Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.06.2022, Blaðsíða 2
gar@frettabladid.is STANGVEIÐI Kamila Walijewska veiddi í gær fyrsta lax sumarsins í Elliðaánum. Ásamt Marco Pizzolato var Kamila í gær útnefnd Reykvík- ingur ársins og var boðið að kasta f lugu fyrir fisk á opnunardegi Ell- iðaánna. Marco veiddi einnig lax í gær. Kamila og Marco standa að frí- skáp á Bergþórugötu, sem fólk getur gefið mat í og aðrir nýtt sér. Laxinn sem Kamilla veiddi var sá fyrsti af fjórum sem veiddust í gær. Tveir laxar tóku f luguna á Breið- unni og tveir í Árbæjarhyl, að sögn Árna Kristins Skúlasonar, sölu- og þjónusturáðgjafa hjá Stangaveiði- félagi Reykjavíkur. Öllum löxunum var sleppt eins og reglur gera ráð fyrir í Elliðaánum að sögn Árna sem kveður útlitið gott fyrir veiðina í sumar. n Kamila landaði fyrsta laxi sumarsins mhj@ frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Skýrsla Ríkisendur- skoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki tilbúin fyrir júnílok eins og stefnt var að. „Við erum enn að vinna á fullu í þessu og ætlum að reyna að klára þetta í júlí. Það er útséð með að við náum að klára þetta núna í júní- mánuði,“ segir Guðmundur Björg- vin Helgason ríkisendurskoðandi. Fundum Alþingis var frestað í síðustu viku en þing verður sérstak- lega kallað saman síðar í sumar til að ræða skýrsluna. Til stóð að þing kæmi saman seint í júní í þeim til- gangi en nú má búast við að það dragist fram í ágúst. n Tafir á skýrslu um sölu Íslandsbanka Loksins Karlalið Fram í fótbolta spilaði sinn fyrsta heimaleik á nýjum og glæsilegum heimavelli í Úlfarsárdal í gær. Liðið gerði 3 -3 jafntefli við ÍBV. Völlurinn er glæsi- legur og tekur 1.600 áhorfendur í sæti. Fyrsti leikurinn á nýja vellinum fór fram á laugardag þegar kvennalið Fram vann sigur gegn KH. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Marco Pizzolato frá Sviss og hin pólska Kamila Walijewska. MYND/EMIL TUMI VÍGLUNDSSON Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlar að þreyta svokallað Eyjasund í lok júlí, þegar hann mun synda frá Vestmannaeyjum og yfir til Landeyjasands. Sundið er til styrktar Barnaheillum, börnum sem búa á átaka- svæðum. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Ég er nú vonandi að fara að ná í land. Það er allavega mark- miðið,“ segir sjósundkappinn Sigur- geir Svanbergsson léttur í bragði, en hann stefnir á að synda svokallað Eyjasund í júlí. Sundið verður til styrktar Barna- heillum en hann synti í fyrra þvert yfir Kollafjörð, frá Kjalarnesi yfir til Reykjavíkur og safnaði þá fyrir Ein- stök börn. „Það eru fimm búnir með þetta sund, sú síðasta árið 2019. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvað margir eru búnir að reyna og trúlega enn fleiri sem hafa hugsað þetta,“ segir Sigurgeir, sem viðurkennir að vera hálfruglaður að vera að fara í þetta ferðalag, sem telur um 10-12 kílómetra. „Mér finnst gaman að sjá, og það er sko brennandi áhugi, að finna hvað gerist í hausnum þegar maður er kominn í einhverjar ástæður sem eru þannig að þær klára mann alveg. Til dæmis í í líkamsræktarsal er hægt að hætta. Valmöguleikinn er að stoppa og hætta en þarna er ég að setja mig í aðstæður þar sem maður verður að halda áfram.“ Sigurgeir segir að hann hafi lært af reynslunni í fyrra og sé mun skipulagðari og þá sé hann orðinn betri sundmaður. „Í fyrra kunni ég bara nánast bringusund,“ segir hann og hlær. Leiðin er rúmir 12 kílómetrar í hnitum en straumar og annað gætu lengt leiðina um einhverja metra. Hann óttast lítið á leiðinni en er búinn að lesa sér mikið til um háhyrninga – sem nóg er af á þessari leið. „Það er allt morandi í háhyrn- ingum í kringum Vestmannaeyjar og þegar ég sá það fór ég að spá í hvort þetta væri sniðugt. En hegð- un þeirra er þannig að maður þarf ekkert að óttast – þetta er forvitin tegund og ég er meira spenntur að fá að synda með þeim en eitthvað annað. Ef þeir kíkja á mann er það vegna forvitni eða til að leika.“ Sigurgeir er búsettur austur á fjörðum en segir að sjórinn þar sé of kaldur fyrir langt sund. Sjórinn sé hlýrri sunnan heiða og henti því betur. Hann segir að valið um Barna- heill hafi verið einfalt. Stríðið í Úkraínu er nánast í bakgarði Evr- ópu og hann fylgist með fréttum. „Úkraínustríðið er að minna mann á hvað er að gerast í heiminum,“ segir Sigurgeir. n Vonast eftir háhyrningum á sundi frá Eyjum til lands Sigurgeir syndir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. Undirbúningur er í fullum gangi og Sigurgeir hefur farið mjög fram í sundi. MYND/AÐSEND Eyjasundshetjurnar n Eyjólfur Jónsson 13.07. 1959. Tími 5 klst. og 26 mín. n Axel Kvaran 21.07. 1961. Tími 4 klst. og 25 mín. Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims. n Kristinn Magnússon 30.08. 2003. Tími 4 klst. og 5 mín. n Jón Kristinn Þórsson 04.08. 2016. Tími 7 klst. og 21 mín. n Sigrún Þuríður Geirsdóttir 23.07. 2019. Tími 4 klst. og 31 mín. FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Við erum enn að vinna á fullu í þessu og ætlum að reyna að klára þetta í júlí. Guðmundur Björgvin Helga- son, ríkisendur- skoðandi 2 Fréttir 21. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.