Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022 LESBÓK FRUMLEIKI Leikkonan Isla Fisher segir ferska vinda blása í nýju sjónvarpsþáttunum sem hún leikur í, Wolf Like Me, eða Úlfur eins og ég. „Við erum vön að sjá gamanmyndir, þar sem aðeins er fjallað um það jákvæða sem gerist þegar fólk er að bindast böndum. Þess vegna er þetta frumlegt. Ástin er ógnvekjandi! Um leið og maður gefur einhverjum hjarta sitt og öfugt stendur maður auðvitað á berangri. Í þess- um þáttum er sjónum meira beint að ást sem lituð er skömm og ótta,“ segir Fisher við breska blaðið Indep- endent. Hún kveðst hafa haft yndi af því að leika hlut- verk sitt í þáttunum, Mary, enda séu þær algjörar and- stæður. „Ég elska fólk og blanda geði hvenær sem færi gefst til. Mary er á hinum enda skalans, henni finnst hún óörugg innan um fólk.“ Ástin er ógnvekjandi! Isla Fisher er félagslynd að upplagi. AFP HEILSA Jeff Waters, gítarleikari og söngv- ari kanadíska þrassbandsins Annihilator, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Í apríl 2020 fárveiktist hann af Covid-19, var lagður inn á sjúkrahús en rétt slapp við önd- unarvél, að því er hann upplýsir í viðtali við Belgian Jasper. „Það tók mig sex mánuði að endurheimta lungun,“ segir hann. Waters var rétt að ná sér aftur þegar hann kvið- slitnaði og þurfti í uppskurð. Hann var varla orðinn góður af því meini þegar nýrnasteinar skutu upp kollinum. Svæsið tilvik. Hann hef- ur nú loks endurheimt fyrri styrk gegnum heilsubótargöngur og bætt mataræði. Sex mánuði að endurheimta lungun Jeff Waters er á besta aldri, nýorðinn 56 ára. Wikimedia Dua Lipa er margt til lista lagt. Hlaðvarp Lipa mælist vel fyrir HÆFILEIKAR Bresku söngkon- unni og fyrirsætunni Dua Lipa virð- ist margt til lista lagt en nýtt hlað- varp hennar, At Your Service, fær lofsamlega umsögn í breska blaðinu The Guardian. „Þurfum við virkilega enn eitt hlaðvarpið frá fræga fólkinu?“ spyr gagnrýnandi blaðsins og svarar sjálfum sér: „Já, ef við erum að tala um Dua Lipa.“ Gagnrýnandinn segir Lipa fara á dýptina og spyrja áleitinna spurn- inga í stað þess að blaðra út í eitt um sjálfa sig og ekki neitt, eins og svo margar starfssystur hennar og -bræður gera í slíkum þáttum. „Þarna fáum við úthugsuð viðtöl og Lipa hefur ósvikna hæfileika sem spyrill,“ segir gagnrýnandinn. F yrir fáeinum vikum hafði ég aldrei heyrt nafnið Hamish Linklater – sem er eftir á að hyggja klár skerðing á lífsgæðum mínum enda nafnið alveg ofboðslega hljómmikið og gott. Þetta er sumsé bandarískur kvikmynda- og sjón- varpsleikari sem skaut upp kollinum á skjánum hjá mér í dramaþáttunum Tell Me Your Secrets frá árinu 2021 sem ég nálgaðist á einhverri efnis- veitunni. Þar fór Linklater með hlutverk sérlundaðs raðnauðgara sem var laus úr fangelsi til reynslu eftir að hafa sannfært þar til bær yfirvöld um að sér væri „batnað“. Líklega best að hafa ekki fleiri orð um það ef þið eruð ekki þegar búin að horfa á þessa þætti og ætlið ykkur að gera það í náinni framtíð. En okkar mað- ur stendur sig prýðilega þarna. Svo mikið dirfist ég að upplýsa. Ég var ekki fyrr búinn að klára Tell Me Your Secrets þegar Link- later birtist mér í öðru verki í sjón- varpi; kvikmyndinni Paper Year. Þar leikur hann sjálfumglaðan hand- rits- og textahöfund (og vonnabí leikskáld) sem daðrar/reynir við flest sem hreyfist og snýr tilveru aðalsöguhetjunnar á hvolf. Best að hafa ekki mörg orð um það heldur enda hægur vandi að horfa á kvik- myndir í sjónvarpinu löngu eftir að þær hafa verið sýndar og þið eigið mögulega eftir að nýta ykkur það. Ekki er upp á hana logið, tæknina sem við búum við í þessum heimi. Í Tell Me Your Secrets leikur Linklater á móti bandarísku leik- konunni Lily Rabe en svo skemmti- lega vill til að þau eru í raun og veru hjón og hafa verið í heil níu ár. Eiga saman tvær ungar dætur en fyrir átti Linklater þriðju dótturina. Hvernig í ósköpunum veit maðurinn þetta? hugsar þú nú með þér, les- andi góður, og klórar þér í höfðinu. Wikipedia maður, Wikipedia. Er það bara ég, eða heita allar ungar leikkonur í dag Lily? Við er- um með Lily James, sem bregður sér í bolinn hennar Pamelu And- erson í Pam & Tommy, og Lily Collins. Sú síðarnefnda er dóttir Phils Collins, söngvara og trymbils. Staðreynd sem hún er mér ábyggi- lega ekki þakklát fyrir að draga fram enda vill ungt listafólk upp til hópa ólmt meika’ða á sínum for- sendum – ekki vegna þess að það er dóttir eða sonur hins eða þessa. En Lily mín, þú verður að fyrirgefa mér! Ég er nefnilega kominn á þann aldur að margfalt líklegra er að ég þekki til foreldra fólks sem er í umræðunni eða hreinlega langfor- eldra þeirra. Það er bara þannig, eins og þeir segja á öldum ljósvak- ans. Þess má geta að Lily James heitir alls ekki Lily James, heldur Lily Chloe Ninette Thomson. Hún breytti eftirnafni sínu þegar hún komst að því sér til armæðu að þeg- ar var til leikkona að nafni Lily Thomson. Hversu margir þekkja Hamish og Liljurnar Bandaríski leikarinn Hamish Linklater kom skyndilega inn í líf mitt á dögunum. Ekki seinna vænna enda maðurinn kominn á miðjan aldur og búinn að vera í bransanum frá aldamótum. Hér skal hermt af ævi hans og störfum. Eða ekki. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Eve Hewson er á upp- leið enda þótt hún heiti ekki Lily. Hver er pabbi hennar? Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.