Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 4
Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu aðild Íslands að NATO?
71%
87%
66%
65%
68%
89%
93%
53%
47%
20% 9%
9%
12%
21%
11%
25%
14%
20%
8% 2
%
2
%
12% 40%
3
%
24% 23%
4%
n Hlynnt(ur) n Hvorki né n Andvíg(ur/t)
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Þrír fyrrverandi starfs-
menn Eflingar krefja félagið um laun
sem þeir telja sig eiga inni. Málin
þrjú eru nokkurra ára gömul en voru
höfðuð í vor. Málin eru tekin fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Starfsmennirnir eru Elín Hanna
Kjartansdóttir, fyrrverandi bókari,
Kristjana O. Valgeirsdóttir, fyrr-
verandi fjármálastjóri, og Anna Lísa
Terrazas, sem var almennur starfs-
maður. Telja þær að starfslokin hafi
borið að með ólögmætum hætti
og þær eigi nokkra mánuði inni af
ógreiddum launum. Efling telur að
gert hafi verið upp við þær sam-
kvæmt gildandi samningum og
reglum.
Málin komu upp í kjölfarið á
kjöri Sólveigar Önnu Jónsdóttur
formanns árið 2018. Þá um haustið
komu Elín og Kristjana fram í fjöl-
miðlum, greindu frá því að þær væru
í veikindaleyfi og sögðust ekki eiga
afturkvæmt vegna framkomu nýrrar
forystu. Vildu þær að samið yrði við
Fyrrverandi starfsmenn Eflingar stefna félaginu
Yfignæfandi stuðningur er við
aðild Íslands að NATO sam-
kvæmt nýrri könnun. Fleiri
kjósendur Vinstri grænna og
Sósíalista eru fylgjandi aðild
en á móti.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Meirihluti kjós-
enda allra flokka sem eiga fulltrúa
á Alþingi er fylgjandi veru Íslands
í Atlantshafsbandalaginu, NATO.
Einnig eru f leiri kjósendur Sósíal-
istaflokksins fylgjandi aðild Íslands
en á móti. Þetta kemur fram í nýrri
könnun Prósents. Alls styðja 71,6
prósent svarenda aðild að NATO en
11 prósent eru á móti. 17,3 prósent
hafa ekki skoðun á málinu.
Í stefnu Vinstri grænna er lögð
áhersla á að Ísland segi sig úr NATO.
Í stefnu Sósíalistaflokksins segir að
koma eigi á friðarbandalagi í sam-
vinnu við nágranna og smáþjóðir
sem valkost við NATO. NATO á hins
vegar góðan stuðning innan þessara
flokka.
53 prósent kjósenda Vinstri
grænna styðja aðild Íslands að
NATO, þar af eru 20 prósent mjög
hlynnt. Aðeins 23 prósent eru and-
víg en 24 prósent hafa ekki skoðun á
málinu. 47 prósent Sósíalista styðja
aðild Íslands að NATO en 40 prósent
eru andvíg. Þar á bæ eru reyndar 28
prósent mjög andvíg.
Mestan stuðning á NATO hjá
kjósendum Viðreisnar, 93 prósent
en aðeins 4 prósent eru andvíg. 89
prósent Sjálfstæðismanna styðja
NATO-aðild Íslands og 87 prósent
Framsóknarmanna.
Stuðningur innan Samfylkingar,
Flokks fólksins, Miðf lokksins og
Pírata er afar svipaður, á bilinu 65 til
Meirihluti kjósenda Vinstri grænna
og Sósíalista styðja aðild að NATO
Katrín Jakobsdóttir á fundi Atlants-
hafsbandalagsins í Brussel.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
71 prósent. Andstaðan innan Pírata
er þó 21 prósent en 9 til 12 prósent
innan hinna flokkanna þriggja.
Bæði stuðningurinn og andstað-
an við NATO-aðild er meiri á höfuð-
borgarsvæðinu, 73 og 12 prósent, en
á landsbyggðinni þar sem 21 pró-
sent hafa ekki skoðun á málinu.
Þá mælist nokkuð meiri stuðn-
ingur hjá körlum en konum, 78 pró-
sent á móti 65, en andstaðan er sú
sama, 11 prósent. Nærri fjórðungur
kvenna, 24 prósent, hefur ekki
skoðun á NATO-aðild.
Þegar kemur að aldri sker yngsti
aldurshópurinn sig úr í andstöðu. 50
prósent styðja aðild en 28 prósent
eru á móti. Mestur er stuðningurinn
hjá 45 til 64 ára, 77 prósent en innan
við 10 prósenta andstaða.
Þá er aukinn stuðningur við veru
Íslands í bandalaginu eftir því sem
launin hækka. 82 prósent af þeim
sem hafa 800 þúsund krónur í mán-
aðartekjur eða meira styðja NATO
aðild og aðeins 4 prósent eru á
móti. Hjá tekjulægsta hópnum,
með undir 400 þúsund krónum,
er stuðningurinn 63 prósent en 23
prósent hafa ekki skoðun á málinu.
Könnunin var netkönnun fram-
kvæmd 2. til 13. júní. Úrtakið var
1.780 og svarhlutfallið 50,1 pró-
sent. n
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS
EIGUM BÍLA
TIL AFHENDINGAR
STRAX!
PLUG-IN HYBRID
Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða
hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi
sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37”
og 40” breytingapakka.
ggunnars@frettabladid.is
HÚSNÆÐISMÁL Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun mun úthluta 2,6
milljörðum til uppbyggingar á 328
íbúðum um allt land. Þetta kom við
fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir
árið 2022.
Sigurður Ingi Jóhannsson inn-
viðaráðherra segir þetta skref í rétta
átt. „Ríkið þarf að standa að bygg-
ingu 1.400 íbúða á ári með beinum
eða óbeinum hætti og við erum að
svara ákveðnum bráðavanda með
þessari úthlutun.“
Með samkomulagi við sveitar-
félög vonast Sigurður til að hægt
verði að höggva á ákveðna hnúta í
skipulagsmálum og byggja hraðar
en hingað til hefur verið unnt.
„En við erum líka að svara vax-
andi húsnæðisþörf á landsbyggð-
inni með þessari úthlutun. Hlutfall
íbúða utan höfuðborgarsvæðisins
hefur aldrei verið jafn hátt og nú,
eða 46 prósent.“ n
Nánar á frettabladid.is
Framlög út á landi
aldrei verið hærri
Sigurður Ingi
Jóhannsson,
innviðaráðherra
Sólveig Anna
Jónsdóttir, for-
maður Eflingar
sig því stutt væri í starfslok og erfitt
að finna nýtt starf.
Deilurnar stóðu yfir í eitt og hálft
ár og harðar ásakanir gengu á víxl.
Vorið 2020 greindi Elín frá því í
harðorðri ræðu á aðalfundi Eflingar
að eftir að 18 mánaða veikindaleyfi
hennar lauk hafi henni verið sagt
upp störfum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru sættir reyndar á þeim
tíma sem málin voru í hámæli fjöl-
miðla. Það hefur ekki verið gert eftir
að kærurnar komu fram í vor. n
thorgrimur@frettabladid.is
DÓMSTÓLAR Hæ st a rét t a rlög-
mennirnir Jónas Þór Guðmunds-
son og Stefán Geir Þórisson drógu
umsóknir sínar um stöðu dómara
við Mannréttindadómstól Evrópu
til baka eftir að hafa farið til Strass-
borgar í viðtöl.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var ferlið langt komið
þegar þeir drógu sig í hlé.
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dóm-
ara sem losnar í haust en auk þeirra
tveggja sótti Oddný Mjöll Arnar-
dóttir, landsréttardómari og rann-
sóknarprófessor um. Evrópuráðið
kýs dómara og þar sem Oddný er ein
eftir af þeim sem tilnefnd voru þarf
að endurtaka allt umsóknarferlið. n
Stefán Geir og
Jónas Þór drógu
umsóknir til baka
4 Fréttir 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ