Fréttablaðið - 30.04.2022, Side 36

Fréttablaðið - 30.04.2022, Side 36
Það þarf ekki að skrá sig í göngurn- ar en það er gott ef fólk hakar við hvort það mætir eða ekki inni á Facebook-síðu Ferða- félags barnanna. Valgerður Húnbogadóttir Fjallagarpaverkefni fjöl- skyldunnar á vegum Ferða- félags barnanna hefst með göngu á Búrfell í Heiðmörk næsta miðvikudag. Í maí verða farnar fjórar göngur á vegum verkefnisins. sandragudrun@frettabladid.is Fjallagarpaverkefni Fjölskyldunn- ar er verkefni á vegum Ferðafélags barnanna sem er svo verkefni á vegum Ferðafélags Íslands. Göngurnar í ár eru fjórar, sú fyrsta 4. maí og sú síðasta 29. maí. Fjallagarpaverkefnið hefur það markmið að skapa skemmtilega samveru fyrir börn og fjölskyldur þeirra úti í náttúrunni og uppi á fjöllum. Verkefnið hefur verið haldið í nokkur ár en að þessu sinni stýrir Valgerður Húnboga- dóttir göngunum ásamt fjölskyldu sinni. „Við byrjum á Búrfelli og Búrfellsgjá í Hafnarfirði og svo stigmagnast göngurnar í erfið- leikastigi og enda á Akrafjalli,“ segir Valgerður, en þetta er í fyrsta sinn sem hún og fjölskylda hennar stýra ferðunum. „Næsta ganga eftir Búrfell verður á Reykjafell í Mosfellsdal, miðviku- daginn 11. maí. Svo er farið á Hatt og Hettu í Krísuvík laugardaginn 22. maí og á Akrafjall laugardaginn 29. Laugardagsgöngurnar eru lengri og akstur að upphafsstað er líka lengri. Við hugsum þær sem dagsferðir þar sem er stoppað og borðað nesti,“ útskýrir Valgerður. Hún segir mikilvægt að börnin fái að velja nestið því allar ferðir í verkefninu eru á forsendum barnanna. Ferðafélag barnanna verður einnig með sumarleyfisferðir í sumar og miðað er við að börnin hafi náð 6 ára aldri til að taka þátt í þeim. „En göngurnar á vegum Ferða- Fjallgöngur á forsendum barnanna  Valgerður og fjölskylda hennar eru miklir fjalla- garpar og verða leiðsögumenn í Fjallagarpaverk- efni fjölskyld- unnar í ár. Valgerður hefur gengið mikið á fjöll og tekur fjölskyld- una oft með. MYNDIR/AÐSENDAR Verkefnið er hvetjandi fyrir fjölskyldur til að ganga á fjöll. félags barnanna eru opnar öllum fjölskyldumeðlimum. Það er þá mat foreldranna hversu ung börn þau treysta sér til að taka með. Svo er auðvitað hægt að vera með börn í burðarpoka,“ segir Valgerður. „Það þarf ekki að skrá sig í göngurnar en það er gott ef fólk hakar við hvort það mætir eða ekki inni á Facebook-síðu Ferðafélags barnanna, svo við fáum einhverja hugmynd um hvað margir ætla að mæta. Göngurnar eru ókeypis fyrir fjölskyldur félaga í Ferðafélagi Íslands, en það er aldrei of seint að skrá sig.“ Undirbúningur fyrir sumarið Valgerður er vanur fjallagarpur en hún bjó lengi í Noregi og stundaði útvist þar með fjölskyldunni. „Við bjuggum þar þegar Ferða- félag barnanna á Íslandi var stofnað að norskri fyrirmynd. Ég fór að fylgjast með því á sama tíma og ég tók þátt í verkefnum systur- félagsins í Noregi með okkar börn. Áherslurnar eru mismunandi á milli þessara landa. Í Noregi er áherslan á rólega útivist í skóg- inum og að elda mat á báli en hér er meiri áhersla á að kynna börn og fjölskyldur þeirra fyrir fjöllum og fellum á höfuðborgarsvæðinu og ferðir á hálendinu á sumrin. Í sumar erum við til dæmis að fara að leiðsegja ferð á Víknaslóðir fyrir Ferðafélag barnanna,“ segir Valgerður. Valgerður segir að þátttaka í fjallagarpaverkefninu hafi verið góð hingað til en hún hefur tekið þátt í þeim með sínum börnum áður þó þetta sé í fyrsta sinn sem fjölskyldan leiðir göngurnar. „Þegar við fluttum til Íslands fyrir fjórum árum þá þurftum við svolítið að læra hvernig við áttum að stunda fjallgöngur með börnunum okkar í Reykjavík. Okkar leið var að fara með börnin í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar árið 2018 og þá var gríðarlega mikil þátttaka,“ segir Valgerður og bætir við að hún og fjölskylda hennar séu spennt fyrir að fara í fyrstu gönguna á vegum verkefnisins í ár. „Ég hugsa þetta líka sem undir- búning fyrir sumarið. Það er svo- lítið stórt stökk að fara í göngu á Laugaveginn eða í fjögurra daga göngu á Víknaslóðir með börn. En það er ekki eins stórt stökk ef maður er búinn að fara í stuttar göngur á höfuðborgarsvæðinu fyrst,“ útskýrir hún. Hún bætir við að lokum að dag- skrá ferðanna megi finna inni á vef Ferðafélags Íslands og Facebook- síðu Ferðafélags barnanna. n Hlutverk styrkjanna • Auka við nýsköpun á landsbyggðinni • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna. Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna á www.hvin.is Upplýsingar veitir: Sigurður Steingrímsson sigurdur.steingrimsson@hvin.is N Ý S K Ö P U N A R S T Y R K I R F YRIR LANDSBYGGÐINA UMSÓKNARFR ESTUR ER TIL 11. M AÍ 2 02 2 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina 4 kynningarblað A L LT 30. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.