Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það getur verið flókið að komast að sameigin- legri niður- stöðu í ríkisstjórn ólíkra flokka. Undir forsætis- nefnd er málaflokk- unum sýnd virðing auk þess sem við gætum ráðdeildar með því að nýta innviði og kerfi. Fyrir borgarstjórn í dag liggur tillaga meirihlutans um að málaflokkur atvinnumála, nýsköpunar og ferða- þjónustu muni tilheyra forsætisnefnd borgarinnar. Forsætisnefnd hefur nú þegar með höndum nokkur aðskilin verkefni og hefur áður verið falið að annast aðra málaflokka. Það eru því ekki nýmæli að for- sætisnefnd fjalli um meira og annað en næsta fund borgarstjórnar. Síðustu ár hafa þessir málaflokkar ekki átt fastan stað í borgarskipulaginu. Með því að vista þá í for- sætisnefnd er því verið að lyfta þeim hærra en áður og viðurkenna mikilvægi þeirra fyrir Reykjavíkur- borg. Við fundum fyrir miklum áhuga og þörf fyrir þessu við undirbúning atvinnu- og nýsköpunar- stefnu sem við samþykktum í vor. Ekki síst þar sem stefnunni fylgdu tillögur að aðgerðaáætlun, sem fylgja þarf fast eftir. Undir forsætisnefnd er mála- f lokkunum sýnd virðing auk þess sem við gætum ráðdeildar með því að nýta innviði og kerfi í stað þess að stofna nýtt ráð. Reykjavík hefur alla burði til að bjóða upp á alþjóðlega samkeppnishæft umhverfi fyrir skapandi atvinnulíf, menningu og nýsköpun. En við þurfum að draga fram kostina og verða enn sveigjanlegri. Í aðgerðaáætlun atvinnu- og nýsköpunarstefnu er lagt til að útbúa rafrænan samskiptavettvang fyrir fyrir- tæki, til að einfalda stjórnsýsluna og fækka flækju- stigum. Þar lögðum við líka til að efla atvinnulíf í hverfum og endurskoða innkaup borginnar til að efla samkeppni og auka fjölbreytni. Ekki síst er mikilvægt að bæta samtalið við atvinnulífið til að byggja saman upp enn blómlegra atvinnulíf. Þá er ferðaþjónustan að koma aftur af fullum krafti. Á síðasta kjörtímabili samþykktum við ferðamála- stefnu sem stefnir að Reykjavík sem vinsælum áfanga- stað, í góðri sátt við borgarbúa. Eitt mikilvægt skref til að svo verði er að á höfuðborgarsvæðinu verði til áfangastaðastofa sem sinni því hlutverki að markaðs- setja höfuðborgarsvæðið í góðu samstarfi sveitar- félaga og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Tækifærin hér eru óteljandi. ■ Atvinnumál í öndvegi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgar- stjórnar NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR ser@frettabladid.is Frestur Það kemur ekki á óvart að skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslands- bankasöluna hafi seinkað, en hún átti að birtast Bjarna Bene- diktssyni og öðrum landsmönn- um fyrir lok júní. Nú hefur ný tímasetning verið ákveðin, altso fyrir lok júlí, en einhver óútskýrð tilfinning læðist samt að þjóð- inni um að birtingin eigi eftir að dragast enn á langinn. Nógu erfitt er að reka á eftir svörum stofnana og sérfræðinga þeirra á venjulegum vetrarmánuðum, en svo til vonlaust er það yfir sumartímann þegar í besta falli jakkinn hangir á stólbakinu á ríkisreknum kontórum landsins. Lempað En til þessa voru refirnir nú skornir. Ríkjandi landsstjórn vissi auðvitað upp á sína tíu fingur að svona færi þetta, eftir að hún vísaði málinu til endur- skoðunar ríkisins – og lempaði með því hatursfulla umræðu sem risið hafði meðal almenn- ings sem gat ekki á heilum sér tekið eftir umdeilda söluna – og hefur sá hinn sami almenningur þurft að hrista hausinn æði oft og iðulega af ástæðum sem rekja má til íslenskrar pólitíkur. Ofan í allt það kaupið má ætla að skýrslan, þegar hún loksins kemur, verði jafn litlaus og hún reynist bit- laus. Sum sé, svona drepa menn málunum á dreif. ■ Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Þeir eru tvö hundruð og níu talsins. Vinnuhóparnir, fagráðin, þing- mannanefndirnar, aðgerðahóparnir, viðbragðsteymin, verkefnastjórn- irnar og valnefndirnar sem sinna tímabundnum verkefnum fyrir ríkisstjórnina. Í þeim situr slíkur fjöldi fulltrúa að mann- hafið færi létt með að fylla stúku í væntan- legri þjóðarhöll. Sem er ekki risin. Því hún er í nefnd. En sem sagt, ríkisstjórnin er með einn starfs- hóp á hverja sautján hundruð Íslendinga. Sem hlýtur að vera enn eitt höfðatölumetið. Utan um tímabundin verkefni sem virðast ekki lúta neinum lögmálum tímans. Ef mið er tekið af því hversu seint og illa gengur að kreista út úr þeim niðurstöður. Eflaust er þetta til marks um að ríkisstjórnin láti verkin tala. Tvö hundruð og níu mál í vinnslu áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Það kann að vera rétt. Upp að vissu marki. Önnur skýring er þó líklegri. Það getur verið f lókið að komast að sameig- inlegri niðurstöðu í ríkisstjórn ólíkra f lokka. Þetta þekkir forystufólk í pólitík. Það hefur vissulega sína kosti að æðsta stjórn landsins spanni litrófið, en það hefur líka sína ókosti. Þegar áherslugjáin er breiðari en svo að brúin nái yfir hana getur verið nauðsynlegt að kaupa sér tíma og skipa nefnd. Helst fram yfir kosningar. Að vissu leyti er þetta bráðsnjallt því þann- ig fá allir á tilfinninguna að ríkisstjórnin sé að gera eitthvað. Án þess að hún geri nokkuð. Nema drepa óþægilegum málum á dreif og stofna til kostnaðar. Þvert á kröfu um aðhald í ríkisrekstri á tímum hækkandi verðbólgu. Það kostar sitt að brúa djúpa gjá. Tala nú ekki um þegar gjárnar skipta hundruðum. Á dögunum var svo stofnuð harla óvenju- leg nefnd. Sem hristi upp í annars daufum nefnda kúltúr. Svokallaður spretthópur. Með gamlan kúreka að norðan í fararbroddi. Sá gekk svo vasklega til verks að forseti Alþingis var enn með gleraugun á nefinu þegar sprett- gengið hafði skilað af sér og kúrekinn riðið inn í sólarlagið. Það var hressandi. Aðallega vegna þess að hópurinn stóð undir nafni. Öfugt við alla starfshópana sem starfa ekki, samráðshópana sem funda ekki og aðgerðahópana sem leggja ekki til neinar aðgerðir. Ríkisstjórnin ætti því að stofna f leiri sprett- hópa. Sá næsti gæti heitið Spretthópur um fækkun starfshópa. ■ Spretthópar SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.