Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Blaðsíða 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Blaðsíða 14
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið26 27 Að hafa unga fólkið ánægt Merkilegt við Siglufjörð hvað hefur dofnað yfir íþrótta­ lífinu frá því að síldin hvarf. Þá voru allir í tvöfaldri og þrefaldri vinnu á bryggjunum í síldinni, nótt eftir nótt, en alltaf hægt að spila fótbolta. Og aðstaðan við völlinn á þessum árum var engin og við þurftum að fara niður í barnaskóla í böð. Þetta þarf að vera á staðnum. Aðstaðan á Hóli er mjög góð. Það versta við eitt bæjarfélag er ef það skilur ekki, að það er nauðsynlegt fyrir unga fólkið í bænum að hafa góða aðstöðu til íþróttaiðkana. Það heldur enginn bæjarfélagi gangandi nema hafa unga fólkið ánægt. Það byggir enginn bæjarfélag á gömlu fólki eingöngu. Lítið bara á Húsavík. Þar eru ekki meiri peningar en á Siglufirði. Þar er grasvöllur, íþróttahús og hvaðeina og Völsungar í 1. deild. Þegar knattspyrnumenn sem hafa bara malarvöll koma á gras þá fá þeir sálrænt áfall. Siglfirskir knattspyrnumenn hafa ávallt staðið sig með prýði og eru vel komnir að þessum grasvelli sem nú er í byggingu við Hól. Ég óska þeim til hamingu. GT/ÓB Góðar minningar Minningarnar eru svo margar. Þetta voru manns bestu ár og þarna var maður með sínum bestu félögum. Helgi Sveins spilaði lengi eða þangað til hann brotnaði illa á skíðum. Jón Þorsteins spilaði með okkur í yngri flokkum en hætti svo og það var það sem bjargaði honum. Ég eyðilagði aftur á móti lappirnar á mér. Jón er með okkur á myndinni sem tekin var hjá steini sem var brotinn niður og aldrei átti að gera, þar sem Suðurgata 10 er nú. Þetta var stærðarbjarg sem hrunið hafði úr fjallinu, hálfgert einkenni fyrir Siglufjörð. Þarna eru Valdi Gosa rakarinn á Sauðárkróki og Diddi Rúnu, hann var mjög flinkur spilari. ­Jónas sekkur sér niður í myndirnar á albúminu sem hann hefur dregið fram. ­Þarna er Siggi Árna, hann er nú dáinn, blessaður, Keli Ben, Valdi, Dídí, Elli Magg, Eddi dáinn, Siggi Kela, Jón Þorsteins, Alli King með þetta fína hár, Venni, dáinn, Villi Sæby... og Berti sem var úrvalsmarkvörður. Hafliði Guðmundar var góður í vörninni en hann fór alltaf úr augnkörlunum þegar hann keyrði í þá. Jóhann Möller var góður en skringilegur spilari. Sjáðu hvað Jóhann er stór þarna, en svo var það bara búið! Bragi Magg, geysilega sterkur í vörninni. Jón og Stebbi Skafta voru gífurlega harðir. Stebbi var alltaf svo æstur, vildi bara hespa leikinn af, ekkert að tala um það. Jón var miklu rólegri. Bóbó Theu var gífurlega sterkur, snöggur og ákveðinn en gallinn var að hann var einfættur. Og ekki má gleyma Tedda í öskunni. Hann var eins og lukkutröll fyrir K.S. og lifði sig inn í leikina. Svo komu yngri strákarnir þegar við þessir eldri fórum að detta út. Biggi Lauga, Freyr, Sigþór, Bjarni Þorgeirs, Helgi Magg og þeir. Uppstrílaðir í keppnisferðalagi. Bragi Magg., Jónas Ágeirsson og Helgi Sveinsson KS­ingar uppstilltir við klettinn þar sem seinna reis Suðurgata 10. Fyrsta röð: Þorkell Benónýsson, Eldjárn Magnússon og Jónas Ásgeirsson. Miðröð: Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Árnason og Jón Þorsteinsson. Aftasta röð: Rögnvaldur Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Kjartan Friðbjarnarson, Vilhelm Sæby og Sveinbjörn Tómasson. Sigurður Þorkelsson, Björn Bjarnason og Jónas Ásgeirsson. Efri röð frá vinstri: Þórir Konráðsson, Vilhjálmur Sigurðs­ son, Sveinbjörn, Tómasson, Björgvin Bjarnason, Jónas Ás­ geirsson, Sigurgeir Þórarinsson. Miðröð frá vinstri: Jón Skaftason, Alfreð Jónsson, Jóhannes Hjálmarsson, Jóhann Möller. Neðsta röð frá vinstri : Bragi Magnússon, Jón Engilbert Sigurðsson, Stefán Skaftason. KS_ingar 1950 1. röð frá vinstri Gísli Kjartansson, Ásgrímur Ingólfsson, Rögnvaldur Þórðarson 2. röð frá vinstri Haraldur Erlendsson, Hólmgeir Óskarsson, Hallvarður Óskarsson, Sigurður Benóný Þorkelsson 3. röð frá vinstri Eldjárn Magnússon, þjálfari, Páll Ágúst Jónsson, Þröstur Stefánsson, Friðleifur Jóhannsson, Gunnar Guðmundsson, Jónas Ásgeirsson, þjálfari

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.