facebook fyrir tíu árum og það varð ekki aftur snúið. Þau vinna mikið saman að ýmiss konar kvikmyndaverkefnum. ’ Ég geri eitthvað á hverj- um degi til að verða betri leikkona og til að líða betur sem manneskja. Lífið er líka svo mikið „scam“. Það gæti verið búið á morgun þannig að ég er mjög meðvituð um hvað ég vil gera í dag. 23.1. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.