Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2021, Page 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2021, Page 9
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið16 17 Brátt kom í ljós að það myndi taka nokkurn tíma að gera við flugvélina, en Gunnlaugur og Anna vildu gjarnan komast heim aftur. Þótti nú ráðlegast að þau færu til Parísar og þaðan til Reykjavíkur með annarri íslenskri flugvél. Þetta varð úr. En þau komu tíu mínútum of seint á flug­ völlinn í París. Fyrir vikið fengu þau að sjá örlítið af yfirbragði þessarar frægu heimsborgar. En síðan héldu þau aftur til Kaupmannahafnar, þar sem þau voru nú um sinn til húsa í Hótel Comsmopolitan. Eins og ævintýri Þegar þau Lambaneshjón komu úr Parísarferðinni átti blaðamaður frá Berlingske Tidende tal við þau og naut þar milligöngu „elskulegrar, ungrar flugfreyju frá flugfélaginu“. ­Þetta hefur verið hreinasta ævintýri, sagði Gunnlaugur í viðtali við blaðamanninn, og við munum lifa á minning­ unum, það sem eftir er ævinnar. Við höfum aldrei fyrr glaðzt yfir því, að flugvélarmótor skyldi bila. Við ætluðum að vera hér einn dag, en höfum nú verið átta, og höfum auk þess fengið að sjá París. Fólk trúir okkur varla, þegar við komum heim og segjum frá því, sem fyrir okkur hefur borið. En við höfum keypt fáein póstkort, sem geta sannað sögu okkar. Hvort líst ykkur betur á París eða Kaupmannahöfn? spyr blaðamaðurinn. -Tvímælalaust Kaupmannahöfn, svarar Gunnlaugur. Það er dásamleg borg, og við hefðum bókstaflega ekki trúað því, að það væri svona fallegt í Danmörku. Í gær fórum við í bíl út á Norður-Sjáland og sáum hvernig landbúnaðurinn, sem hugur okkar er auðvitað við, er rekinn hér, og úr þeirri ferð höfum við frá ýmsu að segja, þegar heim kemur. Hvað er ykkur hugstæðast úr þessari ferð? -Skógurinn, svarar Gunnlaugur. Við höfum farið út á Bakka - okkur óraði ekki fyrir því, að það væru til svona stór tré. Það var fögur sjón. -Og borgin, sagði þá Anna. Að hugsa sér allar þessar vöru- búðir og ljósaauglýsingar á kvöldin. Það var dýrðleg sjón. Hvenær farið þið svo heim? spyr blaðamaður að lokum. -Það er undir því komið, hvenær flugvélin verður ferðafær. En okkur er það út af fyrir sig ekkert á móti skapi, þótt það dragist, svo við getum líka skotizt til Lundúna. Þessi ævintýraferð hefir ært upp í okkur ferðalöngunina. Anna og Laugi frá Lambanesi í Fljótum í Evrópuferð í boði Loftleiðamanna 1948 -hugfangin af trjánum og ljósauglýsingunum sem vörp uðu álfaljóma á götur stórborganna Tíminn 3. nóv. 1948 Það hafa fleiri Íslendingar en fulltrúarnir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna spókað sig í París í haust. Meðal þeirra eru skagfirsk hjón, Gunnlaugur Kristjánsson og Anna Guðmundsdóttir frá Lambanesi í Fljótum. Og það var með talsverðum ævintýrabrag, að þessi Frakklandsferð þeirra átti sér stað. Kom þar hvort tveggja til, höfðingsskapur Loftleiða og einkennileg tilviljun. Flugvélar frá Loftleiðum hafa undanfarin ár tekið þátt í síldarleit fyrir Norðurlandi. Hafa þessar leitarflugvélar haft lendingarstað á Miklavatni og eins konar bækistöð skammt frá Lambanesi í Fljótum, þar sem þau Gunnlaugur Kristjánsson og Anna Guðmundsdóttir búa. Tókst fljótt vinátta með flugmönnunum, sem nutu margvíslegrar aðhlynningar í Lambanesi og hjónum, sem þótti vænt um gestakomuna. Fyrstu árin voru þeir Kristinn Olsen og Alfreð Elíasson flugmenn á leitarvélum, síðar Dagfinnur Stefánsson og Halldór Beck, og nú síðast Stefán Magnússon, Olav Olsen og Einar Árnason. Viljið þið skreppa til Kaupmannahafnar? Nú fyrir nokkru komu Lambaneshjónin til Reykjavíkur og bar þá fundum þeirra og flugmannanna saman. Forráðamenn Loftleiða höfðu lengi ætlað að launa þeim þá vinsemd sem flugmennirnir höfðu orðið aðnjótandi í Lambanesi, og kom spurningin: Viljið þið skreppa til Kaupmannahafnar? Flugvélin átti að fara að morgni, og tvö sæti voru laus. Gert var ráð fyrir, að hjónin kæmu aftur til Reykjavíkur næsta dag. Eins og nærri má geta var þetta rausnarboð þegið með þökkum. Þau fóru til Kaupmannahafnar eins og þau stóðu ­ þetta átti ekki að vera nema rösklega sólarhringsferð. En það fór á aðra leið, Ferðinni haldið áfram til Paríasar Þegar lent var á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn kom í ljós bilun í vélinni. Hún þurfti viðgerðar við, og Lambaneshjónunum var fengin vist í gistihúsi á kostnað Loftleiða. Anna og Laugi í Lambanesi, á ferð í Kaupmannahöfn í boði Loftleiða, ásamt Dagfinni, Smára og Jóhannesi. Hópur Loftleiðaflugmanna kom saman að frumkvæði Snorra Snorrasonar sem tók myndina, en hann hafði fengið í hendur nýja mynd eftir breska listamanninn Wilfred Hardy af Geysi DC­4. Myndin er tekin í garðinum hjá Smára og er í bókinni „Íslenskar flugvélar ­ Saga í 90 ár“ sem Snorri gaf út 2010. Á myndinni eru þeir frá vinstri talið fremri röð, Magnús Guðmundsson, Smári Karlsson, Dagfinnur Stefánsson. Aftari röð Stefán Gíslason, Magnús Norðdal og Ragnar Kvaran. Siglfirðingablaðið16 An a og Laugi f La banesi í Fljótum í Evrópuf r í i Loftleiðamanna 1948 -hugfangin af trjánum og ljósauglýsingunu sem vörpuðu álfaljóma á götur stórborganna Vatnagarðar 14 104 Reykjavík Sími: 563 6000 litrof@litrof.is

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.