Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
Þ
eir voru ansi háværir litlu sætu
hundarnir hennar Gerðar Huldar
Arinbjarnardóttur þegar blaða-
mann bar að garði. Tveir hvítir
hrokkinhærðir smáhundar, annar
með gosbrunn í hárinu, vildu taka gestinn út
áður en þeir sættu sig við þessa innrás. Eftir
að hafa gengið úr skugga um að þarna væri
ekki óvinur á ferð datt allt í dúnalogn. Út um
gluggann blasti við snjóhvítt og friðsælt lands-
lag svo langt sem augað eygði. Vel sást út á
Vífilsstaðavatn og mun lengra; alla leið út á
Reykjanesið. Keilir blasti við og það stirndi á
hvítan fjallstoppinn.
Áður en við byrjum spjall um lífið og við-
skiptin dáumst við saman að útsýninu á þess-
um fagra vetrardegi. Gerður hefur komið sér
vel fyrir í grænum sófa. Hún er í þægilegum
fötum, ómáluð með hárið í hnút. Við höfum nóg
að tala um, en Gerður, sem kennd er við fyrir-
tækið sitt Blush, var valin markaðsmanneskja
ársins 2021, yngst kvenna til að hljóta þann tit-
il. Hún segist vera hissa, ánægð og þakklát.
Að hafa fyrir hlutunum
Í húsinu hennar Gerðar er afar smekklegt; allt
á sínum stað og greinilegt að nostrað hefur
verið við hvert horn. Gerður hefur búið nánast
á sama bletti alla sína ævi.
„Ég er alin upp í Kópavogi, reyndar í þessu
húsi! Mamma og pabbi byggðu húsið, en höfðu
áður byggt annað hús hér í götunni. Ég keypti
svo hluta þess fyrir fjórum árum og pabbi býr
á neðri hæðinni og mamma hér rétt hjá,“ segir
Gerður og segir það afar þægilegt að hafa for-
eldrana svona nálægt.
„Ég er langyngst af þremur systrum en
mamma og pabbi voru bara sextán og sautján
ára þegar þau eignuðust systur mínar,“ segir
Gerður en hún er tíu og ellefu árum yngri en
þær og tekur fram hlæjandi að hún sé sú eina
sem hafi verið plönuð.
Gerður segist alltaf hafa verið dugleg, allt
frá æsku.
„Ég byrjaði fjórtán ára að vinna í matvöru-
versluninni Spar og man að ég bað pabba að
tala við eigandann, sem hann þekkti eitthvað,
til að biðja um vinnu fyrir mig. Pabbi sagði
mér bara að sækja sjálf um sem ég gerði. Ég
fékk vinnuna og það var vegna þess að ég sótti
sjálf um en sendi ekki pabba. Þetta kenndi
mér strax að ég gæti staðið á eigin fótum. Ég
hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum, þó ég
hafi góðan stuðning frá foreldrum mínum,“
segir Gerður, en faðir hennar, Arinbjörn
Snorrason, er lögreglumaður og pípari og
móðir hennar, Friðný Möller, er sjúkraliði
aldraðra.
„Ég þekki fáa sem vinna jafn mikið og for-
eldrar mínir, sérstaklega pabbi. Mér fannst
sjálfri svo skrítið þegar ég fór „bara“ að vinna
við Blush, sitjandi heima allan daginn við
tölvu,“ segir Gerður sem hefur aldrei hlíft sér
við vinnu.
Mér leiðist aldrei
Gerði gekk alltaf illa í skóla enda segir hún
alveg ljóst að hún sé mjög lesblind.
„Ég fékk fimm á öllum samræmdu próf-
unum, reyndar 4,5 í ensku. Ég er rosalega les-
blind og var komin á fermingaraldur þegar ég
gat skrifað Arinbjarnardóttir. Enn í dag á ég
erfitt með að skrifa einfalda hluti en er ótrú-
lega heppin að maðurinn minn er sleipur í ís-
lensku og hjálpar mér mikið. Ég rugla öllum
stöfum saman og les oft eitthvað allt annað en
það sem stendur. Um daginn las ég frétt um að
Icelandair væri að fara að fljúga til Norður-
Kóreu og var alveg steinhissa. Ég kallaði í
manninn minn og sagði honum þetta alveg í
sjokki. Ég var margbúin að lesa þetta til að
vera viss. En þarna stóð víst að þeir væru að
fljúga til Norður-Karólínu,“ segir hún og hlær.
„Þetta háir mér mjög mikið. Ég fór aldrei í
neina greiningu sem barn en var alltaf í sér-
kennslu og var í C-bekk, sem var bekkur sem
fór hægferð,“ segir Gerður og segist hafa byrj-
að í menntaskóla en hætt, enda gekk henni
ekki vel. Þaðan lá leiðin í hárgreiðslunám.
„Ég fór að vinna við það en hafði ekki alveg
nógu mikinn áhuga. Nítján ára fór ég í Hrað-
braut og gekk furðuvel en varð svo ólétt og
hætti,“ segir Gerður, en sonur hennar, Hektor
Elí, er tólf ára.
„Ég og barnsfaðir minn skildum frekar
fljótt og var ég því einstæð móðir 21 árs með
tveggja ára barn. Það var mjög erfitt, ekki síst
fjárhagslega,“ segir Gerður en núverandi mað-
ur hennar er Jakob Fannar Hansen, flug-
maður að mennt, en vinnur nú við hlið Gerðar í
fyrirtækinu.
„Hann var að vinna hjá Wow en missti svo
vinnuna og við ákváðum að prófa að hann
kæmi að vinna hjá Blush þar til flugið færi aft-
ur í gang. En svo langar engan að hann fari og
hann ekki heldur,“ segir Gerður og brosir.
Hún segir ekki erfitt að vinna með maka sín-
um.
„Alls ekki. Þetta er besta ákvörðun sem við
höfum tekið. Hann er einstakt eintak, rólegur
og þægilegur. Svo erum við alveg sitt á hvor-
um enda fyrirtækisins þannig að oft hittumst
við ekkert allan daginn. Hann er mikið að
vinna á lager og á ferðinni á meðan ég er alltaf
heima að vinna,“ segir Gerður sem segist njóta
þess að vinna heima.
„Það kannski kemur mörgum á óvart en ég
er mikill „introvert“. Ég elska að eiga rólegt
heimili,“ segir Gerður.
„Ég nærist á því að vera ein og mér leiðist
aldrei. Ég er mjög skapandi í hugsun og elska
að horfa hér út um gluggann og fá nýjar hug-
myndir.“
Við stundum jú öll kynlíf
Fyrirtækið Blush var stofnað 2011 og gengur
nú afar vel en Gerður lætur ekki staðar numið
við innflutning hjálpartækja ástarlífsins því
hún er sjálf að hanna sína eigin línu undir
nafninu Reset.
„Ég elska að hanna nýjar vörur og hafa fjór-
ar þeirra komið út nýlega og von er á þremur
næsta sumar. Línan er hugsuð fyrir Evrópu-
markað en við erum byrjuð að selja hérlendis
og hefur það gengið alveg fáránlega vel. Pæl-
ingin með Reset er sú að þú ert að endurstilla
orkuna þína þegar þú stundar kynlíf eða
sjálfsfróun,“ segir Gerður og nefnir að nýju
Reset-vörurnar séu í dag þær vinsælustu í
versluninni.
Hvernig byrjaði þetta allt saman?
„Ég byrjaði rúmlega tvítug að hugsa um að
mig langaði að stofna mitt eigið fyrirtæki. Ég
var ekki með neina hugmynd en langaði að
flytja eitthvað inn. Einn daginn kemur til mín
vinkona sem segist vilja sýna mér dálítið sem
hún hafði verið að kaupa sér. Hún hleypur inn í
herbergi og kemur til baka með eitthvað í
hendinni og sýnir mér. Ég spyr hvað þetta sé
og hún svarar að þetta sé egg. Ég sagði: „Ertu
að sýna mér kynlífstækið þitt?“ Mér fannst
þetta bara ógeðslegt. Hver gerir svona? En á
sama tíma sá ég hvað þetta var fallegt; þetta
var egg sem var með gyllingu og allt annað en
þetta snúruegg sem ég átti,“ segir Gerður og
segist hafa orðið forvitin.
„Ég fór í verslun hér á höfuðborgarsvæðinu
til að kaupa svona og á móti mér tekur fullorð-
inn karlmaður og ég man hvað mér fannst það
óþægilegt. Þarna voru klámmyndir út um allt
og vörur þarna með myndum af klám-
stjörnum. Ég tengdi ekkert við þetta og fannst
ég smá skítug að hafa farið þarna inn,“ segir
hún og segist hafa farið þaðan út með það í
huga að panta þessa vöru frekar á netinu.
„Nema hvað, þá sendu þeir ekki til Íslands.
Ég fór neðst á síðuna og fann þar sem stóð
„shipping“, klikkaði á það og valdi Ísland. Þá
stóð að hér væri enginn með umboðið og svo
var spurt hvort maður vildi gerast umboðs-
maður vörunnar. Ég og vinkona mín horfðum
hvor á aðra og bara, já já! Við byrjuðum því
tvær, ég og Rakel Ósk Orradóttir, með Blush.
Ég fékk tvö hundruð þúsund krónur lánaðar
hjá pabba til að kaupa kynlífstæki og boltinn
fór að rúlla.“
Hvað sagði pabbi þinn þegar þú baðst um
lán fyrir kynlífstækjum?
„Hann sagði já, ótrúlegt en satt. Ég sagði
honum að ég vildi stofna fyrirtæki og á þessum
tíma hafði pabbi smá áhyggjur af mér. Ég var
atvinnulaus, nýbúin að eignast barn og búin að
flosna upp úr skóla. Hann spurði mig hvernig
fyrirtæki ég vildi stofna og ég man að það var
ekki auðvelt að koma orðunum út úr mér. Ég
muldraði: „kynlífstækjafyrirtæki“. Hann sagði
margt vitlausara en það; við stundum jú öll
kynlíf,“ segir Gerður sem fékk lánið.
„Mamma var svo fyrsti viðskiptavinur minn.
Þannig að mamma og pabbi sýndu mér strax
mikinn stuðning.“
Skortur á sjálfstrausti
Gerður og Rakel byrjuðu með heimakynn-
ingar þar sem þær kynntu vörur sínar.
„Þetta var mikið hark. Við vorum að auglýsa
á Facebook og „múta“ vinkonum okkar til að
halda kynningar. Þetta var eins og dýrt áhuga-
mál; við gátum ekkert borgað okkur laun.
Rakel fór svo út úr fyrirtækinu eftir eitt, eitt
og hálft ár,“ segir Gerður og segist hafa verið í
öðrum störfum til að afla sér tekna.
„Ég var lengi hjá Hópkaup og svo hjá K100 í
sölumálum og var þar í fullu starfi. Svo var ég
að selja Saladmaster-potta á virkum kvöldum
og með heimakynningar Blush um helgar. Svo
vann ég líka við það að elda allar máltíðir fyrir
einn mann, hádegis- og kvöldmat. Og ég var
með lítið barn. Ég vildi svo mikið láta þetta
ganga,“ segir Gerður og átti að vonum ekki
mikinn frítíma.
„Blush varð ekki til óvart eða fyrir heppni.
Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu og þetta
hefur verið blóð, sviti og tár. Og mikil fórn. Ég
var allar helgar að vinna í staðinn fyrir að geta
verið með barninu mínu,“ segir Gerður og seg-
ir að fyrstu tvö, þrjú árin hafi gróðinn verið
enginn.
Hafðir þú strax einhverja sýn?
„Já, ég var með mjög skýra stefnu og sýn
fyrir Blush og vissi að hugmyndin væri frá-
bær. Ég vissi að hugmyndin gæti breytt við-
horfi Íslendinga til kynlífstækja. Það hafði
enginn gert þetta eins og ég. En vandamálið
var að ég hafði kannski ekki nógu mikla trú á
sjálfri mér; að ég væri rétta manneskjan til að
leysa þetta verkefni,“ segir Gerður.
„Skortur á sjálfstrausti til að vera nógu hug-
rökk var vandamálið og síðustu árin hef ég
unnið mikið í sjálfri mér til að öðlast sjálfs-
traust, hugrekki og þolinmæði.“
Ekki eitthvað dónalegt
Hver var þín sýn og hvernig átti búðin þín að
vera öðruvísi?
„Markmið mitt var að færa kynlífstæki frá
klámi yfir í kynheilbrigði. Ég vildi opna um-
ræðuna um að þetta sé ekki eitthvað dónalegt.
Það eiga allir rétt á því að upplifa fullnægjandi
kynlíf. Því miður er það þannig að margar kon-
ur, eða einstaklingar með píku, eiga ofboðslega
erfitt með að fá fullnægingu, í samanburði við
karlmenn eða einstaklinga með typpi. Við er-
um ekki að spila sama leikinn. Meðalkona er
fimmtán til tuttugu mínútur að fá fullnægingu
en karlmenn tvær til þrjár mínútur. Þetta er
eins og að annar sé að keppa í handbolta en
hinn í fótbolta,“ segir Gerður og segist oft fá í
búðina konur sem segjast aldrei hafa fengið
fullnægingu.
„Það gerist nánast daglega. Starfsfólkið í
versluninni fær oft að vita mikið um við-
skiptavinina og við bjóðum upp á faglega þjón-
ustu og ráðgjöf,“ segir Gerður og segir þrettán
manns vinna í fyrirtækinu í fullu starfi.
„Búðin er aldrei tóm nema þegar það er
vont veður,“ segir hún og brosir.
„Ertu að sýna mér
kynlífstækið þitt?“
Gerður Huld Arinbjarnardóttir hefur selt landanum kynlífstæki fyrir marga milljarða. Hún rekur
Blush, vinsælustu kynlífstækjaverslun landins, sem vex með hverju ári. Gerður var valin markaðs-
manneskja ársins 2021 og hyggst halda ótrauð áfram enda uppfull af nýjum hugmyndum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Ég vissi að hugmyndin gæti breytt
viðhorfi Íslendinga til kynlífstækja.
Það hafði enginn gert þetta eins og
ég. En vandamálið var að ég hafði
kannski ekki nógu mikla trú á sjálfri
mér,“ segir Gerður í Blush.