Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2022 Endaði óvænt í Dúbaí Karítas Ármann upplifði skemmtileg og spennandi ævintýri í Dúbaí síðasta vetur þar sem hún starfaði hjá Kempinski Hotel Mall of the Emirates hótelinu eftir að hafa lokið námi við César Ritz hótelskólann í Sviss. Í sumar starfar hún hjá fjölskyldufyrirtækinu. 2 Karítas Ármann starfaði síðasta vetur hjá Kempinski Hotel Mall of the Emirates hótelinu í Dúbaí. MYND/GÍGJA DÖGG EINARSDÓTTIR jme@frettabladid.is Vísindamenn uppgötvuðu nýlega áður óþekkt lífríki í árfarvegi á um 500 metra dýpi í Ross íshellunni, stærstu íshellu Antarktíku. Nýsjá­ lenskir vísindamenn frá National Institute of Water and Atmos­ pheric Research (NIWA), bræddu þar holu í gegnum íshelluna að neðanjarðará, eða öllu heldur neðaníssá, sem er rúmlega 10 kíló­ metra löng, 250 metra breið og 250 metra djúp. „Ímyndaðu þér svæði á stærð við höfnina í Sydney, úr ís og snjó,“ segir Craig Stevens, haf­ fræðingur hjá NIWA. Iðandi af marflóm Þarna niðri er ótrúlega dimmt og kalt enda of djúpt í ísnum til að sólarljós nái að skína þar. Vísinda­ menn urðu því hissa þegar þeir létu rannsóknartækin síga niður í ána og fundu þar árfarveg sem var iðandi af marflóm. „Að sjá öll þessi dýr syndandi í kringum myndavélina merkir að þarna er augljóslega mikilvægt vistkerfisferli í gangi, sem við munum rannsaka frekar,“ segir Craig. „Stundum sáum við mikla mergð en öðrum stundum voru fá dýr á ferli. Þessi breytileiki er hluti af því sem gerir þetta svona spenn­ andi,“ bætir hann við. Veröldin undir ísmassa Antark­ tíku er enn ráðgáta, enda er tölu­ vert flókið að komast að þessum neðaníssám. Fyrir utan veðrið þá þarf að bora í gegnum þykkan ís og senda niður dróna eða mynda­ vélabúnað. Þetta er ástæða þess að hið fræga skip Ernest Shackletons, the Endurance, fannst ekki fyrr en meira en öld eftir að það týndist. n Lífið undir ísnum Vistkerfi finnst á 500 metra dýpi í stærstu íshellu Antarktíku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.