Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
MINNING
Æ
tli breski leikarinn Steph-
en Fry hafi ekki hitt nagl-
ann á höfuðið þegar hann
minntist Meat Loafs vinar síns á
samfélagsmiðlum: „Hann hafði þann
einstaka hæfileika að vera í senn
ógnvekjandi og dúllulegur, sem er
sjaldgæft og frekar dásamlegt.“
Þeir félagar léku saman í skets í
hinum vinsæla gamanþætti Satur-
day Night Live í Bandaríkjunum á
níunda áratugnum og Fry vissi víst
ekki hvort hann átti að faðma Meat
Loaf að sér eða renna af hólmi.
Gestir á tónleikum kappans hafa
ábyggilega sveiflast milli viðlíka til-
finninga. Gefum Árna Matthíassyni,
blaðamanni Morgunblaðsins, orðið
en hann sótti tónleika Meat Loafs í
Reiðhöllinni í Víðidal haustið 1987:
„Sviðsframkoma Meat Loafs var
greinilega vel til þess fallin að ná til
áheyrenda og það gekk eftir. Þó
fólst hún ekki í öðru en að strunsa
fram og aftur á sviðinu og glenna sig
framan í hljóðfæraleikara og áheyr-
endur. Einna mesta hrifningu vakti
þegar hann hristi sig og skók og var
hann í svitabaði áður en langt um
leið.“
Síðar í umsögn sinni sagði Árni:
„Meat Loaf sjálfur var lengi í gang
hvað sönginn varðar, en sýndi þó að
hann hefur nokkuð sterka rödd, þótt
ekki sé hún að sama skapi þýð eða
fögur. Áheyrendum stóð þó nokkurn
veginn á sama um það hvað fram fór
á sviðinu, þeim var nóg að geta
greint lögin og litið Meat Loaf.“
Með þessum fáu orðum tekst
Árna ágætlega að umfaðma kons-
eptið um Meat Loaf – hann var fyrst
og síðast skemmtikraftur og stemn-
ingskarl sem kveikti bál með nær-
veru sinni einni saman.
Röddin var að sönnu óvenjuleg og
ekki síður söngstíllinn. „Skjóti
Bruce Springsteen yfir markið þá
fer Meat Loaf fimm hæðum ofar,“
sagði upptökustjórinn Todd Rund-
gren. Sem frægt var.
Í samtali við breska ríkisútvarpið,
BBC, árið 2010 upplýsti Meat Loaf
sjálfur að honum hefði staðið til boða
að læra óperusöng og græða mikla
peninga, „en það var ekkert fyrir
mig – ég er of uppreisnargjarn, of
galinn“.
Plötur hans seldust glettilega vel;
sér í lagi sú fyrsta, Bat Out of Hell,
sem er ein söluhæsta rokkplata sög-
unnar, hefur selst í 43 milljónum ein-
taka. Hún kom út 1977 og tónlistin
er eftir Jim Steinman. Þar er að
finna lög á borð við titillagið, You
Took the Words Right Out of My
Mouth (Hot Summer Night), Two
Out of Three Ain’t Bad og erkismell
Meat Loafs, Paradise by the Dash-
board Light. Ópusinn sá er hálf ní-
unda mínúta að lengd, sem er alls
ekki ávísun á mikla útvarpsspilun.
Önnur varð þó raunin og lagið heyr-
ist enn reglulega í útvarpi út um all-
an heim. Raunar virðist platan og
lagið alltaf vera að vaxa en umsagnir
voru blendnar í upphafi. Í dag efast
enginn um áhrif Bat Out of Hell.
Hún er rokkklassík.
Hver kannast ekki við að iða í
skinninu og hækka í viðtækinu þeg-
ar Kjöthleifur, eins og plötusnúðar
hér við nyrstu voga kalla hann
gjarnan, telur í Paradise By the
Dashboard Light eða annan smell?
Bat Out of Hell er í raun þríleikur
en Back into Hell kom út 1993 og
The Monster Is Loose 2006. Hvorki
þær né aðrar plötur Meat Loafs
komast nálægt frumburðinum að
vinsældum. Seinast hlóð hann í
breiðskífu árið 2016, Braver Than
We Are.
Uppstytta varð í vinskap Meat
Loafs og Steinmans um tíma og
skylmdust þeir meðal annars í dóm-
sölum. Um síðir greri þó um heilt og
Steinman var kominn á sinn stað á
Back Into Hell. Þar er að finna eina
lag Meat Loafs sem öslaði alla leið á
topp Billboard-listans í Bandaríkj-
unum, I’d Do Anything for Love
(But I Won’t Do That).
Þeir félagar eru nú sameinaðir á
ný en Steinman lést á síðasta ári.
Gospelsöngur og drykkja
Meat Loaf fæddist í Dallas, Texas,
27. september 1947 og var skírður
Marvin Lee Aday. Skipti Marvin
seinna út fyrir Michael. Hann var
einkabarn foreldra sinna. Móðirin
var kennari og gospelsöngkona en
faðirinn fyrrverandi lögreglumaður
sem þróaði með sér alkóhólisma eft-
ir að hafa verið leystur undan her-
skyldu af heilsufarsástæðum í
seinna stríði.
Michael var bústið barn og ung-
lingur og það var ruðningsþjálfari
sem gaf honum viðurnefnið Meat
Loaf. Ábyggilega af umhyggju og
hlýju. Okkar maður lét það ekki
buga sig og hélt nafninu þegar hann
setti saman sína fyrstu hljómsveit í
Los Angeles, Meat Loaf Soul. Eftir
það varð ekki aftur snúið.
Hann var líka í söngleikjum á sviði
en frægð og frami létu þó bíða eftir
sér. Vatnaskil urðu þegar Meat Loaf
fékk hlutverk sendisveinsins Eddies
í Rocky Horror Picture Show árið
1975. Þá var hann orðinn 28 ára.
Meat Loaf lék í yfir 50 kvikmynd-
um og sjónvarpsþáttum um dagana,
þeirra á meðal Fight Club, Wayne’s
World og Spiceworld the Movie. Í
fyrra var kunngjört að hann myndi
koma að þróun veruleikaþáttarins
I’d Do Anything for Love (But I
Won’t Do That), þar sem freista átti
þess að para ungt og huggulegt fólk
saman fyrir augum áhorfenda.
Fer ekki vel á því að leyfa Stephen
Fry að ramma þetta inn fyrir okkur?
Hann kveður vin sinn með þessum
orðum: „Ég vona að Paradís sé eins
og þú minnist hennar frá mælaborð-
inu, Meat Loaf.“
Ljósið í mælaborðinu mun loga
Meat Loaf á tónleikunum góðu í
Reiðhöllinni í Víðidal haustið 1987.
Meat Loaf, goðsögn í
rokkheimum, féll frá á
fimmtudaginn, 74 ára
að aldri. Hans er
minnst sem skemmti-
krafts af Guðs náð sem
skildi alltaf allt eftir á
sviðinu. Meat Loaf tróð
upp í Reiðhöllinni 1987.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Tónleikar með Meat Loaf
voru ekki síður sjónræn en
tónræn veisla. Hér er hann á
sviði í Zwolle árið 2013.
AFP