Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 1
1 2 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . J Ú N Í 2 0 2 2 Paul er leitandi kassi Gnarr í svindli með Bond Lífið ➤ 16 Lífið ➤ 18 Ríkið mun ekki nýta sér for­ kaupsrétt til að almenningur eigi þekkta náttúruperlu. Fresturinn er útrunninn. bth@frettabladid.is NÁTTÚRA Frestur til að ríkið nýti sér forkaupsrétt og hindri sölu á Fjaðrárgljúfri til einkaaðila með því að kaupa gljúfrið er runninn út. Hin heimsfræga náttúruperla er því á leið í einkaeigu og kann gjaldtaka að vera handan við hornið. Fréttablaðið greindi frá því í síð­ asta mánuði að kaupandi væri fund­ inn að jörðinni Heiði og að seljendur hefðu samþykkt tilboðið. Ein helsta eign jarðarinnar er gljúfrið, sem Justin Bieber gerði heimsfrægt með viðdvöl sinni um árið. Katrín Jakobs­ dóttir for sætis ráð herra vildi ekki tjá sig þegar blaðið spurði hvort ríkið ætlaði sér að nýta for kaups rétt svo náttúruundrið yrði í opin berri eigu. Selj endur gengu að til boði frá Ís­ lendingi sem sam kvæmt heimildum blaðsins hljóðar upp á 300­350 millj­ ónir króna. Frestur til að nýta for­ kaupsréttinn rann út í síðustu viku. Varð ekki ljóst að viðskiptin yrðu að veruleika fyrr en ríkið afsalaði sér rétti til kaupa. Málið heyrir að mestu undir um­ hverfis­, auð linda­ og orku ráð herra, Guð laug Þór Þórðar son. Búist er við, samkvæmt heimildum blaðsins, að fasteignasalan sem selur Fjaðrár­ gljúfur fái staðfestingu frá ríkinu um að viðskiptin geti gengið í gegn á næstu dögum. Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sinnt gljúfrinu undanfarin ár. Ekki liggur fyrir hvort nýi eigand­ inn, íslenskur viðskiptamaður, áformar gjaldtöku. Fram til þessa hefur gljúfrið staðið gestum opið og aðgangur verið ókeypis. n Afsala sér kauprétti á Fjaðrárgljúfri Fram til þessa hefur gljúfrið verið öllum opið og aðgangur ókeypis. Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur d Rafmagnaður draumur e-tron GT Keyrðu inn í sumarið á nýjum e-tron GT! UTANRÍKISMÁL Tæp 72 prósent svar­ enda styðja aðild Íslands að Atlants­ hafsbandalaginu í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Ellefu prósent eru á móti aðild en rúm 17 prósent hafa ekki skoðun á málinu. Meirihluti kjósenda allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi er fylgj­ andi aðild, þar á meðal kjósendur Vinstri grænna, en andstaða við aðild hefur verið í grunnstefnu f lokksins frá stofnun hans. Einn­ ig eru f leiri kjósendur Sósíalista­ flokksins fylgjandi aðild Íslands en á móti. SJÁ SÍÐU 4. Yfirgnæfandi stuðningur við aðild að NATO Eigendur hafa sam- þykkt kauptilboð frá íslenskum fjárfesti. Það var glaumur og gleði á Laugardalsvelli í gær þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu hittist á sinni fyrstu æfingu fyrir EM sem fram fer á Englandi í júlí. Fyrsti leikur Íslands í mótinu fer fram 10. júlí og mæta stelpurnar þá Belgíu, en liðið á æfingaleik í Póllandi 29. júní. Ísland færðist upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem birtur var í gær og er kvennalandsliðið nú í 17. sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.