Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Side 18
Þ
að er aldrei of seint að láta drauma
sína rætast eða taka nýja stefnu í
lífinu á miðjum aldri. Það hefur
lögreglufulltrúinn Ragnar Jóns-
son sannarlega gert undanfarin ár
en hann hefur verið að færa sig hægt og rólega
út á braut kvikmynda, heimildarmynda og
glæpasería sem ráðgjafi, framleiðandi eða
handritshöfundur. Jafnvel má sjá honum
bregða fyrir á skjánum í minni hlutverkum.
Ragnar er þó langt frá því hættur að sinna
vinnu sinni sem lögreglufulltrúi en hann er
einn tveggja blóðferlasérfræðinga landsins og
þarf oft að fara á vettvang morða, sjálfsvíga og
slysa.
Önnur hlið mannlífsins
Ragnar byrjaði í lögreglunni árið 1990 og í
tæknideildinni árið 2001 og á því að baki yfir
þriggja áratuga feril hjá lögreglunni en hann
fetaði „óvart“ í fótspor föður síns, lögreglu-
mannsins Jóns Péturssonar í Stykkishólmi,
nokkuð sem hafði ekki verið á dagskrá.
„Ég held að pabba hafi þótt nóg um en þeg-
ar ég var í Versló gerði ég margt annað en að
kíkja í námsbækur og hann vildi skóla strákinn
aðeins til og sýna honum að lífið væri ekki bara
dans á rósum,“ segir Ragnar sem fékk þá sum-
arstarf í lögreglunni.
„Þá kynntist ég annarri hlið mannlífsins. Ég
vann svo hjá herrafataverslun þann vetur en
fann að hitt togaði í mig, þetta ákveðna frelsi
að vera í bíl að keyra um og að vita aldrei hvað
dagurinn byði upp á. Maður var líka ungur og
spennusækinn á þeim tíma, en þetta var hörku
skóli,“ segir Ragnar en um aldamótin kviknaði
áhuginn á blóðferlafræðum.
„Ég var þá í Bandaríkjunum að stúdera
dauða- og sálarrannsóknir og í einum tímanum
talaði kennarinn um „blood stain pattern ana-
lysis“ og sagði að blóð gæti sagt okkur hvað
gerðist, hvernig það gerðist og hvað gerðist
ekki. Mér fannst þetta svo mikil áskorun og
ólíkt því sem ég hafði kynnst þegar ég var að
yfirheyra fólk. Þarna voru ummerkin að tala
við mig. Ég fór svo aftur til Bandaríkjanna í
grunnnám í þessu og seinna til Norður-
landanna og Hollands,“ segir hann og segist
hafa í leiðinni kynnst mörgum erlendum blóð-
ferlasérfræðingum sem komið hafa að stórum
málum. Ragnar hefur setið í stjórn norrænna
blóðferlasérfræðinga frá árinu 2005.
Hjá tæknideild lögreglunnar er rannsókn-
arstofa þar sem unnið er úr gögnum af vett-
vangi afbrota og slysa.
„Við skoðum öll andlát utan spítala, þar á
meðal sjálfsvíg. Svo förum við í vettvangsrann-
sóknir. Þegar alvarleg slys verða erum við
kvaddir til og skoðum þá allt, tökum ljós-
myndir og söfnum sýnum. Við störfum fyrir
allt landið,“ segir Ragnar og segir ekki alla
daga vera spennandi.
„Dagsdaglega erum við að vinna í skýrslum,
að skrifa um rannsóknir okkar,“ segir hann og
nefnir að sá hluti vinnunnar sjáist aldrei í bíó-
myndunum.
„Það er ekkert sérstaklega sexí að sýna
langar senur um löggur í skýrslugerð,“ segir
hann og hlær.
Mál sem halda fyrir manni vöku
Líkist starf þitt því sem sést í þáttum á borð
við CSI, Dexter og NCIS?
„Að einhverju leyti má segja það. Við förum
að safna upplýsingum en í þessum amerísku
þáttum lenda þau alltaf í einhverjum svaka
hasar líka. Þegar við komum á staðina eru lög-
reglumenn komnir á undan og búnir að
tryggja vettvanginn,“ segir Ragnar og nefnir
að mikil þróun hafi átt sér stað í notkun DNA-
sýna sem eru í dag mjög nákvæm.
„Vettvangur þarf alltaf að vera tryggilega
öruggur og ef enginn hefur gengið þar um get-
um við fundið ýmislegt,“ segir Ragnar og segir
þau hjá tæknideildinni nota ákveðin tæki og
vökva sem nefnist lúminol til að sjá blóðbletti
sem hafa verið þvegnir í burtu.
„Lúminol er sjálflýsandi þegar það kemst í
snertingu við blóð. Þetta hefur nýst okkur í al-
varlegustu málunum, eins og morðmálum síð-
ustu tuttugu ára. Tæknideildin á alltaf aðkomu
að slíku og ef við komumst ekki á vettvang
söfnum við sýnum í krufningu,“ segir hann og
segir að í þeim málum þar sem sakborningar
séu ekki samstarfsfúsir, reyni mikið á sönn-
unargögnin af vettvangi.
Ragnar segir að mörg málanna taki á sig
andlega, enda sér hann oft afleiðingar harm-
leikja eða skelfilegra voðaverka.
„Vissulega eru mál sem sitja í kollinum og
maður vildi vera laus við þær myndir. En
styrkur deildarinnar er mikill og við ræðum
mikið saman. Ef maður veit að maður hefur
gert sitt besta, getur maður farið sáttur að
Ég er kominn
á bragðið
Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi hjá tæknideild lögreglunnar,
blóðferlasérfræðingur og nú handritshöfundur glæpaþátta
hefur lært að fresta aldrei hlutum því enginn veit hvað
morgundagurinn ber í skauti sér. Hann er einn handrits-
höfunda Svörtu sanda sem nú eru að gera það gott úti í heimi.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Ég held ég hætti ekkert að skrifa hvað
sem svo verður úr því. Það er alla vega
hugarró fyrir mig að skrifa og ég er með
helling af hugmyndum í kollinum. Ég er
kominn á bragðið,“ segir Ragnar Jónsson
lögreglufulltrúi og handritshöfundur.
Morgunblaðið/Ásdís
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
SAKAMÁL