Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2021, Side 12
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið22 23
tveggja stúlkna á þessari mynd, Kamillu og Jóhönnu og
samskiptum hennar við kaupmanninn. Frásögnin er gott
innlit í skemmtilegan hluta bæjarbragsins.
(Birt með leyfi Steingríms.)
Einn af þessum föstu viðskiptavinum Gests var kona Jóns
Stefánssonar forstjóra Síldarútvegsnefndar, Ásta Guð
mundsdóttir. Hún er mér minnisstæð vegna góð mennsku
hennar. Einnig var eiginmaður hennar einstakur maður.
Ásta færði mér ætíð eitthvað góðgæti, súkkulaði, kökur og
jafnvel mjólkurglas með þegar ég kom með sendingu til
hennar. Alltaf með bros á vör.
Gestur Fanndal var sérstakur karakter, mikill frumkvöðull.
T.d. varðandi flugsamgöngur sem Siglfirðingar áttu hon
um miklar þakkir fyrir, þó fáir gerðu sér grein fyrir því
hverju hann fékk framgengt í þeim málum. Gestur átti þó
einnig sína vankanta eða öllu heldur furðuleg máltæki og
uppákomur.
Einu atviki tengt Gesti man ég vel eftir og var einmitt
einnig tengt Ástu sem nefnd er hér framar. Ásta hafði
einstakan áhuga á bakstri, hún pantaði mikið af allskyns
hráefni til baksturs miðað við það úrval sem þá var fáanlegt
í verslunum á þeim tímum og alltaf fékk ég að smakka
þessar kökur og brauð sem hún bakaði þegar mig bar að
garði einu sinni til tvisvar í viku stundum oftar.
Eitt sinn sem oftar hafði hún pantað heilan helling af
vörum, þar á meðal sykur, hveiti og fleira eins og gengur.
Gestur gekk sjálfur frá pöntuninni í trékassann sem ég
svo setti á bögglaberann og hjólaði af stað. Mikill hluti
leiðarinnar var þó það brattur að ég þurfti að leiða hjólið,
það er upp að Suðurgötu 46 þar sem Ásta og Jón bjuggu.
Heim að dyrum bar ég svo kassann og knúði dyra. Ásta
kom brosandi til dyra eins og venjulega og bað mig að
koma inn með kassann. Þar raðaði hún innihaldinu
skipulega á eldhúsborðið og ég fylgdist með.
Ég sá að hún tók kipp og sagði „Hvar er sykurinn?“ Og
bætti svo við, „hér er enginn sykur en helmingi meira
hveiti en ég bað um.“ Hún horfði á mig og spurði „Tók
Gestur þetta til?“ Án þess að bíða eftir svari tók hún
símann og hringdi, í síma nr. 65 sem var sími Verslunar
Gests Fanndal.
„Gestur, það kom enginn sykur en tvöfalt meira af hveiti
en ég bað um“ sagði hún. Venjulega þegar Gestur ansaði í
síma þá svaraði hann gjarnan með eins atkvæðis orði:
„Gestur.“
Það kom undrunarsvipur á Ástu sem síðar hristi höfuðið
og lagði á án þess að segja meira. Hvort þeirra það var sem
lagði á á undan veit ég ekki en Ásta sagði mér brosandi um
leið og hún hristi höfuðið að svar Gests hefði verið stutt
og laggott. „Hvað er þetta kona ertu ekki að baka, notarðu
ekki hveiti í bakstur? Sykurinn kemur á morgun.“
Svo skellti Gestur á.
Sykur hafði ekki verið til og karl setti bara hveiti í staðinn,
en sykurinn sendi hann mig með strax daginn eftir til Ástu.
Það er æði margt sem hægt er að rifja upp og njótið heilir
lesendur góðir.
Jóna Möller
Steingrímur 12 ára sendill hjá Gesti sem tók myndina. Ásta og Jón Stefáns á glöðum degi með ma.Tomma og Björk.
Ljósmyndari Kristfinnur Guðjónsson.
Gestur Fanndal á spjalli við Tómas Sigurðsson og Steinunni
Gísladóttur.
SIGLFIRSK
FRÉTTASKOT
Þessi tankur var reistur árið 1937 og notaður á olíubirgða
stöð BP á Siglufirði í nærri 80 ár. Í seinni heimstyrjöldinni
höfðu Bandamenn, fyrst Bretar og síðar Bandaríkjamenn,
herbúðir í miðjum bænum og á Siglunesi. Var þá tankinn
málaður að utan sem íbúðarhús til að villa um fyrir þýskum
flugvélum vegna yfirvofandi loftárása þeirra. Lýsistankar
svipaðrar gerðar voru hluti af hverri síldarverksmiðju.
Árið 2016 var tankinn fluttur á safnsvæði Síldar minja
safnsins
(Skilti við olíutanka á safnasvæði Síldarminjasafnsins)
Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar voru olíugeymar taldir
líkleg skotmörk óvinahers, þess vegna var víða brugðið
á það ráð að mála þá í felulitum. Ísland var hlutlaust
land á stríðsárunum en var hersetið af Bretum og síðar
Bandaríkjamönnum. Ávallt var viðbúið að þýskur her
myndi gera árás á landið. Aðferðin við að dylja hlutverk
olíugeymanna gat verið ólík og eru tvö þekkt dæmi
þess á Íslandi að slíkir tankar hafi verið málaðir eins og
um íbúðarhús væri að ræða til að afvegaleiða árásaraðila.
Sennilegast er að þetta hafi verið gert vegna þess hve nálægt
byggð þessir tankar stóðu og því talið mögulegt að blekkja
óvininn á þennan hátt.
Tankarnir sem við sjáum á myndinni hér efst stóðu við
Skúlagötu í Reykjavík, á Klöpp við enda Klapparstígs þétt
við íbúðarbyggð. Þeir voru í eigu Olíuverslunar Íslands,
byggðir árið 1928 og stóðu í marga áratugi. Annað dæmi
er til um slíka málun frá Siglufirði, þar sem tankur var
dulbúinn sem íbúðarhús. Þar var reyndar farið svo langt
að mála manneskju við einn gluggann og hurð með
tröppum fyrir utan. Sá tankur er nú hluti af safnsvæði
Síldarminjasafns Íslands.
Væntanlega hafa íslenskir málarar fengið vinnu við að mála
tankana, enda sinntu Íslendingar margvíslegum störfum
fyrir breska og bandaríska setuliðið á Íslandi á stríðsárunum.
Höfundur þessa texta hefur eftir ömmu sinni að faðir
hennar sem var málarameistari, hafi farið með hermanni út
í Viðey og gefið leiðsögn um hvernig skyldi mála olíutank
til að villa um fyrir óvinum.
Fáar heimildir eru til um stríðsminjar af þessu tagi þó að
þær hafi staðið nærri byggð enda málning ekki jafn varanleg
og aðrar minjar s.s. steinsteypt loftvarnarbyrgi eða braggar.
Þegar tankarnir hafa verið málaðir að nýju, eða teknir
niður, hefur smátt
og smátt fennt yfir
þessa frumlegu
feluaðferð.
Villt um fyrir Þjóðverjum í seinna stríði
(Tekið af síðu
Þjóðminja-
safnsins.
Kristín Halla
Baldvins dóttir).