Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 2
Siglfirðingablaðið2 SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: Gunnar Trausti Fr á rit st jó ra Ágætu Siglfirðingar! Dugnaði Siglfirðinga hefur verið við brugðið. Og þar hafa siglfirskar síldarstúlkur borið frægð bæjarins hæst. Sá sem þetta ritar man eftir móður sinni komandi heim eftir síldartörn og leggjast á eldhúsgólfið og láta líða úr sér. Nú ætla ég að stinga uppá því við Siglfirðinga nær og fjær að við sameinumst um að reisa MINNISMERKI UM SÍLDARSTÚLKURNAR Á SIGLUFIRÐI sem verði ekki gerður minni vegur en þeim séra Bjarna og Gústa Guðsmanni. Alla Eysteins verði fengin til að gera styttur af amk.10 síldarkerlingum í fullum skrúða auk síldarkassa fullum af silfri hafsins. Mín hugmynd um staðsetningu er torgið sjálft! Ási í Bæ yrkir svo um Síldarstúlkurnar: Ennþá er mér í minni meyjarbros og tár, skellóttur skýlu klútur og skollitað undir hár, glettni í gráum augum gamanyrði á vör, dansinn á bátabryggju blossandi æskufjör. Það er næsta víst að Ísland hefði orðið töluvert eins­ leitara ef síldin á Siglufirði hefði ekki komið til. Og Siglufjörður má þakka það þessum dugmiklu ættmæðrum sínum sem með ósérhlífni og krafti byggðu upp síldarbæinn. Stóðu vaktina oft í 25­30 tíma við að koma silfri hafsins í tunnur: Product of Siglufjörður. Stærsti og þekktasti síldarbær í heimi. Gunnar Trausti Réttingaverkstæði Litróf umhverfisvottuð prentsmiðja Sími 563 6000 · Vatnagörðum 14 · 104 Reykjavík · www.litrof.is

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.