Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 13

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2017, Blaðsíða 13
13Siglfirðingablaðið Noregs enn á ný en fluttum frá Sarpsborg til Notodden í Þelamörk. Konan mín byrjaði í kennaraskóla og ég byrjaði á því að taka stúdentspróf. Ég tók stúdentsprófið þar á einum vetri og byrjaði síðan árið eftir í kennaranámi, þá í handmenntakennaranámi. Námið tók þrjú ár og eftir það tók ég eitt ár í félagsfræði. Árið 1988 vorum við hjónin búin að mennta okkur og fluttum þá aftur til Sarpsborg og ég fékk vinnu í Tindlund Ungdomsskole. Við byggðum okkur hús og eignuðumst þrjú börn saman en þau heita Karl Jóhann, Ida og Andrea og lífið gekk sinn gang. Enn svo kom að því að leiðir okkar hjóna skildu. Ég flutti mig þá til í bænum okkar, keypti mér íbúð og hélt áfram að kenna. Ég fór reglulega til Íslands í fríum og hitti þá um verslunarmannahelgi á Síldarævintýri 1994 konu sem heitir Svala Jósepsdóttir. Við Svala fórum svo að vera saman og hún flutti síðan til Noregs með tvær dætur sínar sem þá voru sjö og þrettán ára, þær Hildur og Auður en sonur hennar Pétur bjó áfram á Íslandi. Það má því segja að fjölskyldan hafi stækkað um nokkur númer. Lífið og tilveran Ég er nú búinn að vera bráðum búsettur í Noregi í þrjátíu og sex ár og hef starfað við kennslu frá því að ég Tólf ára á söngskemmtun. Börn þeirra Péturs og Svölu.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.