Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 4
Siglfirðingablaðið4 Á síðustu áratugum hefur lítill hefðbundinn sveitabúskapur verið stundaður í Siglufirði, þó hann hafi að undanförnu átt afturkvæmt á ný í litlum mæli með rýmri leyfum bæjaryfirvalda. Búskapur í firðinum var með allt öðrum hætti á öldinni sem leið. Fram eftir öldinni var gróska í margs konar búskap í firðinum, með kindur, kýr, hesta og hænsni, eins og Örlygur Kristfinnsson og fleiri hafa gert skil í bókum sínum, ekki aðeins á býlum í dölum inn af firðinum og á Siglunesi, heldur líka í húsagörðum og bakgörðum í bænum. Bæjarbúar, aðallega þeir sem voru ættaðir úr sveit, höfðu þar oft nokkrar kindur, eins og til að halda tengslum við uppruna sinn en einnig sem tryggingu fyrir lifibrauði þegar atvinna og síld brugðust. Kúabúskapur var á nokkrum bæjum í byrjun aldarinnar, en eitt bú var langstærst þegar líða tók á öldina, Mjólkubú Siglufjarðar, sem jafnan gekk undir nafninu Hólsbúið. Það hóf rekstur á hinu forna býli Hóli, undir Hólshyrnunni, árið 1928, og tryggði bæjarbúum lágmarksframboð af nýmjólk næstu 38 árin. Á þessum tíma var það ekki einsdæmi að opinberir aðilar beittu sér fyrir mjólkurframleiðslu. Nokkrum árum áður en Hólsbúið tók til starfa hafði Ísafjarðarbær t.d. komið upp mjólkurbúi á Seljalandi í botni Skutulsfjarðar. Ríkisbú voru rekin á Kleppi og Vífilsstöðum. Ástæðan fyrir rekstri mjólkurbúa úti um landið var jafnan sú sama: erfiðar samgöngur yfir vetrartímann. Samgöngur við Siglufjörð voru allt til 1946 eingöngu á sjó. Aðflutningar á nýrri mjólk voru því stopulir og mjólkurskortur algengur. Mjólkurframleiðsla í firðinum var takmörkuð. Í bréfi frá Búnaðarfélagi Íslands frá 1933 er talað um að einungis um 30% af framleiðsluþörfum fyrir þann íbúafjölda sem þá var í bænum sé sinnt í nágrenni bæjarins. Oft þurfti að grípa til skömmtunar á mjólk í bænum. Helsti hvatinn fyrir stofnun mjólkurbúsins var að efla heilsu þeirra sem mest þurftu á mjólk að halda, sjúkum og börnum, með tryggara framboði af nýmjólk. Sjúkrahús Siglufjarðar var yfirleitt stærsti viðskiptavinur Hólsbúsins og keypti t.d. um 8000 lítra árið 1957 (auk þess keypti Sjúkrahúsið stundum kálfakjöti af búinu). Þessari framleiðslu var ekki ætlað að sjá fyrir öllum þörfum Hólsbúið tryggði Siglfirðingum mjólk á síðustu öld Jónas Guðmundsson rifjar upp sögu kúabúskapar á Hóli Kúabúið á Hóli var rekið frá 1928 og tryggði Siglfirðingum lágmarksframboð af mjólk næstu 38 árin.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.