Morgunblaðið - 03.03.2022, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2022
V
iðskipti með fasteignir í
Hafnarfirði að undanförnu
hafa verið með líflegu móti:
jafnt sérbýli sem eignir í
fjölbýlishúsum. Þetta segir Eirík-
ur Svanur Sigfússon, lögg. fast-
eignasali og eigandi Áss fast-
eignasölu. Heilt yfir er salan jöfn
og engin ákveðin hverfi skera sig.
Þó kemur Skarðshlíðarhverfið
mjög sterkt inn nú, bæði nýjar
eignir og þær sem eru í endursölu.
Þá er mikill áhugi fyrir Hamra-
neshverfinu sem nú er í byggingu.
„Að undanförnu hefur verið tal-
að um að markaðurinn sé að róast
vegna færri viðskipta í saman-
burði við mánuðina á undan, þó í
sögulegu samhengi séu viðskiptin
mikil. Ástæðan fyrir fækkun við-
skipta er án vafa skortur á fram-
boði undanfarið,“ segir Eiríkur
Svanur.
„Í janúar gengu í gegn og var
þinglýst alls 531 kaupsamningi
vegna íbúðarhúsnæðis á höfuð-
borgarsvæðinu. Slíkt er ágæt sala
á flestan mælikvarða enda annar
stærsti janúarmánuður frá upphafi
mælinga. Sá stærsti var janúar
2021,“ segir Eiríkur. Hann leggur
áherslu á mikilvægi þess að fólk
fylgist vel með eignum sem koma í
sölu og sé vel undirbúið þegar
kauptilboð eru gerð. Nú sé al-
gengt að eignir séu ekki nema
kannski örfáa daga á skrá og séu
þá seldar. Við þessar aðstæður eru
yfirboð á ásett verð algeng.
Heilt yfir, segir Eiríkur, að fast-
eignaverð til dæmis í Reykjavík og
í Hafnarfirði sé nú orðið jafnara
en oft áður, þegar sambærileg
hverfi séu borin saman.
Fjórðungshækkun í hverfi 221
„Samkvæmt úttekt Húsnæðis-
og mannvirkjastofnunar hækkaði
verð eigna í hverfi í 221 Hafnar-
firði næstmest á landinu árið 2021
eða rétt um 26%. Þá hækkuðu
hverfi í 220 Hafnarfirði um 22%
sem er fimmta mesta hækkun á
landinu. Á sama tíma voru hverfi í
miðbænum í Reykjavík flest að
hækka um 15-18%. Slíkt rennir
stoðum undir það að verð sé nú
jafnara milli staða, það er Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar,“ segir Ei-
ríkur.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Horft úr Setbergshverfi til suðvesturs. Hafnarfjörður er eftirsóttur til bú-
setu eins og vel sést á fasteignamarkaði um þessar mundir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ágæta sala, segir Eiríkur Svanur
Sigfússon, fasteignasali hjá Ási.
Hafnarfjörður hækkar í verði
Fasteignamarkaðurinn í
bænum er líflegur.
Skarðshlíð og Hamra-
nes vinsæl svæði. Á pari
við Reykjavík.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
U
nnið er um þessar mundir að
fyrstu drögum að nýrri bygg-
ingu fyrir Tækniskólann, sem
til stendur að reisa í Hafn-
arfirði. Síðustu ár hefur verið unnið
að því að koma Tækniskólanum á
einn stað, en nú er starfsemin á fimm
stöðum í alls níu byggingum sem
telja yfir 27.000 fermetra og eru í
Reykjavík og Hafnarfirði. Í und-
irbúningsstarfi hafa sérfræðingar
verkfræðistofunnar Eflu, KPMG og
hollenski arkitektinn Harry Abels
komið að málinu. Vendipunktur í
málinu var viljayfirlýsing milli
Tækniskólans, fjármálaráðuneytis,
menntamálaráðuneytis og Hafnar-
fjarðarbæjar sem undirrituð var í
júní í fyrra.
Skólahúsið nýja verður við suður-
höfnina í Hafnarfirði, en sá staður
varð fyrir valinu eftir ítarlega grein-
ingu fjölmargra staða og valkosta.
„Núverandi byggingar skólans eru
flestar börn síns tíma. Þær eru að
mörgu leyti mjög óhentugar þegar
kemur að verk- og tækninámi nú-
tímans, byggingarnar bjóða upp á
takmarkaðan sveigjanleika til breyt-
inga og það fylgir því eðlilega óhag-
ræði að reka skóla á fimm stöðum,“
segir Hildur Ingvarsdóttir skóla-
meistari Tækniskólans.
Í dag eru um 3.000 nemendur við
Tækiskólann þar sem kenndar eru
ýmsar iðn- og verkgreinar – sem og
skipstjórn og véltækni. Alls eru um
2.200 nemendur í námi í dagskóla,
auk töluverðs fjölda sem er í kvöld-
og helgarnámi - eða nemur yfir netið.
Gert er ráð fyrir að í Hafnarfirði
verði reist um 30.000 fermetra bygg-
ing á 3-4 hæðum sem geti hýst allt að
3.000 nemendur í dagskóla. Þá er
lagt upp með að hægt verði að byggja
við í framtíðinni. Unnið er eftir hug-
myndafræði um skólastræti sem er
opið og bjart og tengir mismunandi
faggreinar og nám saman.
Fyrsta flokks aðstaða
„Með nýju skólahúsnæði verður
hægt að taka á móti fleiri nemendum
og bjóða þeim og starfsfólki fyrsta
flokks aðstöðu og aðbúnað. Einnig
verður hugsað fyrir því að mæta ung-
um nemendum sem eru að koma
beint úr grunnskóla betur. Þá horf-
um við ekki síst til félagslífs og skóla-
samfélags,“ segir Hildur Ingvars-
dóttir. „Þá verður í húsinu nýja
framúrskarandi umhverfi til nýsköp-
unar og þróunar í samvinnu við nær-
samfélag og bæjarbúa. Stefnt er að
því að húsið verði ekki einvörðungu
opið nemendum heldur geti nýst
samfélaginu og er til dæmis gert ráð
fyrir góðum fyrirlestrarsal, góðu
bókasafni og fleiru sem verði sam-
félaginu í Hafnarfirði aðgengilegt.“
Ný skólabygging
nýtist bæjarbúum
Tækniskólinn fer í Hafnarfjörð. Nýtt hús í hönnun.
30.000 fermetra bygging á 3-4 hæðum fyrir allt að
3.000 nemendur í dagskóla
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umhverfi nýsköpunar, segir Hildur
Ingvarsdóttir skólameistari.
Svona sjá hönnuðuðir fyrir sér að innra rými nýbyggingar Tækniskólans
verði. Hátt verður til lofs, vítt til veggja og tækifærin endalaus.
Vegagerðin áformar í ár að bjóða
breikkun Reykjanesbrautar, frá
Krýsvíkurvegi rétt sunnan við Hafn-
arfjörð að enda fjögurra akreina
brautarinnar á Hrauni vestan
Straumsvíkur. Lengd vegarkaflans
er um 5,6 km.
Áformað er að breikka veginn í
2+2 aðskildar akreinar, breyta mis-
lægum vegamótum við álverið í
Straumsvík, útbúa veg að Álhellu og
vegtengingu að Straumi. Einnig á að
byggja mislæg vegamót við Rauða-
mel og útbúa tengingu að dælu- og
hreinsistöð austan Straumsvíkur. Þá
er áformað að byggja undirgöng fyr-
ir gangandi og hjólandi rétt austan
við álverið sem og plön fyrir um-
ferðareftirlit beggja megin Reykja-
nesbrautar austan við Straumsvík.
Brautin beikkuð
við Straumsvík
Fjórar akreinar. Fram-
kvæmdir við Reykjanes-
brautina hefjast senn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurbætur á Reykjanesbraut hafa
lengi staðið yfir og lýkur senn.
Kristinn
Andersen
forseti bæjarstjórnar
áfram í 2.sæti
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 3.-5. mars
Reynsla og traust -