Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 11
Siglfirðingablaðið 11 skulum við búa í smábæ úti á landi, þar sem allir þekkja alla, og allir eru reiðubúnir að leggja til aðstoð sína, þegar hennar er þörf. Og einmitt þess vegna uni ég hag mínum svona vel á Siglufirði.” Karlakórinn hélt söngskemmtun í Nýja Bíó og Mjölnir sagði frá tónleikunum í maíblaðinu 1970 og sagði Vísi vera eitt af óska­ börnum bæjarins og í röð bestu kóra á Íslandi. En Mjölnir var ekki einn um það og sem dæmi um hve Karlakórinn Vísir naut mikillar hylli og vinsælda um land allt á þessum tíma, má nefna að hann var fenginn til að syngja á útihátíð sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1970 sem var þó aðallega sótt af ungu fólki af bítlakynslóðinni. Þar kom kórinn fram innan um poppsveit­ ir eins og Trúbrot, Náttúru, Ævintýri, Óðmenn og Trix svo dæmi séu nefnd. En þar voru reyndar líka Ingimar Eydal, dans­ hljómsveitin Gautar frá Siglufirði sem voru reyndar auglýstir sem gömludansahljómsveit, Þrjú á palli, Gunnar og Bessi, Árni Johnsen og Alli Rúts. Í maímánuði 1971 heldur Karla­ kórinn Vísir suður yfir heiðar í enn eina tónleikaferðina. Byrjað er á Akranesi, en síðan sungið í Keflavík, Hafnarfirði, Austur­ bæjarbíói í Reykjavíkur og að lokum haldið til Vestanannaeyja. Söngstjórinn Gerhard Schmidt hefur að þessu sinni útsett öll lögin á söngskránni fyrir karlakór og hljómsveit. Einsöngvarar eru Guðmundur Þorláksson, Kristinn Georgsson, Sigurjón Sæmundsson og Þórður Kristinsson. Blandaði kvartettinn er auðvitað með í för svo og Gautarnir að öðru leyti en því að Magnús Guðbrands­ son spilar á bassa. Á söngskránni fyrir hlé eru klassísk kórlög en eftir hlé voru flutt ensk, banda­ rísk og spænsk sönglög eins og segir í tilkynningu frá kórnum. Aðsókn var það góð að tveir konsertar voru haldn­ ir á hverjum stað, nema á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Að auki var svo tekið upp hálftíma dagskrárat­ riði fyrir sjónvarpið sem var á dagskrá 1. ágúst sem var fyrsti útsendingardagur eftir sumarfrí. Engar heimildir er að finna um neinar tónleikaferðir árið eftir, en um vorið 1973 er kórinn að æfa af kappi fyrir söngferðalag um Suðvesturland á svipaðar slóðir og hann hafði farið áður. Byrjað var á Siglufirði föstudaginn langa, fen þá stóð yfir skíðalandsmót í bæn­ um og var því óvenjulega mikill fjöldi fólks staddur þar. Konsert­ inn var haldinn í Nýja Bíói og komust færri að en vildu. 15 manna hljómsveit skipuð hljóð­ færaleikurum úr sinfóníuhljóm­ sveitinni og Gautum lék undir og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir lék einleik á píanó, 5 einsöngvarar sungu með kórnum svo og bland­ aður kvartett. Söngstjóri var að venju Geirharður Valtýsson. Eftir þetta er ekki að finna neinar heimildir um frekari tónleikaferð­ ir kórsins, en árið eftir varð Karlakórinn Vísir 50 ára. Haldið var upp á áfangann með blysför frá þeim stað, sem hann söng í fyrsta skipti fyrir hálfri öld og einnig söng hann nokkur lög á staðnum við góðar undirtektir. Það sama ár eða 1974 hættir Ger­ hard sem söngstjóri kórsins. Útgáfusagan. Árið 1930 komu upptökumenn frá Columbiaútgáfunni til lands­ ins með upptökutæki, og tóku upp fjöldann allan af plötum sem síðan voru margar hverjar gefnar út. Landskórið var meðal þeirra sem þá komu út á plötu en Karlakórinn Vísir ekki, ástæðan var samkomulag sem Karlakór K.F.U.K. hafði gert við Columbia um að þeir réðu hvaða kórar fengju að taka upp og það tryggði þeim nánast einkarétt á upptök­ unum. Sá samningur var hins vegar ekki í gildi þegar þeir Columbiamenn komu aftur til landsins þremur árum síðar (1933) með upptöku­ tækin sín og kom Karlakórinn Vísir heldur betur við sögu í þeim upptökum sem gerðar voru á Ak­ ureyri. Varð afraksturinn þrjár 78 snúninga plötur, ein tveggja laga plata með kórnum einum, önnur plata ásamt Karlakór Akureyrar og á þeirri þriðju söng blandaður kór með Vísi. Sá kór söng undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar en ekki liggur fyrir hvaða kór þetta var. Ríkisútvarpið tók einnig upp heil­ mikið efni með kórnum, líklega 1941 og hafa þær upptökur verið talsvert spilaðar í útvarpinu. Búið var að gera samning við plötuút­ gáfuna Íslenska tóna um útgáfu hluta þess efnis sem þá var tekinn upp, þ.e. þrjár tveggja laga plötur sem koma áttu út. Ef til vill var það stopulu söngstarfi á Siglu­ firði á þessum árum að kenna að aðeins ein platnanna kom út (1954), hinar tvær höfðu fengið útgáfunúmer en komu aldrei út. Sömu sögu er að segja af plötu þar sem Vísir, Karlakór Reykja­

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.