Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Page 18
Á
róra Elí Vigdísardóttir mætti í
höfuðstöðvar Morgunblaðsins
einn eftirmiðdag í vikunni til að
segja blaðamanni frá einstakri
upplifun á menntaskólaárunum,
en spjallið má einnig finna í Dagmálaþætti sem
birtist á mánudag á mbl.is.
Í ferðamenntaskóla fór Áróra víða um heim
en nemendur stunduðu óhefðbundið nám í
Bótsvana, Indlandi, Kína, Japan, Spáni, Óman
og Panama.
Opin og forvitin
„Skólinn er fyrsti ferðamenntaskóli í heimi og
er hverju ári skipt í fjórar annir og hver önn er
í mismunandi landi. Á meðan við vorum að
læra ferðuðumst við á milli landa,“ segir Áróra
og segist hafa fyrst heyrt af skólanum þegar
hún var níu ára og strax heillast af hugmynd-
inni. Þegar hún hafði loks aldur til sótti hún
um en afar erfitt er að komast inn í þennan
ævintýralega skóla.
„Tvö þúsund sóttu um þrjátíu pláss. Það var
frekar erfitt að komast inn en það snýst meira
um persónuleika en námsárangur. Ég held að
það hafi hjálpað mér að hafa áður búið í öðrum
löndum og kynnst annarri menningu. Ég var
mjög opin og forvitin og það er það sem þau
leita að,“ segir hún og nefnir að þótt skólinn sé
dýr borgi nemendur eftir fjárhag og getu for-
eldranna.
„Þetta var kannski dýrt en ekki miðað við
það sem við fengum að upplifa.“
Heil vika í náttúru Afríku
Áróra hélt af stað út í hinn stóra heim aðeins
fimmtán ára gömul, því hún var ári á undan í
skóla.
„Fyrsta landið sem við fórum til var Bóts-
vana og var það smá sjokk því ég hafði aldrei
áður ferðast neitt utan Evrópu, og aldrei án
mömmu. Maður er alltaf með ákveðna mynd í
huga af löndum sem maður heyrir um en ég
get viðurkennt að ég hafði ekki einu sinni
heyrt um Bótsvana áður. Svo að margt kom á
óvart,“ segir Áróra og segir að fyrsta önnin
hafi farið í að kynnast bæði nemendum og
kennurum og átta sig á hvernig námið var
uppbyggt.
Litirnir,
hljóðið, lyktin
Áróra Elí Vigdísardóttir fór heldur betur ótroðnar
slóðir þegar kom að vali á menntaskóla. Hún var
fyrsti íslenski nemandinn í Think Global School, en
þar ferðast nemendur saman um allan heiminn.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Í Mumbai á Indlandi fékk Áróra menningarsjokk, enda aldrei séð annan eins mannfjölda.
Áróra Elí Vigdísardóttir fór til
Kína, Japans, Indlands, Panama,
Spánar, Bótsvana og Ómans á
menntaskólaárunum.
Áróra sést hér með bekkjarsystrum sínum á götum Sjanghaí, en Kína var eitt af löndunum sjö.
Morgunblaðið/Eggert
„Það eru engin próf heldur bara verkefni og
áhersla lögð á að læra með því að gera. Við
vorum að læra um dýr á meðan við vorum í saf-
arí. Við lærðum að sjá um náttúruna og hvaða
tækni er notuð til að telja og skrásetja dýrin. Í
heila viku vorum við úti í náttúrunni og þá
fengum við ekki að vera með símana okkar.
Við vorum í litlum hópum og þetta var mikið
ævintýri. Ég kynnist þarna krökkum frá lönd-
um sem ég hafði varla heyrt um,“ segir hún og
útskýrir að í bekknum hafi verið 30 unglingar
frá 27 löndum.
„Ég hafði aldrei heyrt um Bahamaeyjar
nema í laginu. Ég verð að viðurkenna að ég
vissi ekki að það væri alvöruland,“ segir hún
og hlær.
Kúltúrsjokk á Indlandi
Með hópnum ferðuðust tíu kennarar og einn
hjúkrunarfræðingur.
„Kennararnir kenndu oft meira en þeirra
fag og það var þannig að einn kennari var með
fjóra nemendur, sem er mjög mikið. Það þarf
ákveðið öryggi þegar krakkar eru svona langt
frá foreldrum sínum,“ segir Áróra og segist
ekki hafa fengið heimþrá í fyrsta landinu.
„Það var allt svo nýtt, skemmtilegt og
spennandi,“ segir Áróra og útskýrir að nem-
endur séu erlendis í tvo mánuði og fari þá heim
í fimm vikur áður en næsta ævintýri hefst í
nýju landi.
„Næst á eftir Bótsvana var Indland. Ég
upplifði þá meira kúltúrsjokk en í Bótsvana.
Við vorum í Mumbai, þar sem er mjög mikið af
fólki. Ég hef aldrei verið á svona fjölmennum
stað og við vorum ekki í ríka hluta borgar-
innar. Litirnir, hljóðið, lyktin, það var svo yfir-
þyrmandi. Þarna byrjaði námið af alvöru,“
segir Áróra og segist hafa bragðað þar á
steiktum lirfum.
„Það var ekki minn uppáhaldsmatur, mikið
kryddaðar lirfur og skrítin áferð. Ég fæ mér
þetta ekki aftur, en maður er alltaf að prófa!“
segir Áróra.
„Eftir Indland fórum við til Japans, sem
var alveg öfugt við allt sem við höfðum upp-
lifað í Bótsvana og Indlandi. Við vorum í
Hiroshima og allt þarna er svo hljóðlátt,
rólegt og loftið gott,“ segir Áróra og segir
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
HEIMSHORNAFLAKK