Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Síða 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Síða 6
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið10 11 snjóþyngra var. Teddi og Sveinn segja honum til: já já, allt í lagi ég sé hér för eftir bíl, segir Teddi. Gerist þá eitt af ævintýrunum í þessu barnmarga hverfi að Árni bakkar bílnum oní garð hjá Halla Árna með öllu gromsinu á pallinum! Og það tók um hálfan dag að ná öskubílnum upp og það ískraði  og kurraði í hrekkjarlómunum!” Aðspurður man Guðbjörn ekki eftir neinum bardögum að ráði, en hann man hvaða orð fór af Villóunum: “Saga gekk, sönn eða ósönn, um það að þeir hefðu náð strák sem bjó sumarpart hjá Möggu Tedda og gegndi nafninu Grjóni. Villóarnir náðu honum inn í mjölhúsportið og kveiktu undir honum bál og óhljóðin björguðu honum frá því að sviðna eins og verið hafði ætlun Villóanna. Eftir þetta hætti hann sér ekki út fyrir Túngötuhornið þar sem áfengisverslunin er“. Um 1960 fluttu Jóhann Möller og Lena kona hans á Laugar veginn. Börn þeirra voru Inga, Helga, Alda, Jóna, Kristján og seinna Alma. Guðbjörn man vel eftir þeim Jónu og Stjána. Jóna var algjör nagli. Hún féll vel inn í hópinn og var til í hvað sem var í hrekkjum. Stjáni var pólitískur snemma og kommar voru honum sérstakt hugðarefni. Eitt sinn komumst við yfir blekbyttur á haugunum. Stjáni vildi byrja á kommahöllinni! Við gluðuðum tveimur byttum á Suðurgötu 10 og svo var haldið suður úr og á Laugarveginum varð til stórkostlegt listaverk, að okkar mati, á einum húsveggnum. Kennarahjón ein bjuggu á mótum Suðurgötu og Laugarvegar og þar fauk ein byttan! Guðbjörn vann lengi sem bifvélavirki í Heklu og eitt sinn sér hann sér til skelfingar að kona sem honum fannst hann kannast við horfir stíft á hann. „Ertu ekki frá Siglufirði“ segir hún. „Aldrei komið þangað“ segir Guðbjörn snöggur upp á lagið en þarna var þá komin kennarafrúin. Sprenging á Langeyrinni Langeyrin er töluvert innan við haugasvæðið. Á haugana var hent öllu sem til féll í síldarbænum. Einhver útgerðarmaðurinn hafði afskrifað gamlan vörubíl og hreinlega keyrt hann á haugana en nokkrir framtakssamir drengir höfðu náð að koma honum inn á Langeyrina. Nú höfðu smápjakkar hverfisins skoðun á gripnum. Margir voru kvikmyndaáhugamenn og sáu oft myndir hjá Oddi Thor og voru tiltölulega nýbúnir að sjá einhverja villimannamynd þar sem blakkir stríðsmenn skutu logandi örvum að andstæðingunum. Guttarnir náðu í boga í vopnabúrið og hófust strax handa við að útvega striga og bjuggu á undraskömmum tíma til örvar eins og Oddur hafði verið svo vænn að sýna í myndinni í Nýja Bíó. Bensíntankurinn var hálffullur og nú var örinni með strigavafningnum stungið í tankinn og kveikt í og skotið út í sjó! Þetta var bara æðislegt. Örtröð myndaðist við bensíntankinn þegar fjölgaði í hópnum. Litlir villimenn úti um allt að skjóta logandi örvum! Einum guttanum leiddist í biðröðinni og tók upp á því að stinga gat í tankinn og láta leka á örina sína! Þetta gekk miklu hraðar þannig þangað til að einhver með glóð á ör fór of nærri tanknum og BÚMM! Guðbjörn segir þannig frá að hann hafi verið heimavið á Laugarveginum þegar hann heyrir ægilegan hvell og sér hvar guttagerið tvístrast í allar áttir. Öddi bróðir minn, kom eins og raketta hlaupandi kolsvartur í framan með sviðið hár. Lýkur svo hér að segja frá Laugarvegshverfinu og sögunum af Guðbirni og félögum sem óhætt er að segja að sköpuðu sinn ævintýraheim, nágrönnum og foreldrum til skelfingar í syðsta hluta af 7 hverfum þessa fjöruga síldarbæjar. Þar sem íbúarnir náðu á tíma síldarinnar  oft aðeins að vera um 20% af fólkinu sem sótti vinnu í bænum. Gunnar Trausti Visnes bakararnir Þegar hið mikla ævintýri hófst sem bjargaði þjóðinni fyrir horn og gerði hana sjálfstæða, fluttist fólk alls staðar að af landinu til Siglufjarðar svo og erlendis frá, því þar var nóg að gera fyrir vinnufúsar hendur. Dugnaður og atorkusemi voru lykilorðin sem lögðu grunninn að því samfélagi sem varð til í þessum bæ á Tröllaskaganum við Grímseyjarsundið. Hvaðan er þetta Visnesnafn komið? Jón Kr. Olsen vélvirkjameistari og vélstjóri (10. sept. 1921­ 24. apríl 2011). var fæddur í Visnes í Noregi. Hann fluttist með foreldrum sínum til Íslands árið 1924. Bjuggu þau um stuttan tíma á Akureyri, en sama ár settust þau að í Hrísey þar sem faðir hans rak vélaverkstæði og útgerð. Árið 1929 fluttu þau til Siglufjarðar þar sem faðir hans stofnaði Vélsmiðju Siglufjarðar. Jón byrjaði að vinna í smiðju föður síns 14 ára gamall, en var síðar á námssamningi í vélvirkjun og lauk prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar 1942 og fékk meistarabréf í iðn sinni árið 1947. Hann byggir neðri hæð hússins að Grundargötu 19 og nefndi það Visnes eftir heimabæ sínum. Árið 1945 eru bræðurnir Bjarni, Tómas og Jón Sigurðssynir fluttir til Siglufjarðar frá Hnífsdal og kaupa húsið af þeim norska, en hann flytur til Njarðvíkur og stofnar þar vélsmiðjuna Ol. Olsen hf. Jón byggir hæð ofan á húsið en Bjarni og Tómas bjuggu báðir á neðri hæðinni. Þetta byrjaði sem sagt á því að Vestfirðingurinn Bjarni Sigurðsson frændi minn tók sig upp og lagði í ævintýraferð til síldarbæjarins Siglufjarðar eins og svo margir gerðu á liðinni öld. Þetta var eins og fram kemur hér að ofan árið 1945, og þremur árum síðar kvæntist hann Þuríði Haraldsdóttur. Þau hófu sinn búskap í Visnesi og var hann síðan við það hús kenndur. Óttar bakari Næsti kafli hefst síðan þegar Bjarni og Úbba, eins og Þuríður var alltaf kölluð, voru flutt á Hvanneyrarbraut 78 og búin að eignast sína fimm drengi. Þá frétti ég að Óttar Bjarnason skólabróðir minn hafi keypt sér trommusett, en við höfðum svo sem ekki átt mikið samneyti fram að þeim tíma. Árið var 1969 sem var reyndar fermingarárið okkar Óttars, og þá urðu heilmikil vatnaskil í tilverunni, í það minnsta í mínu lífi, því hann réði mig í nýstofnaða unglingahljómsveit og þar með var tónlistaráhugi minn tendraður sem hefur ekki slokknað síðan. Það átti þó ekki fyrir Óttari að liggja að þeyta húðir til langframa því lífið á það stundum til að taka skarpar beygjur og koma flatt upp á okkur mannfólkið. Í fjórða bekk í Gaggó var fyrsta barn hans á leiðinni og alvaran tók þá heldur betur við af hinum áhyggjulausu unglingsárum. Seinna sagði Óttar mér að sér hefði þótt það súrt að horfa á eftir rútunni bruna úr bænum um vorið með bekkjar­ bræður og systur hans í skólaferðalag, en hann var þá á röltinu niður í bæ til að beita. Bjarni faðir hans hafði gert honum ljóst að það væri alls ekki nóg að búa börnin til, það þyrfti nefnilega líka að sjá fyrir þeim. Óttar gekk í Iðnskólann á Siglufirði og hóf síðan nám í bakaraiðn í Leifsbakaríi. Árið 1978 fluttu Óttar og Guðrún Sölvadóttir á Sauðárkrók þar sem hann lauk meistaranámi, en keyptu Sauðárkróksbakarí um áramótin 1983­84 og ráku það til haustsins 2006. Bjarni og Úbba á sínum yngri árum. Ljósmyndari Steingrímur Kristinsson/ Ljósmyndasafn Síldarsafns Íslands. Óttar Bjarkan Bjarnason. Ljósmyndari ókunnur. Skipperinn og bakarinn Hér eru þeir kátir á heimstími Árni Þórðarson, skipstjóri og Óttar heitinn Bjarnason, bakari á landstími á Hafliða Si 2 á mynd Jóhanns Matthíassonar frá 1969­ 70. Árni var af Laugarveginumu og segir af honum í grein Guðbjörns hér að framan. Óttar var aftur á móti Útfrá bakkagutti af Hvanneyrarbraut 78 alveg nyrst í bænum og segir frá honum í grein Leós hér fyrir aftan. Óttar varð snemma söngvinn og í ýmsum hljómsveitum, tengdum téðum Leó. En þarna taka þeir lagið af tilfinningu og heimþrá en kannski helst af tilhlökkun um að versla við Gosa og Meyvant í Ríkinu! Sauðárkróksbakarí. Ljósmynd: Leó R. Ólason.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.