Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Qupperneq 19
þau hafa þurft að læra inn á margar nýjar reglur. „Þarna þurftum við að fylgja reglum sem ég var ekki vön. Ég er mjög hávær manneskja en það þykir dónalegt að tala hátt. Svo mátti mað- ur ekki borða og ganga á sama tíma. En þetta var guðdómlegur staður.“ Í kínverskri sveit Bilbao á Spáni var næsti áfangastaður bekkj- arins á eftir Japan. „Ég hafði áður búið á Spáni en þetta var allt öðruvísi enda er þarna Baskamenning, sem var áhugavert að upplifa. Í Japan hafði ég ver- ið að vinna að sýndarveruleikaverkefni og á Spáni hélt ég áfram að þróa námskeið sem hægt var að senda út um allan heim. Við fengum svo að fara til Þýskalands á ráð- stefnu til að kynna verkefnið,“ segir hún og segist hafa notið þess að vera á Spáni. „Þarna er auðvitað menning sem er nær okkur en það var áhugavert að sjá hvernig vin- ir mínir frá framandi löndum upplifðu menn- inguna þarna. Sumt sem ég var vön að sjá fannst þeim ótrúlegt,“ segir Áróra. Kína var næst á dagskrá á eftir Spáni og segir Áróra það hafa verið ótrúlegt land. „Við vorum í Sjanghaí en fengum að vera úti í sveit í viku og var það ein besta upplifun ferð- arinnar. Þar kynntumst við alls konar fólki og fengum að tala við það. Þetta er svona upplifun sem þú finnur ekki sem venjulegur ferðamað- ur,“ segir hún. Hitinn kom á óvart Námið er eins og fyrr segir afar óhefðbundið og eitt af því sem krakkarnir fengu að upplifa var sjálfboðaliðastörf. „Á Indlandi valdi ég að vinna með frjálsum félagasamtökum og fór að vinna með stelpum sem voru dætur vændiskvenna í rauða hverf- inu. Við vorum aðallega að tala við þessa krakka og kynnast þeim, en þessar stelpur voru sendar þangað svo þær þyrftu ekki að vera á götunni,“ segir hún og segir það hafa verið merkilega lífsreynslu, sérstaklega þegar hún hugsi til baka. Óman var næsta land krakkanna á eftir Spáni og þar var enn og aftur allt önnur menn- ing en hún hafði áður kynnst. „Þar þurftum við að passa hverju við klædd- umst. Og hitinn! Það kom mér mikið á óvart, en ég er ekki vön svona hita. Ég valdi þar að gera verkefni í eðlisfræði og vann að því að búa til rafknúinn bát sem gæti siglt á vatni.“ Svo skall Covid á „Ég var í skólanm í þrjú ár og síðasta landið sem ég fór til var Panama. Það var æðislegt land, mjög rólegt og opið og vel tekið á móti okkur. Þarna var æðislegur matur og pass- lega hlýtt. Við fórum á eyju og lærðum á brimbretti og áttum skemmtilega tíma, en svo skall Covid á, þannig að ég missti af fimm löndum og síðasta árið var ég bara heima á netinu. Hér heima vann ég að verkefni um hvernig ádeilur hefðu áhrif á samfélög og ég valdi Ísland og ádeiluna eftir að Bandaríkja- menn komu hingað með herstöð,“ segir Áróra. Hvað stendur upp úr þegar þú horfir til baka? „Ég held að það séu möguleikarnir sem skólinn bauð upp á. Eins og að fá að fara að kynna verkefni í Þýskalandi fimmtán ára fyrir framan fullt af fólki sem hlustaði á hugmyndir manns,“ segir Áróra og út- skýrir að námsefnið sé bæði komið frá kennurum og nem- endum. „Skólinn var tilbúinn til að fjármagna hluti sem við stungum upp á ef við gátum sýnt fram á mikilvægi þess. Það var æðislegt að fá að taka eitthvað sem ég hafði áhuga og læra um það í skólanum. Eins var áhugavert að taka hluti sem ég hafði minni áhuga á, en ná að setja þá í áhugaverðan búning.“ Ljónafótspor og glæpagengi Áróra útskrifaðist síðasta vor og er nú í pásu frá námi. Hún notar tímann til að vinna og safna sér aur fyrir næstu ævintýrum, auk þess sem hún æfir klassískan dans. „Ég er aðeins að njóta lífsins áður en ég held áfram í námi. Ég komst inn í leiklistar- skóla í LA en ákvað að bíða í eitt ár, sem er góð ákvörðun í ljósi þess að það er Covid,“ segir Áróra og segist stefna á að vinna sem leikari, handritshöfundur og kvikmyndatöku- maður, en í skólanum lærir hún sitt lítið af hverju. Við förum að slá botninn í samtalið en blaða- maður spyr að lokum hvort hún hafi einhvern tímann lent í hættu á ferðalagi sínu um heim- inn. „Já, í Panama vorum við að mála á veggi og þarna í hverfinu voru oft glæpagengi. Það var passað vel upp á okkur, en eitt sinn keyrði að- alglæpaforinginn fram hjá okkur,“ segir hún kímin. „Svo í Afríku var maður stundum hræddur. Eitt sinn tjölduðum við úti í náttúrunni og þeg- ar við vöknuðum voru ljónafótspor fyrir aftan tjaldið. Og við heyrðum í ljóni sem var að elta okkur. En eftir á er þetta æðisleg upplifun,“ segir hún og segir að í annað skipti hafi þau lent í fílahjörð. „Við þurftum að færa tjöldin okkar af því að það var von á fílafjörð,“ segir hún og hlær. Áróra og vinkona hennar stilla sér upp við steininngang í sveitinni í Kína. Í Bótsvana mátti sjá fíla og eitt sinn þurftu þau að færa tjöldin þegar fílahjörð var á leiðinni. Í Kína fóru krakkarnir út í sveitirnar og sáu meðal annars teakra og fengu að hitta heimamenn. ’ Eitt sinn tjölduðum við úti í náttúrunni og þegar við vöknuðum voru ljónafótspor fyr- ir aftan tjaldið. Og við heyrðum í ljóni sem var að elta okkur. En eftir á er þetta æðisleg upplifun. Það var mikil upplifun að fara í safarí í Bótsvana og læra um leið um dýr og náttúru. 23.1. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.