Fréttablaðið - 17.05.2022, Side 26

Fréttablaðið - 17.05.2022, Side 26
Á Norðurlandi eru átta Kiwanisklúbbar og tilheyra Óðinssvæði í umdæminu Ísland-Færeyjar; Drangey á Sauðárkróki, Freyja á Sauð- árkróki, Skjöldur á Siglu- firði, Kaldbakur á Akureyri, Grímur í Grímsey, Skjálfandi á Húsavík, Herðubreið í Mývatnssveit og Askja í Vopnafirði. Samtals telur svæðið 150 félaga. Ekki svo ýkja margir og nægt rými fyrir f leiri klúbba og félaga. Félagar eru mjög virkir, sækja vel fundi og sinna fjáröflunarverk- efnum vel. Standa fyrir ýmsum viðburðum og styrkjum í sínu nærsamfélagi og standa saman að fjármögnun tækja og búnaðar sem kemur svæðinu til góða sem og landinu öllu. Sem dæmi hafa klúbbar fjárfest í hjartastuðtækj- um og komið fyrir á fjölförnum stöðum ásamt kaupum á gagnleg- um búnaði til heilbrigðisstofnana á svæðinu. Helst er horft til þess að fjárframlög og gjafir komi börnum fyrst og fremst til góða. Þar liggja áherslur hreyfingarinnar. Óðinssvæði fjármagnaði nýver- ið fullkominn heilalínurita sem vantaði mikið hjá rannsóknar- stofu í lífeðlisfræði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Tæki sem ekki hvað síst nýtist til greininga á f logaveiki hjá ungum börnum og til rann- sókna á höfuðárverkum barna. Rekstur klúbba er fjármagn- aður með félagsgjöldum, það er fundaaðstaða og greiðslur til umdæmis og heimsstjórnar. Allar fjáraflanir í nafni hreyfingarinnar fara í styrktarsjóði klúbba og þaðan til góðra verka. Stærstu verkefni sem umdæmið stendur að eru árleg afhending reiðhjólahjálma til barna sem eru að feta sín fyrstu skref ein og óstudd í umferðinni og sala K-lykils hvar ágóðinn rennur til geðheilsumála. Geðræn vandamál hrjá marga og alloft er fólk tregt til þess að leita sér hjálpar sökum fordóma og þess að vera stimplað geðveikt. Ef einhver er sagður geðveikur þá er sá hinn sami oft afskrifaður með orðræðu sem gildur þegn í sam- félaginu. En þannig er það ekki í raun og hefur Kiwanis stuðlað að bættri og opnari umræðu um þennan heilsufarsvanda. Sem betur fer erum við á réttri braut en betur má ef duga skal og enn er erfitt fyrir fólk að leita sér hjálpar Öflugt starf á Norðurlandi Hér eru full- trúar klúbba á Óðinssvæði ásamt svæðis- stjóra að máta endurskinsvesti sem Drangey afhendir öllum sjö ára börnum í Húnavatns- sýslum og Skagafirði. Tekið skal fram að þessi úrfærsla vesta er ætluð fullorðnum. MYND/AÐSEND Helgi Pálsson, svæðisstjóri Óðinssvæðis og biðlistar langir í kerfinu. Að vera veill á geði er margslunginn sjúkdómur og birtingarmyndir margar. Greining er erfið en þekk- ingu fleygir fram til meðferðar og lækninga sem gerir sjúklingum kleift að lifa „eðlilegu“ lífi. Kiwanis leggur hönd á plóginn til hjálpar. Við teljum að ungt fólk eigi fullt erindi í hreyfinguna. Rödd þeirra og sýn á lífið er framtíðin. Hugsjónin um að láta gott af sér leiða lifir á öllum aldri fólks. Við þurfum ungt fólk til liðs við okkur, meðalaldur er nokkuð hár en inni á milli ungir og kröftugir félagar. Kiwanisklúbburinn Freyja er kvennaklúbbur á Sauðárkróki. Þær eru metnaðarfullar og vinna að stórkostlegu verkefni í sinni heimabyggð. Það er gaman í Kiwanis Mikil vinátta ríkir á milli félaga í Kiwanis og á Óðinssvæði mikil samheldni. Við erum dugleg að heimsækja aðra klúbba á svæðinu á fundi og höldum svæðisráð- stefnur tvisvar á hverju starfsári. Stundum eru árshátíðir eða afmælisfagnaðir. Hápunktur er þó líkast til útilega, fjölskylduhátíð sem við höldum árlega sameigin- lega eina helgi í lok júní. Þar koma saman Kiwanisfélagar af svæðinu ásamt mökum, börnum og barna- börnum. Farið er í leiki, grillað og haldin kvöldvaka með söng og gamanmálum. Félagar úr öðrum svæðum koma oft og eru ávallt velkomnir. Kær Kiwaniskveðja. n Mikil vinátta ríkir á milli félaga í Kiwanis og á Óðinssvæði mikil samheldni. Við erum dugleg að heim- sækja aðra klúbba á svæðinu á fundi og höldum svæðisráð- stefnur tvisvar á hverju starfsári. 6 17. maí 2022 ÞRIÐJUDAGURLYKILL AÐ LÍFI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.