Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022 VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum og vegum hvar sem þarf að malbika. tilbod@malbikstodin.is | s. 864 1220 | www.malbikstodin.is V ikan hófst með viðeigandi hætti á appelsínugulri við- vörun, sem fyrr en varði breyttist í rauða viðvörun. Slíkar bárust víðar í heiminum síðar í vik- unni. Það var þó ekki eins og borgarbúar mættu við frekari vetrarveðrum, því enn var ekki búið að ryðja burtu snjóum frá veðrinu vikunni áður. Starfsmenn Vetrarþjónustu Reykja- víkurborgar kenndu lélegri yfir- stjórn um að ekkert gengi við snjó- moksturinn. Áhyggjurnar beindust þó ekki síður að auknum hita í alþjóðasam- skiptum, einkum vegna þróunar mála í Úkraínu, þar sem óvígur her Rússa beið við landamærin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra hélt utan til öryggisráðstefnu, sem auðvitað var haldin í München. Það var því við hæfi að Zelenskíj Úkraínuforseti sakaði Vesturlönd þar um árangurs- lausa friðkaupastefnu. Sumir íslenskir ráðamenn bundu þó áfram vonir um diplómatíska úr- lausn deilunnar. Utanríkismála- nefnd Alþingis fór sér að engu óðs- lega og efndi til fundar um málið á miðvikudag, sem var einkar tím- anlegt og tilgangslaust í senn. Boðuðum yfirheyrslum lögreglu yfir fjórum blaðamönnum með stöðu sakborninga var frestað þar sem einn þeirra kærði boðunina til hér- aðsdóms. Snjóhengja féll úr Hamrinum í Hveragerði þar sem börn léku á sleðum, en tíu ára drengur, Bjarki Þór Davíðsson, varð undir henni. Arnór Ingi, 14 ára bróðir hans, sýndi snarræði og bjargaði lífi hans. . . . Pútín Rússlandsforseti blés áfram í glæður ófriðarelda við landamæri Úkraínu með „viðurkenningu“ á tveimur héruðum aðskilnaðarsinna, en Biden Bandaríkjaforseti hótaði þeim báðum, báðum þessum hér- uðum í austurhluta Úkraínu sem sagt, viðskiptaþvingunum. Þar var vart um annað talað fyrir hádegi. Á Íslandi dundi hins vegar yfir enn eitt vont vetrarveðrið, sem setti samgöngur úr skorðum og olli tjóni á mannvirkjum og bilunum í raf- orkudreifingu. Sveitarfélög á Íslandi verða samtals rekin með 6,4 milljarða króna halla í ár, á kosningaári. Tæplega helm- ingur sveitarfélaga landsins er rek- inn með halla og skuldahlutfallið í heildina um 117%. Blásið var í sönglúðra þegar Jafn- réttisstofa veitti embætti umboðs- manns skuldara jafnlaunastaðfest- ingu, fyrst fyrirtækja og stofnana hér á landi. Það spillti þó ögn fyrir að lítið er að marka útreikninginn, þar sem einungis konur eru að störf- um hjá embættinu. Blásið var í bílflautur þegar stjórn- arfrumvarp um aukið frelsi á leigu- bílamarkaði var lagt fram þriðja sinni. Það hefur dagað uppi í nefnd tvisvar. Kórónuveirusmit héldu áfram að greinast í þúsundavís, rétt eins og þau væru að fara úr tísku, sem síðan reyndist raunin. Var þó hægagangur í greiningum Landsspítalans vegna bilunar. . . . Rússar hófu árásir á Úkraínu, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra tók af skarið um að Ísland yrði þátttakandi í þvingunaraðgerðum Evrópuríkja gagnvart Rússlandi af þeim völdum. Mikið minna gat það víst ekki verið. Mikil óvissa er að öðru leyti um bein áhrif stríðsins á íslenska atvinnu- vegi. Úkraína er mikilvægur mark- aður fyrir sjávarafurðir, en mjög hefur dregið úr vægi Rússlands eftir viðskiptaerjur landanna eftir að Rússland hernam Krímskaga 2014. Stéttarfélagið Framsýn kvartar undan því að fjármálaeftirlit Seðla- bankans hafi hert hæfisskilyrði stjórnarmanna lífeyrissjóða svo að þar komi varla nema háskólaborg- arar til greina óháð reynslu og þekk- ingu. Veðrið hélt áfram að hafa áhrif á lífið í landinu bláa, en það hefur víða haft áhrif. Þannig hefur það truflað sjúkraflug, sem er mikilvægur þátt- ur heilbrigðiskerfisins. Ríkisendurskoðun telur að fækkun og samruni ríkisstofnana hafi gefist vel og kom með ábendingu um að óhætt ætti að vera að háskólar færu sömu leið. Byggðastofnun (sem enn er til!) ákvað að Íslandspóstur fengi 563 m.kr. í endurgjald vegna alþjónustu sinnar. Þar er nú mest um að ræða hin sívinsælu gluggaumslög, sem þó hefur mikið fækkað. . . . Í sama mund og stríðsspennan magnaðist í Úkraínu nálgaðist spennufallið á Íslandi þegar sam- þykkt var af ríkisstjórn að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innan- lands, þar með talið við komuna til landsins. Hið eina sem aftraði sví- virðilegu svalli af því tilefni var fremur nöturlegt veður. Af því tilefni opnaði ferðaþjónustan kampavín og vonast til þess að snúa aflvélar sínar í gang á ný. Um það kann hins vegar að ríkja meiri óvissa en ella vegna ófriðarins í Evrópu. Sömuleiðis fagnaði þingheimur því að geta loks komið allur saman í þingsal Alþingis aftur. Hvort þing- störfin ganga betur fyrir sig á eftir að koma í ljós. Norður í landi hófst kærumeðferð vegna boðunar blaðamanna í yfir- heyrslur hjá lögreglu. Þá kom á dag- inn að sakarefnin voru vægast sagt önnur en þeir höfðu haldið fram. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ákvað mjög óvænt að ráðast heiftar- lega á sjálfstæðismenn fyrir að hafa tekið algerlega fáránlega ákvörðun um sölu á hlut borgarinnar í Lands- virkjun í fyrndinni. Hann hljóðnaði þegar minnt var á að hann hefði sjálfur barist ákaft fyrir sölunni. Lægðagangurinn að undanförnu hefur verið mikill eins og sést á því að heildartjón af hans völdum er talinn nema hundruðum milljóna króna úr kistum tryggingafélaga. Sorpa og Góði hirðirinn eiga að flytjast í hús Kassagerðarinnar við Köllunarklettsveg, en þar á víst einnig að spretta upp sjálfbærni- klasi. Fregnir af annarri endurnýtingu skutu vafalaust einhverjum skelk í bringu, þegar sagt var frá áformum um byggingu bálstofu „fyrir alla landsmenn“. Þar mun þó ekki standa til að brenna þá alla í einu. Það hljóp á snærið hjá loðnusjó- mönnum, því Norðmenn náðu ekki að veiða um 50 þúsund tonn af sín- um loðnukvóta, sem því fellur Ís- lendingum í skaut. En hann er óveiddur enn. Hallgrímur Jónsson, fv. yfirlög- regluþjónn og íþróttakappi, lést 94 ára að aldri. . . . Mikillar ánægju gætti með afnám samkomutakmarkana og tók miðasala á alls kyns viðburði þegar við sér og skemmtistaðir bíða gljáfægðir eftir galeiðuþrælum sínum. Minni ánægju gætti með að Rússar hófu ólöglega innrás sína í Úkraínu af fullum þunga og var henni and- æft af flestu málsmetandi fólki. Ekki þó alveg öllu. Ekki stóð á viðbrögðum Vestur- landa, sem virtust um hríð ætla að gersigra Rússa á Twitter en brugðu síðan mörg á það ráð að lýsa upp ýmsar stjórnarbyggingar í höfuð- borgum sínum í úkraínsku fánalit- unum, en við því átti Pútín ekkert svar. Rothöggið á Rússa kom skömmu síðar þegar ákveðið var að vísa Rússlandi úr söngvakeppni Evró- sjón í ár. Hernám Úkraínu gengur að vísu áfram næsta óhindrað fyrir sig, en Pútín hlýtur að taka þessi „nul points“ nærri sér. Á Íslandi hélt veðrið áfram að vera ömurlegt og veirusmit áfram í hæstu hæðum. Fyrsti framboðslistinn fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor var kynntur, en það gerðu sjálfstæðis- menn í Norðurþingi. Hann leiðir Hafrún Olgeirsdóttir, en hún og félagar hennar úr E-listanum gengu til liðs við D-lista sjálfstæðismanna. Það var þó árangursrík friðar- viðleitni vikunnar. Það er stríð Harmi lostinn maður grúfir sig yfir lík ættingja, sem féll þegar rússneskar hersveitir gerðu árás á blokk í Chuguiv, bæ á stærð við Hafnarfjörð skammt frá héraðshöfuðborginni Kharkiv, um klukkustundar leið frá rússnesku landamærunum. AFP 20.2.-25.2. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.