Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.01.2022, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.1. 2022
TÍSKA
Bandaríski leikarinn Kyle
MacLachlan fór fremstur í flokki
þegar haustlínan frá Prada fyrir
næsta vetur var kynnt í Mílanó.
AFP
Fyrirsæta sýnir útifatnað úr haustlínunni frá franska vöru-
merkinu K-Way, sem hefur gert föt til útivistar frá 1968.
Fyrirsæta sýnir sköpunarverk úr línunni Remembranzas y Colores eftir mexi-
kanska hönnuðinn Carlos Pineda á sýningunni Intermoda í Mexikó.
Pineda notar efni og mynstur, sem eiga að gera Mexikó hátt undir höfði, á Int-
ermoda, sem nú er haldin í 76. skipti í Guadalajara í héraðinu Jalisco í Mexikó.
Nýjasti útifatnaðurinn frá K-Way fyrir veturinn 2022 til
2023 var til sýnis í Mílanó um liðna helgi.
Haustlínan af fötum fyrir karla frá ítalska tískuhúsinu Etro
var einnig til sýnis í tískuháborginni Mílanó.
Hringrás
tískunnar
Kórónuveiran hefur sett tískuheiminn úr skorð-
um líkt og flest annað. Samkomutakmarkanir
hafa jafnvel kveikt raddir um að tískuheim-
urinn þurfi að taka sér tak og leggja meiri
áherslu á sjálfbærni en hraða. Hringrás tískunn-
ar heldur engu að síður áfram eins og þessar
myndir frá Mílanó og Mexikó bera með sér.
3
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Fagnaðu
hækkandi sól