Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 13

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2019, Blaðsíða 13
Siglfirðingablaðið 13 inn og Karlakórinn Vísir, en nafn plötunnar var “Ég bið að heilsa”. Lögin á henni voru: Ég bið að heilsa, Sólseturljóðin, Smala­ drengurinn, Smalastúlkan og lag sr. Bjarna, Ég vil elska mitt land sem var flutt af Vísi. Þótt þú langförull legðir. Árin liðu og karlakór­ inn var aftur orðinn stolt Siglufjarðar og landsþekktur fyrir gæði og talinn meðal bestu karlakóra landsins. Hinn nýi stjórnandi Gerhard Schmidt var óhræddur við að fara nýjar leiðir í nálgun sinni og undir hans stjórn fór kórinn í samstarf við dans­ hljómsveitina Gauta sem starfaði á Siglufirði og átti það samstarf eftir að vara í heilan áratug. Undir hans stjórn má segja að Karlakór­ inn Vísir hafi á margan hátt náð hápunktinum á ferli sínum árið 1966, sem stóð í 60 ár. Það ár var mikið að gerast hjá kórnum, en þá gaf hann út breiðskífuna “Þótt þú langförull legðir” sem innihélt 14 lög, bæði klassísk kórlög svo og léttari lög í bland. En þarna kvað við alveg splunku­ nýjan nýjan tón, því segja má að gamla karlakórsformið hafði verið víkkað verulega út og blandaði kvartettinn sem ásamt meðlimum úr danshljómsveitinni Gautum ásamt Tómasi Sveinbjarnrsyni, breytti allri tónlistarlegri ásýnd kórsins svo að nærst lagi er að tala um byltingu í þeim efnum. Blandaði kvartettinn gerði hreint allt vitlaust í öllum óskalagaþátt­ um með laginu “Kveiktu ljós” sem var erlent lag við íslenskan texta Hafliða Guðmundssonar kennara og óhætt er að segja að þarna hafi alveg ný skrautfjöður bæst í hina siglfirsku tónlistar­ flóru. Ekki voru þó allir kórfröm­ uðir landsins sáttir við þá miklu breytingu sem þarna hafði orðið og heyrst hefur að einhverjir hafi uppnefnt Vísi Poppkórinn, sem átti þá að vera á heldur neikvæðum nótum og laust við þá virðuleikaímynd sem alvöru karlakórum sæmdi. Þá verður að geta þess að einnig var á plötunni lagið “Ciribiri­ bin” þar sem stjórnandinn blés í trompetinn með þeim hætti sem fæstir höfðu heyrt áður. Platan hlaut líka heldur betur góðar viðtökur, seldist í um þrjú þúsund og fimm hundruð eintökum sem var einsdæmi þegar kórtónlist var annars vegar og varð þannig ástæða fararinnar til Cannes í Frakklandi tveimur árum síðar. Jólaplatan. Sama ár og metsölu­ platan “Þótt þú lang­ förull legðir” kom út, sendi kórinn frá sér jólaplötu sem innihélt 4 lög. Heims um ból, Hljóða nótt, Hvít jól og Ó, Isis og Ósiris, en í því síðastnefnda söng Þórður Kristinsson einsöng. Útgefandi að báðum síðastnefndu plötunum var Fálkinn og stjórn­ andi var að sjálfsögðu Gerhard Schmidt. Okkar glaða söngvamál. 1968 kom út önnur breiðskífa á vegum Fálkans. Sú fékk heitið Okkar glaða söngvamál og hlaut ágæta dóma í Tímanum og Morgun­ blaðinu en þá var ekki sjálfgefið að kóraplötur fengju gagnrýni í fjölmiðlum. Platan var tekin upp í sal Ríkisútvarpsins vorið 1969 þegar kórinn var á söngferðalagi sunnanlands, tuttugu lög voru

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.