Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2021, Qupperneq 8
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið14 15
Blaðinu hefur borist bréf
Einhvern tímann um síðustu aldamót þegar höfuðstöðvar
Merkismanna og Siglfirðingafélagsins voru í Ármúla 36,
þá laumaði einhver þessu bréfi inn og nú um 20 árum
seinna kom þetta upp úr dánarbúi Merkismanna.
Stutt orðsending fylgdi með:
Mennirnir á skíðunum eru: Sá fremri er Björn Stefánsson
sem var Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Siglfirðinga 1954-1961.
Björn var fæddur 1910 og deyr 1997. Sá aftari er Friðleifur
Jóhannsson (1873-1967) og er stóra myndin af honum.
Friðleifur var vel þekktur máttarstólpi Siglufjarðar um langa
tíð og á marga afkomendur.
Á skíðunum eru þeir Björn og Friðleifur að ganga Norrænu
skíðagönguna, sem mikil stemn ing var fyrir að fá sem flesta
með. Friðleifur er þá hátt á níræðisaldri og nánast blind ur.
En Björn mun hafa talið hann á að ganga í fótspor sín.
Þótti þetta harðfylgi nokkurt.
(Heimild: Eysteinn Björnsson)
Morð í norðri tekið upp
Tökur eru hafnar á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Morð í norðri,
sem Silfra Productions framleiðir fyrir Sjónvarp Símans.
Þóra Karítas Árnadóttir semur handritið að þáttunum og
meðframleiðandi er Ragnar Jónsson lögreglumaður.
Í þáttunum, sem fjalla um norræna glæpasagnaæðið, eða
Nordic noir, verður rætt við tíu norræna glæpasagnahöf
unda, sem eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn á heims
vísu. Að sögn Þóru standa tökur yfir næstu þrjá mánuði og
fyrsti viðmælandi er Ragnar Jónasson. Var rætt við hann á
Siglufirði á dögunum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Einnig ræðir Þóra Karítas við Yrsu Sigurðardóttur og fleiri
kollega þeirra Ragnars meðal norrænna glæpasagnahöfunda.
Þættirnir verða sýndir um páskana 2022 hjá Sjónvarpi
Símans. Myndatökur og klippingu annast Steingrímur Jón
Þórðarson.
(Frétt úr Morgunblaðinu 26. ágúst 2021.
Mynd og texti: Sigurður Ægisson.)
Þóra Karítas ræðir við Ragnar á heimili afa hans og ömmu
á Siglufirði. Steingrímur Jón á tökuvélinni.
SIGLFIRSK
FRÉTTASKOT
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is
Daði
Arngríms
kokkur og
kómíker
kynnir:
SR-VÉLAVERKSTÆÐI HF.
Siglufjörður
VERSLUNARSTJÓRI
LAKKSMIÐJAN
Kársnesbraut 100
Kópavogi
Sími 557 7333 - www.lakk.is
Bílamálun og réttingar
Borgartúni 26, 105 Reykjavik
Austurvegi 6, 800 Selfossi
Sími 590 2600
lex@lex.is
Háholti 7, 270 Mosfellsbæ
Siglfirðingar ávallt velkomnir s: 566 8822
Albert S. Rútsson
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is
Daði
Arngríms
kokkur og
kómíker
kynnir:
SR-VÉLAVERKSTÆÐI HF.
Siglufjörður
VERSLUNARSTJÓRI
LAKKSMIÐJAN
Kársnesbraut 100
Kópavogi
Sími 557 7333 - www.lakk.is
Bílamálun og réttingar
Borgartúni 26, 105 Reykjavik
Austurvegi 6, 800 Selfossi
Sími 590 2600
lex@lex.is
Háholti 7, 270 Mosfellsbæ
Siglfirðingar ávallt velkomnir s: 566 8822
Albert S. Rútsson
r st e f. r rt i , e j í .is
I
Klárlega eitt besta bakarí landsins með metnaðarfullt
bakkelsi og mat í hádeginu.