Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 17
er ráðlagt að lesa þessa athyglisverðu grein sem hér
var vitnað til. Þar er meðal annars farið yfir að Pútín
mun fljótlega hafa mikinn og ómældan hag af ólög-
mætri yfirtöku sinni á gæðum og eignum síns illa
svikna nágranna.
Mun allt það og fleira til bæta margfalt það sem
„efnahagslegum refsingunum“ er í orði kveðnu ætlað
að gera.
Margt er skrítið í kýrhaus og víða
Í greininni segir einnig að umræður og deilur bresks
þingheims um hvort væri betra að gera aðeins fleiri
rússneskum ríkisbubbum óþægindi í refsiaðgerð-
unum eða þrengja aðgengi þeirra að „City“ hafi
stappað nærri því að hljóma eins og hreinn skrípa-
leikur: Bretar setja upp umræðu, hver við annan, í
einhvers konar leikhúsi fáránleikans, þar sem magn-
þrunginn misskilningur á hráskinnaleik alþjóðlegs
fjár- og stjórnmálakerfis og hvaða lögmál gilda þar
og hvernig ímyndunarafl þeirra, sem hvorki vita upp
né niður, leggur til heimatilbúnar refsingar, í þeirri
öruggu vissu sinni að þetta smælkið eða hitt muni
næstum örugglega verða til þess að Pútín muni snar-
lega hætta við að leggja undir sig Úkraínu.
Þeir sem fylgjast með sumum þáttum þingstarfa
hér, eins og þau hafa þróast, eru líklegir til að benda á
að óþarft sé að draga úr getu Pírata til að leysa þau
fjölmörgu mál sem þeir og fleiri hafa minnsta vit á, og
er reyndar þar ótæmandi sjóður á ferð og ber að
þakka fórnfúst starf þeirra.
Galopin spurning
En eftir stendur alvarleg spurning til íslenskra
stjórnmálamanna: Hvers vegna í ósköpunum hvarf
ekki Ísland frá ónýtum refsisýndarskap strax árið
2015 þegar ríkið, sem ræður Evrópusambandinu,
hafði tilkynnt í verki að aðgerðunum væri hætt? Ber
að skilja það svo að Ísland eitt sé að reyna að toga
Krímskaga úr krumlu Pútíns? Það hlýtur að þýða að
Ísland hafi fundið upp eilífðarvélina. En ef svo er
ekki, hver eru þá tímamörkin?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Á því augnabliki sem Pútín hefur náð
fullri stjórn á Úkraínu verður gasleiðslan
fræga, „Nord Stream 2“, að hreinu auka-
atriði. Skiptir leiðslan eiginlega engu eftir
það, segir Pritchard og gerir glögga grein fyr-
ir ástæðum þess.
27.2. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17