Fréttablaðið - 15.06.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2022
Endaði óvænt í Dúbaí
Karítas Ármann upplifði skemmtileg og spennandi ævintýri í Dúbaí síðasta vetur þar sem
hún starfaði hjá Kempinski Hotel Mall of the Emirates hótelinu eftir að hafa lokið námi við
César Ritz hótelskólann í Sviss. Í sumar starfar hún hjá fjölskyldufyrirtækinu. 2
Karítas Ármann starfaði síðasta vetur hjá Kempinski Hotel Mall of the Emirates hótelinu í Dúbaí. MYND/GÍGJA DÖGG EINARSDÓTTIR
jme@frettabladid.is
Vísindamenn uppgötvuðu nýlega
áður óþekkt lífríki í árfarvegi á um
500 metra dýpi í Ross íshellunni,
stærstu íshellu Antarktíku. Nýsjá
lenskir vísindamenn frá National
Institute of Water and Atmos
pheric Research (NIWA), bræddu
þar holu í gegnum íshelluna að
neðanjarðará, eða öllu heldur
neðaníssá, sem er rúmlega 10 kíló
metra löng, 250 metra breið og 250
metra djúp. „Ímyndaðu þér svæði
á stærð við höfnina í Sydney, úr ís
og snjó,“ segir Craig Stevens, haf
fræðingur hjá NIWA.
Iðandi af marflóm
Þarna niðri er ótrúlega dimmt og
kalt enda of djúpt í ísnum til að
sólarljós nái að skína þar. Vísinda
menn urðu því hissa þegar þeir
létu rannsóknartækin síga niður í
ána og fundu þar árfarveg sem var
iðandi af marflóm.
„Að sjá öll þessi dýr syndandi í
kringum myndavélina merkir að
þarna er augljóslega mikilvægt
vistkerfisferli í gangi, sem við
munum rannsaka frekar,“ segir
Craig. „Stundum sáum við mikla
mergð en öðrum stundum voru fá
dýr á ferli. Þessi breytileiki er hluti
af því sem gerir þetta svona spenn
andi,“ bætir hann við.
Veröldin undir ísmassa Antark
tíku er enn ráðgáta, enda er tölu
vert flókið að komast að þessum
neðaníssám. Fyrir utan veðrið þá
þarf að bora í gegnum þykkan ís
og senda niður dróna eða mynda
vélabúnað. Þetta er ástæða þess að
hið fræga skip Ernest Shackletons,
the Endurance, fannst ekki fyrr en
meira en öld eftir að það týndist. n
Lífið undir ísnum
Vistkerfi finnst á 500 metra dýpi í
stærstu íshellu Antarktíku.