Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
08.25 Danspartý með Skoppu
og Skrítlu
08.40 Gus, the Itsy Bitsy
Knight
08.50 Monsurnar
09.05 Mæja býfluga
09.15 Tappi mús
09.25 Adda klóka
09.45 Lína langsokkur
10.10 Denver síðasta risaeðl-
an
10.25 It’s Pony
10.45 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
11.10 K3
11.20 Are You Afraid of the
Dark?
12.05 Simpson-fjölskyldan
12.25 Nágrannar
14.15 Um land allt
14.50 Grand Designs
15.35 American Dad
16.00 The Masked Singer
17.05 Krakkakviss
17.45 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.45 Sportpakkinn
18.55 Ísland í dag
19.10 Blindur bakstur
19.45 Fires
20.40 Hollington Drive
21.30 Leonardo
22.25 Dröm
22.55 Heimilisofbeldi
23.30 Euphoria
00.25 Tell Me Your Secrets
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Himinlifandi – Reykt
súpa
20.00 Himinlifandi (e) –
Reykt súpa
20.30 Bakvið tjöldin
20.30 Bakvið tjöldin (e)
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
18.30 Mannamál (e)
19.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
19.30 Bókahornið (e)
20.00 Matur og heimili (e)
Endurt. allan sólarhr.
13.20 Top Chef
14.05 The Bachelor
15.35 Survivor
16.20 Black-ish
16.55 The King of Queens
17.15 Everybody Loves
Raymond
17.40 Gordon Ramsay’s 24
Hours to Hell and Back
18.25 Morð í norðri
19.10 The Block
20.30 Venjulegt fólk
21.05 Law and Order: Org-
anized Crime
21.55 Godfather of Harlem
22.55 Spy City
23.40 Dexter
00.30 FBI: International
01.20 Looking for Alaska
02.10 Mayans M.C.
03.10 Tónlist
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.03 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Sel-
tjarnarneskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Skál-
holt V.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Á verkstæði bókmennt-
anna.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Rimbaud og sýnd-
arveruleikinn.
20.50 Heimskviður.
21.30 Áður fyrr á árum.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tölukubbar
07.21 Kúlugúbbarnir
07.44 Robbi og Skrímsli
08.06 Hvolpasveitin
08.28 Ronja ræningjadóttir
08.52 Skotti og Fló
08.59 Unnar og vinur
09.22 Múmínálfarnir
09.44 Grettir
09.56 Eldhugar – Delia Akeley
– landkönnuður
10.00 Reikningur
10.15 Ferðastiklur
11.00 Silfrið
12.10 Söngvakeppnin 2022
13.30 Hundalíf
13.40 Okkar á milli
14.10 Matur með Kiru
14.40 Leiðangur til nýrrar
jarðar – Fyrri hluti
15.30 Á móti straumnum –
Mathias er ljótur
16.00 Bikarmót í hópfim-
leikum
17.45 Grænmeti í sviðsljósinu
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Menningarvikan
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Landinn
20.15 Hljómskálinn
20.50 5 konur – 400 ár
21.40 Konunglegt leyndarmál
22.30 Gómorra
23.25 Kvíðakast
01.00 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Ásgeir Páll Ásgeirsson
fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera
vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við
félag hljómplötuframleiðenda.
Nýgifti faðirinn Björn
Grétar segir töluvert létt-
ara að starfa sem flug-
umferðarstjóri og stýra
flugumferð yfir Akureyri
en að ala upp börn. Hann
ræddi um erfiðleikana
sem fylgja því krefjandi
hlutverki að vera foreldri
í Ísland vaknar á K100 en
hann heldur úti
instagramsíðunni Pabbalífið og færir hlustendum
vikuleg „pabbaráð“ á K100.
„Elsku vinir, við fengum Covid og njálg á heimilið á
sama tíma. Það var Bingó!“ sagði Björn en hægt er að
hlusta á viðtalið við hann í heild á K100.is.
Njálgur og Covid á sama
tíma: „Þetta er það sem
ég kalla smáa letrið“
Þ
að eru alveg til betri hug-
myndir en að horfa á mynd
um flugslys um borð í flugvél.
Það gerði undirrituð í vikunni þegar
flogið var frá Barcelona til Keflavíkur
í mikilli ókyrrð og svo miklum mót-
vindi að flugið lengdist um einn og
hálfan tíma. Þar sem ég sat þarna
klesst úti í horni, nánar tiltekið í
gluggasæti, reyndi ég að stytta mér
stundirnar í hristingnum við að horfa
á Netflix-þætti sem ég hafði áður
hlaðið niður. Einn þeirra var heimild-
armyndin Downfall: The case against
Boeing, stórmerkileg mynd um Bo-
eing MAX-vélarnar og hvað olli
tveimur flugslysum með aðeins fimm
mánaða millibili. Vélarnar voru báðar
glænýjar en í slysunum fórust alls
346 manns.
Fyrra slysið varð 29. október, 2018
en þá fórst flug 610 hjá Lion Air
stuttu eftir flugtak frá Jakarta í
Indónesíu. Vélin steyptist í sjóinn og
með henni 189 manns. Fljótlega fór
að bera á efasemdum um flugöryggi
flugfélagsins og hæfni flugmannanna
hjá þessu indónesíska lágfjargjalda-
flugfélagi. Fáum datt í hug að skella
skuldinni á hina glænýju Boeing 737
MAX. Boeing var jú virt fyrirtæki
með óflekkað „mannorð“ og þekkt
fyrir að setja öryggið á oddinn. Nokk-
uð sem skiptir okkur öll máli sem
fljúgum!
Fimm mánuðum síðar, 10. mars ár-
ið 2019, féll önnur Max-vél til jarðar,
nú í Eþíópíu. Í því slysi fórust 157 sál-
ir. Nú fóru að renna tvær grímur á
fólk og ljóst var að þetta gat ekki ver-
ið tilviljunin ein. Boeing MAx-vélar
voru nú kyrrsettar þar til rannsókn
yrði lokið, en efasemdarmenn höfðu
strax farið fram á kyrrsetningu vél-
anna eftir fyrra slysið. Boeing-
fyrirtækið hélt því statt og stöðugt
fram að ekkert væri að vélunum, en
annað átti eftir að koma á daginn. Er
það rakið í heimildamyndinni en þar
er einnig rætt við fjölskyldur fórnar-
lamba slysanna; eiginkonu flugmanns
fyrri vélarinnar og föður ungrar konu
sem lést í seinna slysinu.
Það kom svo í ljós að ástæða
slysanna var gölluð hönnun nýs kerfis
sem kallast MCAS. Í stuttu máli átti
kerfið að koma í veg fyrir ofris með
því að beina nefi vélarinnar niður ef
slík hætta virtist steðja að. Var þá í
raun valdið tekið af flugmanninum;
vélin rétti sig af ef hætta var fyrir
hendi. Það sem gerist í þessum
tveimur tilvikum var að það kom
villumelding og vélin steypti sér niður
þótt engin hætta hafi verið á ofrisi.
Flugmenn beggja véla reyndu í of-
boði að rífa vélina upp, án árangurs.
Þeir höfðu ekki fengið neina þjálfun í
að bregðast við í slíkum aðstæðum
því fyrirtækið tímdi ekki að senda
alla flugmenn í þjálfun eftir að nýju
MAX-vélarnar fóru á markað. Í til-
vikum þar sem kerfið sendi slíkar
falsmeldingar höfðu flugmennirnir
tíu sekúndur til að bregðast við og
slökkva á kerfinu. Tíu sekúndur til að
slökkva á kerfi sem þeir vissu varla
að væri til staðar, hvað þá að þeir
kynnu á það.
Því fór sem fór; græðgi stórfyrir-
tækis sem spara vildi þjálfunar-
kostnað flugmanna kostaði 346
manns lífið; konur, menn og börn.
Blaðamaður var afar feginn að
lenda í Keflavík þrátt fyrir aftaka-
veður, slyddu og hífandi rok. Sólin á
Spáni varð fljótt fjarlæg minning en
heimildarmyndin sat í mér. Mæli al-
gjörlega með að horfa. En kannski
betra að gera það á jörðu niðri.
Flugmenn réðu ekki við
neitt þegar villumelding
tók af þeim öll völd.
Ljósmynd/Netflix
FALL FLUGVELDIS
Tíu sekúndur
til dauða
Líkkistur fórnarlamba fluglyssins í Eþíópíu voru til sýnis í athöfn í Addis Ababa
eftir að Boeing 737 MAX steyptist til jarðar með 157 manns um borð.
AFP
Flugslysum Boeing 737 MAX-véla hefði mátt af-
stýra. Heimildarmynd varpar ljósi á harmleikinn.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is