Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 6
400 m 400 m ninarichter@frettabladid.is SAMGÖNGUR Stærsta gámaf lutn- ingaskip í heimi, Ever Ace, lagði að bryggju í stærstu gámahöfn Bret- lands í Suffolk í gær, að viðstöddum fjölda áhorfenda. Skipið sem sigldi frá Rotterdam, er 400 metrar að lengd og 60 metrar á breidd og getur tekið allt að 23.992 staðlaða gáma, f leiri en nokkurt annað skip. Skipið er á vegum taívanska skipafélagsins Evergreen Marine Corporation, sem komst í heims- fréttirnar í mars í fyrra þegar skip á vegum félagsins stíflaði Súez skipa- skurðinn í sex daga. Ever Ace var byggt 2021 og sigldi jómfrúarferðina í september í fyrra. Á meðfylgjandi mynd má átta sig á umfangi og stærð skipsins þar sem það myndi teygja sig frá Geirsgötu að Tjörninni. Þess má geta að lengsta f lutn- ingaskip sem byggt hefur verið er hið japanska TT Seawise Giant sem byggt var árið 1979. Skipið hafði 657,019 tonna flutningsgetu og var selt í brotajárn árið 2009. ■ Stærsta flutningaskip heims næði frá Geirsgötu að Tjörninni Logi Már Einarsson fær góð eftirmæli sem formaður Samfylkingarinnar þótt hans verði ekki minnst með mestu leiðtogum. Meiri óvissa sögð um næstu skref Dags B. Eggertssonar en Kristrúnar Frostadóttur. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Talið er nánast öruggt að Kristrún Frostadóttir taki við formennsku eða varaformennsku í Samfylkingunni í haust. Meiri óvissa er sögð um hvort Dagur B. Eggertsson bjóði sig fram. Hvorki Dagur né Kristrún gefa að sinni kost á viðtölum. „Logi verður kannski ekki talinn meðal stórra leiðtoga í íslenskum stjórnmálum en hann tók við flokknum eftir einstakar hrakfarir árið 2016 og tókst að halda flokkn- um á f loti með þrjá þingmenn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórn- málafræðiprófessor, sem áætlar að sagan muni minnast Loga frekar vel sem formanns. Undir það tekur Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar: „Loga fylgir mikil gleði , auðmýkt og óeigingirni, það er gott að vinna með honum. Ég er ánægður með að hann verði áfram í hópnum.“ Um leið og Logi tilkynnti í Frétta- blaðinu ákvörðun sína um helgina fóru fjölmiðlar að ræða mögulega arftaka. Jóhann Páll segist vel sjá fyrir sér að Kristrún verði formaður eða varaformaður flokksins. Ólafur segir að nöfn hennar og Dags séu efst á baugi hvað varðar arftaka Loga. „Þau tvö eru athyglisverðir kostir. Báðir frambjóðendur hafa eigin- leika sem geta gagnast foringjum mjög vel, en það eru ekki endilega sömu kostirnir hjá þeim tveimur,“ segir Ólafur. Ólafur segir að Kristrún hafi stimplað sig inn sem mikill spútnik í pólitík. Hún sé sérlega öflugur tals- maður jafnaðarstefnunnar og sér- hæfð í efnahagsmálum. „Sem dæmi man ég fyrir síðustu kosningar að hún var í debatt við Bjarna Ben um efnahagsmál. Þá tók ég eftir að hún átti algjörlega í fullu té við Bjarna í umræðu um efnahagsmál. Það eru ekki margir sem ráða við það,“ segir Ólafur. Einnig bendir Ólafur á að Krist- rún tali mannamál, hún njóti virð- ingar hjá andstæðingum og það sé áhugavert hvernig hún tengi efna- hagsmál líðandi stundar við grunn- hugmyndir jafnaðarstefnunnar. „Hún er óvenjulegur stjórnmála- maður að þessu leyti,“ segir Ólafur. Um Dag segir Ólafur að árangur hans sé mikill og Dagur hafi sýnt að hann sé í hópi okkar klókustu stjórn- málamanna. Sérstakur styrkur sé að Degi hafi tekist að vinna í fjögurra flokka meirihluta í Reykjavík. Þótt meirihluti falli nái hann að bræða saman nýjan. „Þetta skiptir máli vegna þess að í landsmálum virðist ólíklegt að hægt sé að mynda þriggja flokka stjórn án þess að sjálfstæðis- menn séu hluti hennar," segir Ólafur. Hann bætir við: „Vill Dagur taka að sér svo erilsamt starf að vera formaður flokks, sem er enn meiri vinna en að vera borgarstjóri? Af persónulegum ástæðum kann Dagur sjálfur að hafa efasemdir, þar gætu spilað inn í fjölskyldumál eða heilsa,“ segir Ólafur. Heiða Björg Hilmisdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, segist engin áform hafa um annað en að bjóða sig áfram fram til varafor- manns í haust. ■ Talið er öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni Kristrúnu Frostadóttur skaut hratt upp á stjörnuhimin Samfylkingar- innar en hún situr nú sitt fyrsta kjörtíma- bil á þingi og er strax orðuð við formannsemb- ættið. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingar- innar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði Lengd Ever Ace er á við hæð fimm Hallgrímskirkjuturna. Áttu rétt á veitingahúsa- eða viðspyrnustyrk? Nánari upplýsingar á skatturinn.is skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Umsóknarfrestur er til 30. júní 2022 ser@frettabladid.is REYKJAVÍK Öryggishliðið framan við Alþingishúsið í Kirkjustræti er komið til að vera, en það var sett upp í tilefni af smíði nýs hótels á Landssímareitnum við Austurvöll. Skrifstofa Alþingis hefur nú feng- ið því framgengt að sá hluti Kirkju- strætis sem er framan við byggingar þingsins verði göngugata. Verður ráðherrabílum framvegis lagt í bílakjallara en ekki framan við þinghúsið. Rútum með gestum nýs hótels við Austurvöll verður beint á sérstakt rútustæði við Ráðhúsið. ■ Hliðið við þingið komið til að vera Öryggishliðið við Alþingishúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ser@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Flugsamgöngur eru að komast á sama damp og þær voru fyrir heimsfaraldurinn, sem sést meðal annars á því að losun koltví- sýringsígilda vegna flutninga með flugi á fyrsta ársfjórðungi 2022 var fjórfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Losunin nam um 86 kílótonnum samkvæmt bráðabirgðaútreikningi á losunarbókhaldi innan hagkerfis Íslands og á talsvert langt í land með að vera á pari við það sem mest var 2018, þegar losunin nam 541 kíló- tonni. Gildið 2022 er því aðeins 16 prósent af hæsta gildinu. ■ Útblástur í flugi hefur fjórfaldast Reykjavíkurtjörn Arnarhóll 6 Fréttir 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.