Fréttablaðið - 30.04.2022, Page 32

Fréttablaðið - 30.04.2022, Page 32
Ég þurfti að hætta að ferðast í smá tíma. Ég nýtti þann tíma sem mér var gefinn, mjög vel. Til að einbeita mér að dýpri verkefnum. Tónlistarmaðurinn Rufus Wainwright heldur tónleika á Íslandi í lok maí. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins. Á litríkum og fjölbreyttum ferli hefur hann sent frá sér níu plötur og eftir hann liggja meðal annars óperur og aðlaganir á sonn- ettum Shakespeares. Nýjasta verkefnið er söngleikur. Ru f u s Wa inw r ig ht er staddur á heimili sínu í Montreal þar sem hann býr ásamt þýskum eigin- manni sínum, listræna stjórnandanum Jörn Weisbrodt. Hjónin eiga dótturina Vivu Kather- ine Wainwright Cohen, með Lorcu Cohen, dóttur söngvarans Leonards Cohen. Viva Katherine svarar í símann og það er ljóst frá fyrsta augnabliki að á þessu heimili hrópar fólk á hvert annað milli herbergja, á sama hátt og tíðkast gjarnan á íslenskum heimilum. Undirrituð kynnir sig og dóttirin hrópar næst á pabba sinn að einhver í símanum sé að hringja frá Íslandi. Jörn Weisbrodt svarar næstur, og kallar síðan á eiginmanninn, Rufus Wainwright, að viðtalið sé að hefjast. Fléttað inn í umhverfið „Ég hef það gott,“ svarar Rufus og bætir við að hann sé spenntur fyrir því að koma til landsins. Þetta sé vissulega í annað skiptið sem hann komi, síðast hafi hann verið hér 2008. En þessi Íslandsferð sé hins vegar einstök. „Ég hef gert sambærilega hluti áður, til dæmis á Kúbu, þar sem ég var ásamt nokkrum aðdáendum og setti upp nokkra tónleika, sem urðu þannig meira f léttaðir inn í umhverfið en ella,“ segir hann. Aðspurður hvernig tónleikar það séu, segist hann ekki hafa ákveðið það alveg. „Símtalið frá þér er upp- hafið á því ferli hjá mér,“ segir hann og skellihlær. „Takk fyrir að minna mig á það.“ Ætlar að skoða Reykjavík Rufus segist í framhaldinu ætla að hugsa málið, hvaða efni virki vel á Íslandi. „Ég mun reyna að finna ein- hver íslensk númer. Það vantar ekki góða tónlistarmenn þarna, eins og Björk og SigurRós. Þú veist. Þannig að já, takk fyrir að koma mér af stað,“ segir hann. „Þegar ég kem til Íslands ætla ég að dvelja þar í smá tíma. Ég held tvenna tónleika og svo ætla ég líka að skoða bæinn og litast aðeins um.“ Rufus segist vera mikill aðdáandi John Grant, sem hitar upp fyrir tón- leikana í Hörpu. „Ég er spenntur fyrir því að, vonandi, vinna með honum. Og fjölda íslenskra listamanna af öllu tagi.“ Einarður Garland aðdáandi Hann segir tónleikana verða sam- þætta umhverfinu. „Svo tek ég fleiri tónlistarmenn með mér, þannig að ég mun flytja mín eigin lög, lög af nýju plötunni – og Judy Garland lög. Þannig að þetta verður allt mjög sér- stakt.“ Rufus hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á bandarísku goðsögn- inni Judy Garland. Rufus does Judy at Carnegie Hall er sjötta plata, og jafnframt fyrsta tónleikaplata lista- mannsins. Platan kom út í desember 2007 og samanstendur af upptökum af minningartónleikum um leik- og söngkonuna sem haldnir voru í Carnegie Hall í júní 2006. Þakklátur fyrir frjósama þögn og hvíld í faraldrinum Rufus Wain­ wright kveðst vera mikill aðdáandi John Grant, sem hitar upp fyrir tón­ leikana í Hörpu. MYND/GETTY Nína Richter ninarichter @frettabladid.is „Í júní ætla ég að fara til New York og taka Judy Garland lög, til að heiðra hana á hundrað ára afmæl- inu,“ segir hann. Með honum eru tveir tónlistarmenn, gítarleikari og píanisti, sem hafa unnið með honum í streymistónleikum í faraldrinum. Þeir fylgi honum einnig til Íslands í maí. Heimsóknin rétt fyrir hrun Hann minnist síðustu Íslandsheim- sóknar, að hún hafi verið nálægt bankahruninu. „Þetta var rosalega skrítinn tími. Í svona átakaumhverfi eins og þarna er, með öllum jarðhit- anum. Mér fannst það viðeigandi með hliðsjón af því sem heimurinn var að fara að ganga í gegnum. En ég naut mín mjög vel.“ Rufus segist halda að Reykjavík hafi breyst mikið síðan þá, „en samt ekki,“ bætir hann við. Tekur eiginmanninn með „Ég spilaði þarna tónleika og fór svo í smá ferð um landið. Ég heimsótti Þingvelli, fyrsta þingið í heiminum og skoðaði … Geysi? Ég man aldrei hvernig maður ber það fram,“ segir hann hugsi. „En ég kynntist fólki úr SigurRós, við fórum út eitt kvöldið. Svo skellti ég mér í Bláa lónið.“ Hann segist ætla að þeir sem heimsæki Ísland í fyrsta sinn geri yfirleitt svipaða hluti. „En í ljósi þess að þetta er annað skiptið mitt, ætla ég að sjálfsögðu að taka mann- inn minn með, hann hefur aldrei komið,“ segir Rufus. „Ég hef ákveðið að kafa aðeins dýpra í þetta sinn, kynnast samfélaginu og hitta fólk, vonandi fleiri heimamenn og þann- ig,“ segir hann. Söngleikur á leiðinni Síðustu tvö ár hafa verið krefjandi fyrir tónlistarfólk og Rufus kveðst ekki hafa farið varhluta af því. Þó hafi það ekki verið alslæmt. „Fyrir utan það að ég tapaði hellingi af peningum, ég gat ekkert túrað. Og síðan heilsufarið á ákveðnum vinum og ættingjum hefur ekki verið gott, þú veist,“ segir hann og bætir við, að einnig hafi tíminn verið dásamlegur. „Ég þurfti að hætta að ferðast í smá tíma. Ég nýtti þann tíma sem mér var gefinn, mjög vel. Til að einbeita mér að dýpri verkefnum,“ segir hann. Rufus nefnir þar söngleik sem hann hefur unnið að. Einnig hafi hann byrjað að teikna mjög mikið „Og ég fór að eyða miklu meiri tíma með fjölskyldunni minni, dóttur minni og eiginmanni mínum,“ segir hann. „Ég græddi líka mikið á þessu tímabili, þó að ýmislegt í kjölfarið hafi verið afskaplega f lókið,“ segir hann og það er ljóst að honum liggur mikið á hjarta. „Öll upplýsingaóreiðan og orrustan um umhverfismálin,“ segir hann og hikar stutta stund. „Við erum að byrja ákveðið ferðalag hérna,“ segir hann. „Við þurftum þessa hvíld.“ Hann segist ekki geta tjáð sig mikið um söngleikinn á þessum tímapunkti. „Það verður formleg fréttatilkynning bráðlega. En ég hef verið að skrifa mikið fyrir leikhús.“ Rufus segir að hann vinni að söngleiknum með mjög frægum leikstjóra. „Ég hef sett allt mitt í þetta verkefni.“ Hann bætir við að hann taki ferðalag sitt inn í heim söngleikjatónlistar mjög alvarlega. Þögli hlutinn af lífinu Teikning hafi einnig komið sterk inn í heimsfaraldrinum. „Það er mér mikilvægt að teikna. Ég mynd- skreytti fjölda laga af nýju plötunni og við notuðum teikningarnar sem bakgrunn fyrir hluta af efninu.“ Rufus segist þannig hafa haldið þessum hæfileika við, og vera þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- færi til þess. „Þetta er svona þögull hluti af lífi mínu,“ segir hann og skellihlær. Rufus segir röddina hafa fengið kærkomna hvíld í faraldrinum. „Ég held að ég sé að syngja betur núna en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. Og talandi um röddina, skyndilega hefur hann upp raustina og hrópar upp fyrir sig, á einhvern heimilis- manna, að hundurinn eigi ekki að borða þetta. „Vondur, vondur!“ hrópar hann upp yfir sig. Rufus biðst afsökunar og snýr sér aftur í afslappaðan viðtalsgír. Hann spyr hvernig veðrið sé á Íslandi. Blaðamaður svarar að það sé skynsamlegt að pakka vetrarföt- um þó að það sé maí. Sérstaklega ef hann ætlar sér að ferðast. Það geti orðið kalt, sérstaklega ef hann blási. n 32 Helgin 30. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.