Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Page 2
Hvað er á döfinni?
Við vinirnir, ég og Jón Arnór, verðum með tónleika
næstu fimm sunnudaga alveg út mars.
Hvernig tónlist spilið þið?
Við munum spila frumsamin lög í bland við lög eft-
ir aðra og svo verðum við með eitthvað
skemmtilegt á milli laga. Ég vil ekki segja of
mikið en mögulega kemur litli krúttlegi Jón
Arnór töframaður aftur á svið, en hann lenti í
öðru sæti í Ísland got talent þegar hann var lít-
ill.
Hvað eru þið gamlir?
Ég er fjórtán og Jón Arnór fimmtán. Við
kynntumst í Sönglist fyrir mörgum árum. Ég
var þá níu ára og bað hann um að vera vin minn,
en við vorum þá mjög feimnir báðir. Við urðum þá
vinir og höfum bara átt góðar stundir eftir það.
Syngið þið báðir og spilið á hljóðfæri?
Við syngjum báðir og Jón Arnór er æðislegur á gít-
ar. Ég spila smávegis á munnhörpu. Hljómsveitin
okkar varð til síðasta sumar og heitir bara Jón
Arnór og Baldur því það var vesen að finna nafn.
Voruð þið ekki líka báðir í leiklist?
Jú, Jón Arnór var í Kardemommubænum og ég í
Níu lífum. Svo vorum við báðir í Matthildi. En nú
erum við að einbeita okkur að tónlistinni.
Stefnið þið langt í tónlist?
Já, við stefnum hátt. Við viljum verða frægir
tónlistarmenn sem spila bæði hér á landi og
erlendis.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BALDUR BJÖRN ARNARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Stefnum hátt í tónlist
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Þ
að vefst fyrir sumum hvort tala beri um ríki eða fylki þegar Bandaríkin
eru annars vegar. Maður sér alltof oft ranglega farið með þetta í ræðu
og riti. Sem sætir tíðindum í ljósi þess að lausnin er alveg ofboðslega
nærtæk – felst raunar í nafninu á landinu sjálfu. Kölluðum við þetta fylki á ís-
lensku myndi landið væntanlega heita Bandafylkin en ekki Bandaríkin.
Þetta er svo sem ekki alvarleg villa, alltént miðað við margt sem maður
heyrir og les, jafnvel í fjölmiðlum. Eitthvað segir mér til dæmis að skólar
þessa lands þurfi að skerpa á kennslu sinni þegar kemur að notkun orða-
tiltækja. Maður er stöðugt að heyra
nýjar útgáfur af þeim og fær oftar
en ekki hland fyrir nýrun þegar
æska þessa lands byrjar að láta vaða
á lúðum. Sumir eru iðnari við lopann
en aðrir og ættu líklega að herða
sultarróluna í stað þess að fara sam-
förum enda kjaftar á þeim hver
taska. Allra verst er þó að láta etja
sér á folaldið. Enda kemur alltaf að
sultardögum. Fyrr eða síðar.
Um daginn var ég að fletta sjötíu
ára gömlum Mogga, eins og menn
gera, og rakst þar á frásögn af for-
vitnilegum eldhúsdegi Stúdenta-
félagsins. Þar voru menningarmál í brennidepli, ekki síst hið ástkæra ylhýra.
Hendrik J.S. Ottósson steig meðal annarra í pontu og sagði að menn yrðu að
gera sér ljósa grein fyrir því að þróun íslenskrar tungu virtist á vegamótum.
Skellti hann skuldinni ekki síst á „klúðursljóð“ þau sem kölluðust atómljóð og
varpaði fram þeirri spurningu hvort Egill Skallagrímsson myndi hafa leyst
höfuð sitt úr höndum Eiríks konungs, ef kveðið hefði hann atómljóð sér til lífs
og lausnar, eins og rifjað var upp á baksíðu Sunnudagsblaðsins fyrir viku.
Tóku fleiri undir orð hans. Aðrir andmæltu. Fáir amast við tilvist atóm-
ljóðsins í dag. Að því kemur þó sjálfsagt að það fer að þykja gamaldags.
Tómas Guðmundsson tók seinastur til máls á téðum fundi og skaut föstum
skotum að skólakerfinu: „Það er nefnilega á allra vitorði, að málfræðistaglið
og stafsetningarfarganið, sem leyst hefur af hólmi móðurmálskennsluna í
skólunum, miðar að því einu að gera æsku landsins ekki aðeins orðlausa og
málsljóa, heldur blátt áfram fjandsamlega móðurmálinu.“
Já, lengi hefur verið gengið í skrokk á íslenskunni. Hvar liggja þolmörkin?
Hefurðu komið til
Bandafylkjanna?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Sumir eru iðnari við
lopann en aðrir og
ættu líklega að herða
sultarróluna í stað þess
að fara samförum enda
kjaftar á þeim hver taska.
Veronika Smáradóttir
Já. Ég vel mér einhverja góða,
vatnsdeigs.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú
að fá þér
bollu um
helgina?
Úlfar Viktor Björnsson
Já, ætli maður borði ekki nokkrar af
þessum klassísku gömlu góðu.
Sólveig Lilja Gunnarsdóttir
Já. Ég ætla að fá mér klassíska
vatnsdeigs með súkkulaði, rjóma
og sultu.
Dagur Axelsson
Nei. Mér finnst þær ekki góðar.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Jón Arnór Pétursson og Baldur Björn Arnarsson halda tónleika í húsi Máls og menn-
ingar á Laugavegi á sunnudag klukkan 16 og alla sunnudaga í mars. Miðar fást á tix.is.