Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 17.05.2022, Qupperneq 14
 Kiwanis- hreyfingin hefur lyft grettistaki í hinum ýmsu verkefnum bæði hér á landi og á heimsvísu. Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson 2 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURLYKILL AÐ LÍFI Er Kiwanis fyrir þig? Já, klár- lega, en hvað er Kiwanis? Kiwanis eru alheimssam- tök sjálfboðaliða manna og kvenna sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna undir kjörorðinu: Hjálpum börnum heimsins. Kiwanishreyfingin leggur áherslu á manngildi og eflingu félags- kenndar félaganna. Það er gaman saman í Kiwanis og félagar tengj- ast ævilöngum vináttuböndum og fer það ekki endilega eftir búsetu. Kiwanis kennir okkur að tjá okkur og koma fram og er félagsskapur sem veitir okkur ánægju með því að vinna að því að aðstoða þá sem minna mega sín í samfélaginu og þá helst barna, síðan og ekki síst er Kiwanis fyrir karla og konur – yngri og eldri. Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Michiganfylki í Banda- ríkjunum þann 21. janúar 1915 en hreyfingin kom til Íslands í janúar 1964 með stofnun fyrsta klúbbs okkar en það var Kiwanisklúbbur- inn Hekla í Reykjavík. Í framhaldi voru stofnaðir fleiri klúbbar og dreifðist Kiwanis út um nánast allt land og einnig til Færeyja sem til- heyra okkar umdæmi í dag. Kiwanishreyfingin hefur lyft grettistaki í hinum ýmsu verkefn- um bæði hér á landi og á heimsvísu og má þar nefna Joð-verkefni sem fólst í því að vinna bug á joðskorti í þróunarlöndum og á heimsvísu en joðskortur veldur vanvirkni í skjaldkirtli. Einnig má nefna MNT- verkefnið sem er ætlað að koma í veg fyrir fæðingarstífkrampa í nýburum en þetta er gert með bólusetningu. Já, verkefnin eru mörg sem þessi frábæra hreyfing hefur innt að hendi á heimsvísu og tæki of langan tíma að tíunda það hér. Á Íslandi hefur hreyfingin unnið mikið og gott starf og má þar t.d. nefna K-daginn sem er að ganga í garð núna, en þetta verk- efni er til styrktar geðverndar- málum og var fyrsti K-dagurinn haldinn 18. október 1974, undir kjörorðinu: Gleymum ekki geðsjúkum. Á þeim degi gengu Kiwanismenn ásamt aðstoðar- fólki á fund landsmanna og seldu barmmerki, Kiwanis-lykilinn, til styrktar geðsjúkum. Framhaldið er þekkt, K-dagur er orðinn fastur liður í Kiwanisstarfinu þriðja hvert ár og þekkja allir landsmenn kjörorðið: Gleymum ekki geð- sjúkum. K-dagurinn hefur líka stuðlað að því að fá þessa umræðu um geðheilbrigði upp á yfirborðið en það hefur verið mikið feimnis- mál í gegnum tíðina. Hjálmaverkefnið þekkja allir landsmenn en þar fá allir 1. bekk- ingar grunnskóla landsins reið- hjólahjálm að gjöf og þar höfum við góðan styrktaraðila með okkur sem er Eimskip, en sögu verkefnis- ins má rekja aftur til 1990, þegar hugmyndin kom upp hjá Kaldbak á Akureyri en 2004 var verkefnið gert að landsverkefni og þá í sam- vinnu við Eimskip sem hefur reynst ómetanlegur bakhjarl. Margar sögur hafa borist okkur Kiwanismönnum til eyrna um óhöpp sem hefðu getað leitt til alvarlegra slysa ef hjálmanna okkar hefði ekki notið við. Þá eru ótalin áhrifin sem hjálmanotkun barnanna hefur haft á hjálma- notkun þeirra síðar meir og einnig á hjálmanotkun foreldranna. Þá hafa margir aðrir lagt málefninu lið, til dæmis hjúkrunarfræðingar, Slysavarnafélagið og lögreglumenn með viðbótarfræðslu og umfjöllun um umferðarreglur og hætturnar í umferðinni. Einnig má nefna Eiturlyfjavísi sem gefinn var út og notaður til að skynja notkun eiturlyfja og vinna að forvörnum og síðan Lífsvísinn sem er til að sporna við sjálfs- vígum. Svona mætti lengi telja af þeim frábæru verkefnum Kiwanis- hreyfingarinnar á landsvísu. Ekki má gleyma hinu mikla starfi sem klúbbar umdæmisins hafa unnið úti um allt land í sínum heimabyggðum og eru þau óteljandi, og þær vinnustundir sem Kiwanisfélagar hafa innt af hendi í sínum klúbbum. Mörg eru þau verkefni sem eru bundin við klúbba og byggðarlög sem of langt mál yrði að telja upp hér. En ágæti lesandi, ef þú ert tilbúinn að láta gott af þér leiða fyrir börn og okkar samfélag þá sérðu á þessum verkefnum Kiwanis fyrir þig Kiwanismenn hafa í langan tíma afhent börnum hjálma til að bæta öryggi þeirra í umferðinni. Börnin taka glöð á móti hjálm- unum. Kiwanishreyfingin selur „lykilinn“ til styrktar fólki með geðraskanir en það mun hafa verið í upphafi árs 1973 að umræða hófst í Kiwanis- hreyfingunni á Íslandi um að nú væri kominn tími til að ráðast í stórverkefni þar sem allir starfandi klúbbar í umdæminu stæðu samein- aðir að verki. Undirbúningur hófst og ýmislegt bar á góma þegar farið var að huga að verkefni þar sem hægt væri ann- ars vegar að sameina hreyfinguna og hitt sem var jafnvel mikilvægara en það var að taka að sér verkefni sem væri þjóðfélagslega mikilvægt og að hægt væri að fá þjóðina til að styðja þegar gengið væri til verks. Eftir töluverðar vangaveltur var ákveðið að „geðsjúkir“ yrðu aðstoðaðir undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“. Mjög ítarleg athugun fór fram á því hvar skyldi bera niður. Við vissum að staða geðsjúkra á þessum tíma var erfið. Þeir höfðu orðið út undan og þeirra vandamál voru ekki höfð í hávegum. Það þurfti nauðsyn- lega að vekja áhuga landsmanna á margvíslegum vandamálum geðsjúkra. Hvar áttum við að bera niður? Við leituðum til sérfræðinga í þess- um málum og í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að styðja upp- byggingu Bergiðjunnar við Klepps- spítalann sem var vinnustaður fyrir geðsjúkt fólk. Tómas Helgason prófessor var okkar tengiliður við verkefnið í Bergiðjunni og var það mikils virði. Við hófum undirbúning að því að finna tákn fyrir verkefnið sem myndi verða selt til almennings í formi merkis, sem vonandi yrði ekki bara söluvara heldur einn- ig tákn um vandamálið sem við var að fást. Ég átti leið til Ítalíu á Evrópuþing Kiwanisfélaga og tók eftir því að fáni þingsins var „lykill“ á hvítum fleti. Lykillinn hafði verið teiknaður af ítölskum manni, félaga í Kiwanisklúbbnum í Mílanó. Ég hitti listamanninn og sagði honum frá verkefninu sem Lykill til lausnar Tómas Sveinsson formaður kynn- ingar- og markaðs- nefndar Kiwanis að þetta er klárlega félags- skapur fyrir þig. Hreyfingin stendur nú á tíma- mótum, margt er að breytast í okkar samfélagi, mikil tækni- væðing og alls konar nýjungar og því mikil þörf á nýju fólki til að taka þátt í þessu frábæra starfi sem við erum að vinna í Kiwanis. Nútíð og framtíð bjóða upp á margs konar form á Kiwanisstarfi, eins og klúbba sem starfa eingöngu á netinu en hittast þar á milli til að hafa gaman saman, blandaða klúbba, kvennaklúbba, ungliða- klúbba, ásamt hinum hefðbundnu Kiwanisklúbbum. Já, kæri lesandi, Kiwanis er fyrir þig, gakktu til liðs við okkur. n Eyjólfur Sigurðsson fyrrverandi forseti Kiwanis International við vorum að undirbúa heima á Íslandi og óskaði eftir því að við mættum nota teikningu hans til að láta framleiða „lykil“, nælu, sem við myndum selja til stuðnings geðsjúkum. Hann samþykkti þegar í stað að leyfa okkur að nota teikningu hans án endurgjalds. Við hófum framleiðslu á „lykl- inum“ og undirbjuggum fyrsta K-dag íslenskra Kiwanismanna sem haldinn yrði í október 1974. Allir Kiwanisklúbbar í landinu tóku þátt í verkefninu og voru um eitt þúsund félagar og aðstoðarfólk um allt land sem tóku þátt í söl- unni. Við seldum 60.000 lykla sem fór langt fram úr áætlunum okkur og við gátum ráðist í verkefnið í Bergiðjunni af fullum krafti. Við höfum haldið áfram síðan, selt „lykilinn“ á fjögurra ára fresti fram á þennan dag og er næsti lykilsöludagur nú fram undan. Það er ekki ofsögum sagt að öll þessi vinna í þágu fólks með geðrask- anir hefur haft áhrif. Við höfum komið víða við á þessum 48 árum og margt hefur verið gert. Þörfin er enn mikil og við höldum áfram. n Kiwanis-lykill- inn er fjáröfl- unarleið sem hefur verið vel tekið hjá lands- mönnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.