Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Qupperneq 22
E ins og svo margt annað þá á ást- in sér ártal. Og árstíð. Sumarið 1967. Á að giska eitt hundrað þúsund manns, mestmegnist ungir hippar, lögðu þá Haight-Ashbury- hverfið í San Francisco undir sig; nutu frjálsra ásta, böðuðu sig í blóm- um, neyttu hugbreytandi efna, and- æfðu stríði og umfram allt – hlustuðu í andakt á framsækna tónlist. Aldan breiddi úr sér með hraði á vestur- strönd Bandaríkjanna og á endanum alla leið til New York í austri og víðar um heim. Þetta var sumar sem enginn sem upplifði gleymdi eða mun nokk- urn tíma gleyma og við hin erum enn að tala um – 55 árum síðar. Margir voru kallaðir á sviði tón- listarinnar enda gróskan í sýrurokk- inu mikil og mönnum lá meira en nokkru sinni á hjarta. Á engan er þó líklega hallað þó fullyrt sé að eitt lag standi upp úr – A Whiter Shade of Pale með breska proggbandinu Pro- col Harum. Það var sem talað inn í þennan tíðaranda og smaug á leifturhraða inn að beini. Allt í lagi, Bítlavinir, St. Pepper’s var plata þessa árs en A Whiter Shade of Pale lagið. Við ættum að geta sæst á það! Lagið kom út 12. maí 1967 og varð langvinsælasta lag Procol Harum og raunar eitt vinælasta lag sögunnar; A Whiter Shade of Pale hefur selst í yfir tíu milljónum eintaka á heims- vísu og verið endurgert af yfir eitt þúsund öðrum listamönnum, svo vit- að sé. Árið 2004 hlaut lagið viður- kenningu sem mest spilaða lagið í bresku útvarpi næstu sjö áratugina á undan. Já, við erum að tala um réttnefnda rokkklassík. Söngvarinn sem flutti lagið og samdi það ásamt öðrum, Gary Brooker, lést á dögunum, 76 ára að aldri eftir snerru við krabbamein. Kannski ekki þekktasta nafnið í bransanum enda var víða talað um „söngvara Procol Harum“ í andláts- fréttum en áhrif og arfleifð Brookers eru eigi að síður ótvíræð í rokksög- unni. Þó ekki nema væri fyrir þenn- an risasmell sem hver kynslóðin af annarri tekur opnum örmum. Blúsuð og seiðandi röddin og trega- fullur og melankólískur söngstíll Brookers féllu eins og flís við rass að A Whiter Shade of Pale sem annars var borið uppi af áleitnu orgelstefi. Brooker sagði á sinni tíð að hann hefði samið lagið undir sterkum áhrifum frá meistara Jóhanni Sebastian Bach, nánar tiltekið túlkun Jacques Lous- siers á Air sem finna má í svítu nr. 3 í D-dúr BWV 1069. Brooker hafði heyrt verkið leikið undir vindlaauglýs- ingu í sjónvarpinu og þótti mikið til þess koma þegar roskinn píanókenn- ari kveikir sér í voldugum vindli og blæs reyknum tignarlega frá sér. „Þá varð allt eitursvalt,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir honum. Tapaði dómsmáli Upphaflega kom fram að Brooker hefði samið lagið einn og óstuddur við texta Keiths Reids en hammond- orgelleikari Procol Harum, Matthew Fisher, höfðaði mál tæpum 40 árum síðar og krafðist þess að vera skráður meðhöfundur. Hann hafði erindi sem erfiði og var dæmd 40% hlutdeild í stefgjöldunum en þó aðeins frá og með árinu 2006. A Whiter Shade of Pale kom sér makindalega fyrir á toppi ástralska, kanadíska og breska vinsældalistans, þar sem það sat í sex vikur, og náði hæst í fimmta sæti í Bandaríkjunum, þrátt fyrir lágmarkslobbíisma. Það var langstærsti smellur Procol Har- um og eina topplag bandsins. Brooker var hrærður yfir vinsæld- um lagsins. „Því fer víðsfjarri að ég hafi ímyndað mér þetta þegar ég samdi lagið og gerði þessa goðsagna- kenndu upptöku með Procol Harum fyrir öllum þessum árum,“ hefur AFP- fréttaveitan eftir honum. „Alla tónlist- armenn og söngvara dreymir um að teygja sig út til fjöldans, þannig að það hefur djúpstæða merkingu fyrir mig að lagið hafi náð þessum vinsældum og höfði enn þá sterkt til fólks í dag.“ Textinn þykir um margt óræður og hafa margir sökkt sér niður í hann gegnum árin. Fyrir liggur að Reid fékk hugmyndina í samkvæmi þar sem sagt við konu nokkra: „You’ve turned a whiter shade of pale“. Í bók sinni Procol Harum: Beyond the Pale heldur rithöfundurinn Claes Johan- sen því fram að textinn fjalli um sam- skipti karls og konu sem ljúki með kynferðislegri athöfn. Fleiri hafa tek- ið undir þetta og bætt við að víma og jafnvel einhver bolabrögð komi við sögu. Sjálfur hafnaði Reid því í viðtali við tímaritið Uncut árið 2008. Hann hafi aðeins verið að draga upp mynd af sambandi karls og konu. „Vera má að senan sem ég lýsi virðist smánar- leg. En ég var of ungur til að hafa upplifað neitt slíkt á þessum tíma. Ég gæti hafa verið að reykja þegar ég fékk hugmyndina en ekki þegar ég skrifaði textann. Ég var undir áhrif- um bóka en ekki fíkniefna.“ Fyrsta breiðskífa Procol Harum kom út haustið 1967 og A Whiter Shade of Pale var hvergi að finna á bresku útgáfunni en hins vegar þeirri sem gerð var fyrir Bandaríkjamarkað. Procol Harum lagði upp laupana 1977 en kom aftur saman 1991. Sein- ustu tónleikar bandsins fóru fram rétt áður en heimsfaraldurinn brast á. Brooker var alla tíð þungamiðja bandsins sem gekk gegnum miklar mannabreytingar um tíðina. Missti föður sinn ungur Gary Brooker fæddist í Lundúnum 29. maí 1945. Faðir hans var tónlist- armaður og lærði Brooker ungur að leika á píanó og fleiri hljóðfæri. Hann ólst upp við gott atlæti fyrstu árin en þegar hann var aðeins 11 ára dró ský fyrir sólu; faðir hans varð bráðkvaddur. Það þýddi að móðir hans þurfti að leggja meira á sig til að ná endum saman og Brooker sjálfur að taka að sér blaðburð. Hann hóf háskólanám í dýra- og grasafræði en lauk ekki prófi, heldur sneri sér alfarið að tónlistinni. Brook- er lét fyrst að sér kveða með bítband- inu The Paramounts snemma á sjö- unda áratugnum sem meðal annars kom fram með The Rolling Stones. Procol Harum varð til árið 1966 en Brooker stofnaði bandið ásamt félaga sínum, fyrrnefndum Keith Reid. Síðar starfaði Brooker með mörg- um málsmetandi tónlistarmönnum. Hann lék, söng og samdi fyrir hljóm- sveit Erics Claptons og vann með Bill Wyman úr The Rolling Stones. Þá túraði hann með bandinu hans Ringos Starrs og lagði bæði Paul McCartney og George Harrison lið í einherjaverkefnum þeirra. Eiginkona Brookers til áratuga var hin svissneska Françoise Riedo en þau kynntust meðan hún var au pair í Bretlandi. Þeim varð ekki barna auðið. … að skugga skaltu aftur verða Gary Brooker, söngvari breska proggbandsins Procol Harum, lést á dögunum, 76 ára að aldri. Hans er fyrst og síðast minnst fyrir einn af erkismellum rokk- sögunnar, A Whiter Shade of Pale. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Smáskífa A Whiter Shade of Pale. ’ Því fer víðsfjarri að ég hafi ímyndað mér þetta þegar ég samdi lag- ið og gerði þessa goð- sagnakenndu upptöku með Procol Harum fyrir öllum þessum árum. AFP Gary Brooker naut virð- ingar í bransanum og vann með mörgum goðsögnum. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022 MINNING Miklu meira, en bara ódýrt Hálkubroddar 895 Snjósköfur Verð frá kr. 1.495 Bílrúðu- sköfur Verð frá kr. 395 Rassaþotur 495 Dráttartóg 2tonn 4m 2.485 Rúðuvökvi 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn 4(,#$!-# /.# 6$;7% 1&*# /.# 6$;759"% .2)# /.# ;"$;7% *),# /.# ;:$;8 Startkaplar frá2.985 3,0'*/'<)+ Verð frá kr. 1.985

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.