Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 4
Siglfirðingablaðið4 Karlakórinn Vísir, förin til Cannes og Gerhard Schmidt (Fyrsti hluti af þremur - Vísir 95 ára í ár) Frá upphafi til enda í örstuttu máli. Snemma vetrar 1923 komu nokk rir Siglfirðingar saman fyrir tilhlutan Halldórs Hávarðssonar, til að æfa nokkur sönglög sér til dægrastytt­ ingar. Vel tókst til og í framhald­ inu var efnt til söngskemmtunar sem haldinn var milli jóla og nýj­ árs það ár í fimleikasal barnaskól­ ans, sem þá var aðalsamkomuhús bæjarins. Á gamlárskvöld var svo sungið af svölum húss Helga Hafliðasonar kaupmanns þar sem nú er aðsetur Kiwanismana, við mikinn fögnuð bæjarbúa sem hylltu söngmennina ákaft. Hrifning Siglfirðinga þetta kvöld var mikil og ánægjan óblandin yfir þeirri nýbreytni sem þarna var tekin upp. Eftir þetta kvöld mun það hafa legið í loftinu, að eitthvað nýtt væri í uppsiglingu í bænum, því fyrstu kynnin af framtakinu lofuðu svo sannarlega góðu. Það lá þess vegna beint við að eftir áramótin var farið að ræða stofnun kórs af meiri alvöru, og var í framhaldinu kosin nefnd til að setja hinu nýja söngfélagi lög. Telst stofndagur hans vera 22. jan. 1924 og eru því liðin 95 ár frá stofnun hans í ár. Stofnfélagar kórsins voru auk Halldórs Hávarðasonar sem jafn­ framt var stjórnandi hans: 1. tenór: Bjarni Hóseasson, Egil Stefánsson, Guðmundur Fr. Guð­ mundsson, Vilhjálmur Hjartarson og Þorsteinn Gottskálksson 2. tenór: Guðlaugur Gottskálks­ son, Helgi Kjartansson, Helgi Stefánsson, Sigurður Jensson og Friðrik Júlíusson. 1. bassi: Kjartan Jónsson, Christi­ an Möller, Kristmar Ólafsson, Tómas Gíslason og Pétur Björns­ son. 2. bassi: Gunnlaugur Sigurðsson, Jósep Blöndal, Dúi Stefánsson, Óli G. Baldvinsson, Pétur Ver­ mundsson og Sophus A. Blöndal. Einsöngvarar með kórnum á fyrstu 25 árum hans voru: Sigurður Birkis tónlistarmaður, Aage Schiöth lyfsali, Ghristian Möller lögregluþjónn, Daníel Þórhallsson síldarsaltandi og útgerðarmaður, Erling Ólafs­ son bróðir Sigurðar Ólafssonar söngvara og hins landsfræga hestamanns sem var faðir Þur­ íðar Sigurðardóttur söngkonu, Halldór Kristinsson læknir, Jón Gunnlaugsson rafvikjameistari, Kjartan Sigurjónsson óperusöng­ vari sem kom frá Vík í Mýrdal, Sigurjón Sæmundsson prentari og bæjarstjóri, og Þorsteinn H. Hannesson óperusöngvari. Því miður andaðist Halldór Hávarðason um vorið 1924 en Tryggvi Kristinsson kirkjuorgel­ leikari tók þá við söngstjórninni og annaðist hana allt til ársins 1929 þegar Þormóður Eyjólfsson tók við af honum. Þormóður stjórnaði kórnum í heil 23 ár af miklum dugnaði og óhætt er að segja að hann hafi bæði eflt hann og bætt. Hann leitaðu m.a. upp góða söngmenn í öðrum héruð­ um eða jafnvel landshlutum og fékk þá til að flytjast til Siglufjarð­ ar og syngja með kórnum. Góð dæmi um það eru m.a. Björn Frímannsson sem kom úr Fljót­ unum og Daníel Þórhalls sem fluttist til Siglufjarðar alla leið frá Hornafirði. Þá fékk hann bróður sinn Sigurð Birkis söngkennara til koma til Siglufjarðar um tíma og þjálfa kórfélaga. Sigurður Birkis mun einnig hafa verið fyrsti ein­ söngvarinn sem söng opinberlega með karlakórnum Vísi. Óhætt er að segja að undir stjórn og leið­ sögn þeirra bræðra hafi kórinn átt glæstan feril um langt árabil og verður þeim seint fullþakkað fyrir framlag sitt til siglfirskrar tónlistar iðkunar. Tónskóli Karlakórsins Vísis var svo stofnaður árið 1951, en Þor­ móður lét af kórstjórn árið 1954 þá sjötugur að aldri og við tók Haukur Guðlaugsson sem síðar varð söngmálastjóri kirkjunnar. Hans naut þó stutt við því Hauk­ ur fór erlendis til framhaldsnáms árið 1955 og eftir það varð tals­ verð lægð í starfseminni því ekki tókst að fá fastan söngstjóra. Vísir kom þó nokkrum sinnum opin­ berlega fram, m.a. undir stjórn Páls Erlendssonar, Sigursveins D. Kristinssonar og Róberts A. Ottóssonar. Óhætt er þó að segja að hjólin hafi aftur farið að snúast af alvöru þegar Gerhard Schmidt var ráðinn söngstjóri árið 1964, en hann hafði þá áður tekið við stjórn lúðrasveitarinnar og sinnt tónlistarkennslu í bænum. Hófst þá kórinn aftur til vegs og virðingar og átti eftir það sinn annan glæsta feril sem stóð yfir í u.þ.b. áratug. Eftir að hann fluttist aftur til Þýskalands 1975 fór verulega að

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.