Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Blaðsíða 29
hana? James er ekki út í loftið en það var skírnarnafn föður hennar sem lést úr krabbameini árið 2008, þegar Lily var aðeins 19 ára. James Thomson var tónlistarmaður en ekki heimsfrægur né heldur móðir Lilyj- ar, leikkonan Ninette Mantle. Amma Lilyjar var hins vegar bærilega þekkt á sama starfsvett- vangi, Helen Horton hét hún. Hún vann einkum í leikhúsi og tók til að mynda við af Vivien Leigh sem Blanche í Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams þegar sýn- ingum lauk í Lundúnum og skónum var stefnt út á land. Þegar Leigh var einhverju sinni spurð um þetta svar- aði hún lítið eitt undrandi: „Það tek- ur enginn við af mér, vinan. Þegar ég hætti í sýningu er henni lokið.“ Rosaleg kona, Vivien Leigh. Og hún var sannarlega bresk enda þótt flestir tengi hana við bandarískar bíómyndir, á Hverfanda hveli og téð- an Sporvagninn Girnd. Dóttir hvers? En aftur til nútíðar. Ein leikkona sem heitir alls ekki Lily er Eve Hewson sem leikur á móti Linklater í Paper Year. Ekki einu sinni að millinafni en hún var vatni ausin á Írlandi fyrir þremur áratugum og nefnd Memphis Eve Sunny Day Hewson. Sem er reyndar stóreflis nafn og velgir Hamish Linklater jafnvel undir uggum. Og hver skyldi eiga hana? Nú rétta ugglaust margir lesendur upp hönd og hrópa Bob Geldof! Bob Geldof! Það er gott gisk hjá ykkur, hann er Íri og á ofboðs- lega margar dætur sem heita of- boðslega undarlegum nöfnum, en samt ekki nægilega rökrétt. Eftir- nafn Evunnar okkar er nefnilega ekki Geldof. Heldur Hewson. Það hefur þegar komið fram og ekki ætla mér það vit að bjóða ykkur upp á einhverjar brelluspurningar. Hver er þetta þá? Hann er sannarlega kollegi Geldofs, sumsé tónlistarmaður og söngvari. Hew- son? hugsið þið nú. Hvaða írski söngvari er Hewson? Hér er vís- bending: Hann hefur ekki notað það nafn né heldur skírnarnafn sitt síðan hann var unglingur, alltént ekki opinberlega, og er í hljómsveit sem á margfalt fleiri smelli en Boomtown Rats. Þar erum við eiginlega bara að tala um I Don’t Like Mondays. Sem er reyndar algjör negla. En aftur að getrauninni okkar og haldiði að það sé ekki bara komið bingó í sal! Bono. Bono. Bono. Eve Hewson er að sönnu dóttir Bonos eða Pauls Davids Hewsons, eins og móðir hans vildi láta kalla hann. Fyrst við erum svona létt á því verð- ur hér gefið aukastig ef þið vitið hvað félagi Bonos í U2, The Edge, var skírður. O, sei, sei, já. David Ho- well Evans. Þeir félagar eru því í reynd nafnar, heita báðir Davíð. Hvet ykkur til að slá um ykkur með þeirri vitneskju við fyrsta tækifæri, til dæmis í páskaboðinu hjá Stínu frænku. „Hvað segirðu, Stína mín? Ertu búin að heyra nýja lagið frá þeim nöfnum Bono og The Edge?“ Hafið símann endilega á lofti til að ljósmynda svipinn á Stínu! En jæja, er þetta nú ekki orðið gott af ADHD? Við erum jú að fjalla hér um Hamish Linklater í þessari grein, ekki satt? Hver veit hins veg- ar nema hann sé grjótharður U2- aðdáandi, tilbiðji Vivien Leigh og hafi hreint ekkert á móti þessum út- úrdúrum öllum. Við því fáum við ekki svar, alltént ekki hér enda er plássið víst á þrot- um. Dálksentimetrar í blöðum vaxa því miður ekki á trjánum. Nánari greining á ævi og störfum Hamish Linklaters bíður því betri tíma. En við erum alla vega búin að lilja okkur hressilega upp. Það dugar í bili. Lily James er ein af Liljum skjásins. Því miður var ekki pláss fyrir mynd af Hamish Linklater. AFP Vivien Leigh með Óskarinn fyrir Á hverf- anda hveli. AFP 27.2. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 HEILSA Gítarleikarinn Nasty Sui- cide, eða Gróft Sjálfsvíg, sem þekktastur er fyrir veru sína í rokkbandinu Hanoi Rocks, upplýsir í samtali við finnska miðilinn Cha- oszine að barátta sín við krabba- mein í blöðruhálskirtli gangi vel. Suicide hefur nú lokið lyfjameðferð og verður í geislum út mars til að freista þess að vinna á meininu. „Mér líður bara vel,“ segir Suicide en von er á fyrstu plötu nýs bands sem hann stofnaði og ber upp- runalegt eftirnafn hans, Stenfors. Gróft Sjálfsvíg með krabbamein Nasty Suicide (t.h.) ásamt Michael Monroe úr Hanoi Rocks. Facebook BÓKSALA 16.-22. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Bara móðir Roy Jacobsen 2 Vargar í véum Hans Rosenfeldt 3 Föli skúrkurinn Philip Kerr 4 Þetta gæti breytt öllu Jill Mansell 5 Tsjernobyl-bænin Svetlana Aleksíevítsj 6 Merking Fríða Ísberg 7 Akam, ég og Annika Þórunn Rakel Gylfadóttir 8 Goðheimar 11 – ráðgátan um skáldamöðinn Peter Madsen 9 Lengsta nóttin Ann Cleeves 10 Salka – tölvuheimurinn Bjarni Fritzson 1 Goðheimar 11 – ráðgátan um skáldamöðinn Peter Madsen 2 Salka – tölvuheimurinn Bjarni Fritzson 3 Fagurt galaði fuglinn sá Helgi Jónsson/Anna Margrét Marinósdóttir 4 Spiderman – þrautabók Walt Disney 5 Skarði er ekki syfjaður 6 Raya og síðasti drekinn 7 Orri óstöðvandi – kapp- hlaupið um silfur Egils Bjarni Fritzson 8 Dagbók Kidda klaufa 15 Á bólakafi Jeff Kinney 9 Sveitahljóð – bók með hljóði 10 Hjartað mitt Jo Witek/Christine Roussey Allar bækur Barnabækur Að stinga niður penna um nokkra bókatitla er nánast ómögulegt verkefni fyrir bókaorma. Mér fall- ast hendur. Ég er bókaormur, í fjölskyldu bókaorma og ég var alltaf með nefið ofan í bók. Góðu fréttirnar fyrir þennan pistil eru að efnið takmarkar sig sjálft við það að í dag les ég vandræðalega lítið. Já, það komst upp um mig. Tíminn til lestrar virðist fara minnkandi með hverju árinu vegna vinnu, barneigna og öllu því sem manns eigin söguþráður hef- ur upp á að bjóða. Það eru nú samt alltaf ein- hverjar bækur í lestri á náttborð- inu. Náttborð fólks geta nefn- inlega verið hin skemmtilegasta skyndimynd af lífi þeirra. Hjá mér liggja nokkrar ný- lega kláraðar bæk- ur, allt of margar hálfnaðar bækur, bækur til að glugga í, vinnutengt efni, barnabækur, snuð og Airpods. Airpods standa fyrir hljóðbækur og hlaðvörp. Hljóðbækur eru ákveðið svar við tímaleysinu og ég kann alltaf betur og betur að meta þann möguleika að geta stillt hraðann eftir áhuga, efni og athygli. Ég mæli t.d. eindregið með því að hlusta á mjög áhugaverða ævisögu Arnolds Schwarzeneggers lesna af höfundi á tvöföldum hraða. Ann- ars var ég að byrja á Putin’s People: How the KGB Took Back Russia and Then eftir Catherine Belton og hún er frábær. Í nýlega kláraða bunkanum eru bækurnar Invisible Women, Ex- posing data bias in a world design- ed for men eftir Caroline Criado Perez sem vekur umhugsun og Rauði þráðurinn eftir Ögmund Jónasson sem ég hafði ótrúlega gaman af. The pandemic century, a history of global contagion from the Spanish flu to Covid-19 eftir Mark Honigsbaum er í vinnslu en mér til varnar er letrið mjög smátt. Meðal barnabókanna má finna klassíkina Gagn og gaman sem óþreyjufullt og greinilega afskipt þriðja barn er að nota til að kenna sjálfu sér að lesa, Palla Playstation eftir Gunnar Helgason og nokkr- ar vel valdar úr hin- um skemmtilega Ljósaseríuklúbbi. Að lokum er við hæfi að nefna nokkrar bækur sem hafa haft djúpstæð áhrif á mig á einhverjum tímapunkti. Uppvöxtur Litla trés eftir Forrest Carter í þýðingu Gyrðis Elíassonar, sjálfsævisaga Helen Keller The story of my life, The old man and the sea eftir Ernest Hemingway og Úr dag- bókum skurðlæknis eftir James Harpole sem var gefin út árið 1941 í íslenskri þýðingu Gunn- laugs Claessen. Þessi síðasta ásamt öðrum gömlum lækningabókum átti þátt í því að ég ætlaði að verða líkkryfj- ari þegar ég yrði stór. Það hefur vafalaust valdið einhverjum áhyggjum en líkkryfjaradraum- urinn tók við af því að vilja verða töfralæknir frumbyggja í N- Ameríku svo kannski varð ein- hverjum létt. Ég endaði á því að verða bara læknir. GUÐRÚN ÁSA BJÖRNSDÓTTIR ER AÐ LESA Skyndimynd af lífinu Guðrún Ása Björnsdóttir er læknir og bókaormur. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.