Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 7
7Siglfirðingablaðið bústjórinn, tók það til ráða að auglýsa eftir starfsfólki í dönsku blaði, en hann hafði á yngri árum búið í Danmörku. Fékk hann fyrst um hundrað umsóknir um tvö störf. Þannig æxlaðist það smám saman að allmargir Danir og Norðmenn komu til starfa við Hólsbúið. Móðir mín sagði þá sögu að þegar hún kom fyrst að Hóli, sem nýráðin kaupakona, hefði hún flúið aftur í bæinn, á skjól sveitunga sinna að vestan, vegna þess að hún gat ekki talað við neinn á íslensku á Hóli daginn sem hún mætti til starfa. Þetta fjölþjóðlega samfélag er þeim sem þetta skrifar, og var lítill pjakkur á Hóli um 1960, minnisstætt. Margir af þessum erlendu vinnumönnum á Hóli héldu sambandi við foreldra mína þar til yfir lauk, t.d. Hans Adamsen, sem varð síðar starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, og Erling Frydenlund, sem fór frá Hóli á Bændaskólann á Hólum og rak síðan lengi stórt kúabú í Noregi. Til Erlings fóru margir íslenskir nemendur bændaskóla til verklegs náms. Breyttar aðstæður Í upphafi var þess getið að erfiðar samgöngur hefðu verið helsti hvatinn að stofnun Hólsbúsins. Þegar samgöngur bötnuðu og tryggara framboð varð á mjólkurvörum varð grundvöllur fyrir rekstrinum erfiðari. Hólsmjólkin seldist ekki eins vel og áður. Hluti hennar var seldur Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki. Árið 1965 varð afkoma búsins sérstaklega erfið, rekstrarhalli um 14% af veltu. Það var því ekki um annað að ræða en að draga saman seglin. Ákveðið var að slátra 10-15 gripum strax í lok þess árs. Lokaskrefið var svo tekið í lok maí 1966, þegar Hólsbúsnefnd bókaði: „Nefndin samþykkir vegna hins breytta viðhorfs í mjólkursölumálum hér í Siglufirði, nú sem stendur, að leggja til við bæjarstjórn að Hólsbúið verði auglýst til leigu nú þegar með eða án áhafnar.“ Árni Theódór Árnason síðasti bústjórinn 1963-1966. Guðmundur Jónasson framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar á Siglufirði og stjórnendur mjólkursamlaga KEA og KS, sem áttu samsöluna. Myndin er tekin daginn sem Mjólkursamsalan var opnuð 1963. Á árshátíð á Hótel Höfn. Eiríkur Guðmundsson, Guðmundur Jónasson, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Skúli Jónasson, Guðmundur Bjarnason, Marheiður Viggósdóttir, Eiríkur H. Jónsson, Tómas Einarsson, Sigurlína Sigurgeirsdóttir, Hulda Njálsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Anna Magnúsdóttir og Guðbrandur Magnússon.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.