Fréttablaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 15
Við höfum verið í
mjög góðu sam-
starfi við Píeta samtökin
sem senda til okkar
ungmenni sem eru undir
18 ára og við komum oft
okkar krökkum inn í
meðferð hjá Píeta sem
við teljum að þurfi þess.
Bergið er stuðnings- og ráð-
gjafarsetur fyrir ungt fólk
upp að 25 ára aldri þar sem
fagfólk sinnir þeim sem
þangað leita. Um helmingur
unga fólksins sem leitar
þangað gerir það því að það
finnur fyrir vanlíðan svo sem
vegna þess að fjölskyldumeð-
limir eru í neyslu eða með
geðsjúkdóm eða þá bæði.
Nítján prósent þeirra sem leituðu
til Bergsins í fyrra voru með ein-
hverjar hugsanir eða hugmyndir
um sjálfsvíg eða sjálfsskaða og
þess vegna er nauðsynlegt að grípa
strax í taumana. „Það sem gerir
Bergið sérstakt og einstakt í úrræð-
um í tengslum við geðheilbrigði
ungs fólks er að það er það sem
við köllum lágþröskulda úrræði;
það þýðir að við leggjum áherslu
á að sinna öllum sem til okkar
leita,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir,
framkvæmdastjóri Bergsins.
„Það eru engin skilyrði fyrir
því hvort viðkomandi megi koma
nema að viðkomandi sé á til-
teknum aldri: 25 ára eða yngri. Við
lækkum þröskuldinn með því að
hafa þetta ókeypis, það eru ekki
biðlistar og húsnæðið er huggulegt
og það er gott að koma þangað.
Ef fólk á þessum aldri vill tala
um eitthvað sem því liggur á
hjarta og sem því líður illa yfir
og vill tala við einhvern þá getur
það skráð sig í gegnum heimasíðu
okkar, bergid. is, og komist í sam-
band við fagaðila til að hitta og
tala við. Þetta gerir úrræði okkar
frábrugðin öðrum vegna þess að
yfirleitt þarf fólk að uppfylla ein-
hvers konar skilyrði fyrir því að fá
að vera í ráðgjöf hjá öðrum. Það
eru til f leiri svona úrræði víða um
heim. Þetta er gert vegna þess að
við teljum að það þurfi að lækka
þröskuldinn á því að þau mæti og
leiti hjálpar og fá fólk inn sem fyrst
vegna þess að þá er oft hægt að
takast á við ýmiss konar hluti áður
en þeir verða að meira vandamáli.
Það er kannski grunnhugsunin í
Berginu og það er svo mikilvægt að
við fáum að halda þessu.
Það eru engin skilyrði fyrir því
hversu mörg viðtöl viðkomandi
fær eða hvað er talað um; það er
talað um það sem viðkomandi
vill tala um. Við erum ekki með
takmark á fjölda viðtala en skjól-
stæðingar okkar koma að meðal-
tali þrisvar til fimm sinnum. Þeir
mega líka koma einu sinni og prófa
og ef þeir fíla þetta ekki þá koma
þeir bara ekkert aftur.“
Ráðgjafar í Berginu eru allir
fagfólk og segir Sigurþóra að flestir
séu félagsráðgjafar auk þess sem
sálfræðingur og náms- og starfs-
ráðgjafi eru á meðal ráðgjafa.
„Þetta er fagfólk sem hefur mikla
reynslu og þekkingu við að vinna
með ungu fólki og í geðheilbrigðis-
málum. Þjónustan er mjög góð.“
Stelpur/ungar konur 75 prósent
Bergið var opnað árið 2019 og segir
Sigurþóra að síðan þá hafi tæplega
1.000 ungmenni sótt um að koma.
„Þau eru að nálgast 200 á þessu ári
og í fyrra voru þau tæplega 500,
við gerum ráð fyrir að þau verði
6-700 á þessu ári. Við tökum viðtöl
við 50-60 ungmenni á viku eins og
staðan er núna.“
Sigurþóra segir að í fyrra hafi
stelpur/ungar konur verið 75 pró-
sent þeirra sem leituðu til Bergsins
sem þýðir að strákar/ungir menn
voru 25 prósent. „Okkur langar til
að jafna hlutfallið; við viljum fá
strákana til okkar í meira mæli.“
Hvað er það helsta sem unga
fólkinu liggur á hjarta?
„Það kemur af ýmsum ástæðum.
Bergið er áfallamiðuð þjónusta
þannig að við tölum meira um
hvað kom fyrir þau heldur en
hvað að þeim er. Helmingur af
krökkunum sem koma til okkar
er krakkar sem eiga foreldra eða
systkini sem eru í neyslu eða eru
með geðsjúkdóm eða bæði. Það er
áhugavert við þennan hóp að 95
prósent af þessu unga fólki eru í
skóla eða vinnu. Það er að standa
sig. Það er að gera sitt besta en því
líður illa. Það upplifir kvíða, finnur
fyrir þunglyndi og fjórðungur
upplifir einmanaleika. Þetta fólk
þarf stuðning en það er seigt og
flott og því nær að líða betur með
því að fá einhvern til þess að ræða
við. Þannig að von okkar er að
með starfsemi Bergsins getum við
komið í veg fyrir að þetta unga fólk
brenni út, detti út úr virkni sinni.
Við viljum helst fá það til okkar á
meðan svo er svo það geti haldið
áfram að vera virkt í lífi sínu.“
Sigurþóra segir að 19 prósent
þeirra sem leituðu til Bergsins í
fyrra hafi verið með einhverjar
hugsanir eða hugmyndir um sjálfs-
víg eða sjálfsskaða. „Fagfólk Bergs-
ins metur það í viðtölum hversu
mikil hættan er og reynir að vinna
ákveðið hættumat í viðtalsramma
Bergsins. Við höfum verið í mjög
góðu samstarfi við Píeta samtökin
sem senda til okkar ungmenni sem
eru undir 18 ára og við komum oft
okkar krökkum inn í meðferð hjá
Píeta sem við teljum að þurfi þess.
Við erum einnig í góðu samstarfi
við BUGL, geðdeild Landspítalans,
og heilsugæsluna og flesta þá sem
koma að þessum ungmennum.“ n
Styðja fólk með sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahugsun
Sigurþóra Bergsdóttir er framkvæmdastjóri Bergsins
Á Íslandi falla þrír til fimm
einstaklingar í mánuði fyrir
eigin hendi eða að meðal-
tali 40 einstaklingar á ári.
Að missa í sjálfsvígi er mikið
áfall, og margir eiga um sárt
að binda í langan tíma, bæði
andlega og líkamlega. Þá eru
ótaldir allir sem sitja eftir í
sárum án þess beinlínis að
missa heilsuna.
Árið 2016 fór hópur fólks sem hafði
fundið þennan sársauka á eigin
skinni að leita leiða til að leggja
sitt lóð á vogarskálarnar og berjast
gegn þessu meini. Úr varð að Píeta
samtökin voru stofnuð. Píeta eru
frjáls félagasamtök sem vinna að
forvörnum gegn sjálfsvígum og
sjálfsskaða. Fólk sem á sjálft við
þennan vanda að stríða, aðstand-
endur þess og þeir sem misst
hafa ástvin í sjálfsvígi geta fengið
gjaldfrjáls viðtöl hjá fagaðilum
samtakanna.
Kjarninn í hugmyndafræði
Píeta er að það er alltaf von, þrátt
fyrir óbærilegan tilfinningalegan
sársauka og löngun til að deyja.
Með viðeigandi stuðningi og með-
ferð er hægt að vekja nýja von og
tilgang með lífinu.
Samtökin voru stofnuð að írskri
fyrirmynd „Pieta house“ sam-
takanna. Þjónustan hérlendis, líkt
og á Írlandi, er veitt af þverfag-
legu teymi heilbrigðismenntaðs
starfsfólks þar sem lagt er upp með
að veita aðgengilega þjónustu í hlý-
legu og vinalegu umhverfi. Öllum
er mætt af virðingu og biðin aldrei
lengri en nokkrir dagar.
Píeta er nú með starfsstöðvar
bæði í Reykjavík og á Akureyri en
þjónustar allt landið með fjarvið-
tölum. Auk þessa halda sam-
tökin úti síma sem er opinn allan
sólarhringinn allt árið um kring.
Þetta eru burðarstoðir í þjónustu
samtakanna en þau vinna líka að
markmiðum sínum með því að
starfrækja stuðningshópa, fara
með ýmiss konar fræðslu í skóla
og fyrirtæki, halda erindi á ráð-
stefnum og styðja við ýmsa þátta-
og kvikmyndagerð.
Það hefur sýnt sig að þörfin
eftir þessari þjónustu er gríðarleg
og ásóknin hefur verið stöðug og
sívaxandi. Þannig leituðu rúm-
lega þrjú hundruð einstaklingar
til samtakanna á fyrsta starfsárinu
en rúmlega sjö hundruð í fyrra.
Það er alltaf von Hér afhenda
Kiwanismenn
stóran styrk til
samtakanna.
MYNDIR/AÐSENDAR
Alls hafa tæplega 2.000 manns
fengið viðtal hjá samtökunum frá
því dyrnar voru opnaðar 2018 sem
verður að teljast talsverður fjöldi í
jafn fámennu landi eins og Ísland
er.
Samtökin eru alfarið rekin af
styrkjum og hafa Kiwanis sam-
tökin stutt dyggilega við starf
samtakanna. Án þeirra ríkulega
stuðnings, og annarra góðgerðar-
samtaka, hefði róður samtakanna
verið mun þyngri og standa Píeta
samtökin í mikilli þakkarskuld við
Kiwanis á Íslandi.
Það er von samtakanna að þeim
mæti áfram sá mikli stuðningur
sem þau hafa notið undanfarin ár
svo að hægt verði að halda mikil-
vægu starfi samtakanna gangandi
áfram. nKiwanismenn hafa styrkt Píeta samtökin og kynnt sér starf þeirra.
Píeta er nú með
starfsstöðvar bæði í
Reykjavík og á Akureyri
en þjónustar allt landið
með fjarviðtölum. Auk
þessa halda samtökin úti
síma sem er opinn allan
sólarhringinn allt árið
um kring.
Bergið er
stuðnings- og
ráðgjafarsetur
fyrir fólk sem er
25 ára og yngra.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
3ÞRIÐJUDAGUR 17. maí 2022 LYKILL AÐ LÍFI