Fréttablaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 16
Kiwanis tengir saman kynslóð- irnar, tengir saman löndin, tengir saman álfurnar, tengir heiminn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) er hluti af Landspít- alanum og samanstendur af tveimur deildum, legudeild og göngudeild. Deildirnar veita börnum upp að 18 ára aldri sérhæfða og þver- faglega sjúkrahúsþjónustu vegna geð- og þroskarask- ana. Saga BUGL er löng og nær aftur til ársins 1970 þegar barnageðdeildin við Dalbraut var stofnuð. „Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á þjónustu deildarinnar, bæði þekk- ingarlega og viðhorfslega. Sem dæmi um þróun undanfarinna ára og áratuga má nefna hvernig fjölskyldumiðaðri þjónustu hefur fleygt fram. Í dag gerum við ekkert án fjölskyldunnar,“ segir Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, deildarstjóri hjúkrunar Barna- og unglingageðdeildar Landspítala. „Enn nær okkur í tíma er þróunin í átt að sjúklingamiðaðri þjónustu, það er heilbrigðisþjón- ustu þar sem þjónustuþeginn er álitinn hluti af eigin teymi og vel til þess fallinn að stýra eigin meðferð eins og við á. Þetta er skemmtileg áskorun, en það er mikið öryggis- atriði að sjúklingar á sjúkrahúsi hafi yfirsýn yfir eigin meðferð og viti að þeir eiga rétt á því að vera upplýstir. Við höfum fengið þau börn sem innskrifast á legudeild- ina til að veita okkur endurgjöf á þjónustuna og þau hafa komið með verðmæta leiðsögn og hug- myndir sem við höfum getað hrint í framkvæmd. Allt frá því að benda okkur á það að við þurfum ekki öll, starfsfólkið, að spyrja hvernig þau sváfu um nóttina, yfir í að hjálpa okkur við að innrétta deildina af húsbúnaði og afþreyingu,“ segir Sigurveig. Helstu verkefni deildarinnar síðustu ár Covid hefur að sögn Sigurveigar verið fyrirferðarmikil áskorun fyrir samfélagið í heild síðast- liðin ár og BUGL hefur ekki farið varhluta af því. „Deildirnar héldu uppi óskertri starfsemi í gegnum faraldurinn og erum við stolt af því. Farsóttin olli hins vegar gríðarlegri sprengingu árið 2021 í fjölda bráðra mála sem leitað var með á BUGL og átröskunartil- fella. Því þurfti að flytja fagfólk á milli teyma innanhúss til að mæta þörfinni. Uppbygging trans teymis BUGL er annað dæmi um stórt og nauðsynlegt verkefni undanfar- inna ára sem var ekki fjármagnað sérstaklega og krafði okkur um útsjónarsemi að koma á fót. Næstu skref í uppbyggingu starfsins eru mörg. Við höfum lagt mikla vinnu í innra skipulag undanfarið ár sem meðal ann- ars hefur skilað þeim árangri að algengasti biðtími eftir þjónustu göngudeildar BUGL hefur styst um tvo mánuði.“ Kiwanis ötull bakhjarl BUGL Kiwanishreyfingin hefur verið ötull bakhjarl BUGL í gegnum árin og veitt ómetanlegan stuðning við bætta aðstöðu og þróun með- ferðarúrræða. „Eitt af hlutverkum BUGL er að miðla þekkingu til samstarfsstofnana og fagaðila í nærumhverfi barna. Styrkir frá Kiwanis hafa meðal annars verið nýttir til þýðinga á fræðsluefni og til að bjóða samstarfsaðilum á málþing um sjálfsskaðahegðun unglinga og mat á sjálfsvígshættu. Annað dæmi sem má nefna er að Kiwanis styrkti námskeið fyrir fag- fólk á BUGL í fjölskyldumeðferð. Ávinningur af verkefnum sem Kiwanis hefur stutt er mikill og stuðlar að bættri geðheilbrigðis- þjónustu og eflingu á þjónustu í nærumhverfi og skilar sér þannig í auknum lífsgæðum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.“ Áskoranir í dag Áskoranir BUGL í dag eru marg- víslegar að sögn Sigurveigar. „Áskoranir taka oft mið af nær- umhverfi barna í landinu og hvernig því gengur að styðja við þau. Við verðum vör við það þegar þjónusta í nærumhverfi er öflug. Eins verðum við vör við það þegar önnur kerfi glíma við áskoranir. Sömuleiðis finna önnur kerfi og fjölskyldurnar fyrir því þegar eftirspurn eftir þjónustu spítalans verður meiri en þjónustan sem hann hefur upp á að bjóða. Þetta hangir allt saman. Önnur áskorun sem hefur verið til staðar til lengri tíma er það viðfangsefni að laða til starfa hæft fagfólk sem býr yfir reynslu og þekkingu til að veita þá heil- brigðisþjónustu sem þau sem leita á BUGL þarfnast. Við erum lítið land og það getur verið vandasamt að viðhalda sérþekkingu á því breiða sviði sem barnageðheil- brigðisþjónusta er. Ekki síst þegar betur launuð störf bjóðast færum fagaðilum, þar sem vinnuálag er jafnvel minna.“ Við eigum öll rétt á heilbrigðisþjónustu „Það er ekkert einfalt svar til við því hvað þurfi að gera í þessum málaflokkum. En við verðum að hafa í huga að öll eigum við rétt á heilbrigðisþjónustu. Til þess að lífsnauðsynleg heilbrigðisþjónusta standi öllum til boða verðum við sem samfélag að sameinast um að byggja hana upp og viðhalda henni. Við á spítalanum höfum svo þá skyldu að standa undir því trausti sem til okkar er borið og veita bestu þjónustu sem völ er á á þeim tímapunkti,“ segir Sigur- veig. n Gjöfult samstarf bætir geðheilbrigðisþjónustu barna Sigurveig segir uppbyggingu á trans teymi meðal annars hafa verið stórt og nauðsynlegt verkefni hjá BUGL undan- farin ár. Verkefnið var ekki fjármagnað sérstaklega og krafðist útsjónarsemi að koma á fót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Styrkir frá Kiwanis hafa meðal annars verið nýttir til þýðinga á fræðsluefni og til að bjóða samstarfsaðilum á málþing um sjálfsskaða- hegðun unglinga og mat á sjálfsvígshættu. Til þess að lífs- nauðsynleg heil- brigðisþjónusta standi öllum til boða verðum við sem samfélag að sameinast um að byggja hana upp og viðhalda henni. Kristján Gísli Stefánsson, fyrrverandi forseti Kiwanis Setbergs Garðabæ, spyr hvað fái einstakling undir fertugu til að ganga í áhrifahreyf- ingu. Hvað með hreyfingu sem er með meðalaldur yfir sextugt? Það er fyrst og fremst vilji til að láta gott af sér leiða, vilji til að hafa áhrif á nærumhverfið og heiminn. „Það eru mörg frábær verkefni sem koma upp í hugann en ég skoðaði sérstaklega þá starfsemi sem hefur forgang hjá börnum og ungmenn- um. Kiwanis eru að mínu mati fremstir þar í f lokki. Það er leikur einn að fræðast um sögu og starf Kiwanis hér á landi og erlendis og því mun ég einbeita mér að sögu minni innan Kiwanis og hvað ég hef gefið af sjálfum mér og því sem ég hef fengið í því starfi. Þegar ég byrjaði í Kiwanis vissi ég ekki hversu mikið starfið myndi hafa jákvæð áhrif á mig. Mesta endurgjöfin er án efa að sjá gleði í andlitum barna þegar við afhendum hjálma til 1. bekkinga. Að sjá spenninginn í augum gest- anna á tónleikunum sem nokkrir klúbbar á höfuðborgarsvæðinu halda fyrir ungmenni með hreyfi-, skyn- og þroskahamlanir. Að afhenda ný húsgögn inn á heimili sem þurfa þess. Það er ómetanlegt. Síðan kemur að alþjóðlega sam- starfinu, þá sérstaklega því sem er í Evrópu. Árið 2019 var ég valinn ásamt þrennu öðru ungu Kiwanis- fólki frá Íslandi til þess að ferðast og hitta önnur ungmenni frá Kiw- anishreyfingunni í Evrópu. Það var ómetanleg upplifun að tengjast öðru fólki frá löndum eins og Rúmeníu, Frakklandi, Noregi og fleirum sem eru tilbúin til þess að gefa af sér til nærsamfélagsins og barna. Sú tenging gaf mikið af sér og gefur enn. En það var ekki eina gjöfin þar, þar var stunduð mikil kennsla í uppbyggingu klúbba og styrkingu þeirra. Þar voru lögð drög að árlegum fundi Ungra Kiwanis í Evrópu til styrkingar hreyfingarinnar, en þá kom Covid svo lítið varð úr þessu næstu tvö árin á eftir. Dagana 6.–8. maí 2022 var haldin ráðstefna númer tvö og fór ég aftur fyrir hönd Íslands ásamt tveimur öðrum ungum Kiwanismönnum, einn var til dæmis nýorðinn tví- tugur. Sú ferð veitti ekkert minni innblástur. Þar tók á móti okkur fjöldinn allur af frábæru fólki í Kiwanishreyfingunni í Evrópu ásamt starfsfólki og leiðbein- endum sem höfðu öll áhrif á mig á mismunandi hátt. Að kynnast fólki sem hefur að leiðarljósi betrum- bætur samfélagsins og heimsins er sálarnærandi. Það er upplyftandi og veitir manni sáluhjálp á þannig hátt að þú hafðir ekki hugmynd um að þú þyrftir þess. Kiwanis tengir saman kynslóð- irnar, tengir saman löndin, tengir saman álfurnar, tengir heiminn. Eitthvað sem mig hafði ekki órað fyrir að ég sem einstaklingur þyrfti eða þráði. Kiwanis veitir mér hjálp. Ef þú vilt gefa af þér, gefa af þér góða strauma til samfélagsins, kynnast nýju fólki, vera treyst til verka, hafðu þá samband við Kiw- anis og við tökum á móti þér með opinn faðminn.“ n Kiwanis fyrir mig og þig Kiwanis er skemmtilegur félagsskapur. Kristján Gísli Stefánsson. 4 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURLYKILL AÐ LÍFI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.