Fylkir - 01.12.2021, Blaðsíða 3
FYLKIR - jólin 2021
°
°
3
ÚTGEFANDI:
Eyjasýn hf. fyrir hönd
Sjálfstæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum
RITNEFND: Eyþór Harðarson, ábm.,
Arnar Sigurmundsson, ritstjóri
Jarl Sigurgeirsson, Gísli Stefánsson,
og Thelma Hrund Kristjánsdóttir.
UMBROT: Sæþór Vídó
PRENTUN: Landsprent ehf.
UPPLAG: 2000 eintök
BLAÐINU ER DREIFT Í ÖLL HÚS Í VESTMANNAEYJUM OG AUK ÞESS SENT VÍÐA UM LAND OG SELT Í LAUSASÖLU
Á KLETTI, VESTMANNAEYJUM. ÞAÐ VERÐUR EINNIG AÐGENGILEGT Á EYJAFRETTIR.IS ÚT JANÚAR 2022
EFNISYFIRLIT
Bls. 5 Gísli Jóhannsson Johnsen
Einn mesti frumkvöðull og
framfara sinni sem Eyjarnar
hafa alið - Ívar Atlason
Bls. 11 Vatnsdalur – Höll minninganna
- Þorsteinn Gunnarsson
Bls. 20 Hver er mesti Vestmanneyingur-
inn? - Hugmynd um nýjan
samkvæmisleik
- Helgi Bernódusson
Bls. 26 Bertha María Grímsdóttir
Waagfjörð - Sorg og sigrar
- Gunnhildur Hrólfsdóttir
Bls. 30 Saga af sjónum
Smásaga eftir Hermann Inga Hermannson
Bls. 33 Gamlir legsteinar
í kirkjugarðinum
- Arnar Sigurmundsson
Bls. 34 Látnir kvaddir - Myndir af fólki sem búið
hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri
tíma og lést á árinu.
Myndir í blaðinu:
Forsíðumynd: Sæþór Vídó.
Aðrar myndir: Úr einkasöfn-
um og Ljósmyndasafn
Vestmannaeyja.
Ég vaknaði upp við það á þessu
hausti að það eru 30 ár síðan
ég var vígð til prestsþjónustu
í Vestmannaeyjum eða í lok
september árið 1991 á Hólum
í Hjaltadal, en það var faðir
minn Bolli Þ. Gústavsson vígslu-
biskup sem vígði mig á þeim
fallega haustdegi. Ástæðan var
einfaldlega sú að Matthildur
Bjarnadóttir dóttir mín vígðist í
Dómkirkjunni í byrjun október
á þessu ári og ég fór að telja
vígslu árin mín. Þrír áratugir
frá því að við hjónin tókum
það heillaskref að flytja til Eyja.
Dagurinn á Hólum var ógleym-
anlegur og þangað mætti öll
sóknarnefnd Landakirkju til að
sýna þessum ungu prestum
stuðning og vera til staðar í
gleði á þessum stóru tímamót-
um. Það er svo merkilegt að ég
fer á hverjum jólum í huganum
í miðnæturguðsþjónustuna í
Landakirkju og hugurinn fyllist
af þakklæti, mér finnst eins og
við Bjarni höfum alltaf geng-
ið heim á Hólagötuna undir
stjörnubjörtum himni með
Jóhann Friðfinnsson formann
sóknarnefndar eða Jóa á Hóln-
um á milli okkar. Þegar þangað
var komið fóru börnin í háttinn
en við þrjú sátum yfir randalín
og súkkulaði með rjóma langt
fram á nótt og þá var eins og
tíminn stæði í stað. Jói sem
aldrei staldraði lengi við varð
svo einlæglega afslappaður
og sagði okkur ógleymanlegar
sögur framundir morgun.
Jólanæturnar í Vestmanna-
eyjum eru í minningunni þær
allra bestu vegna þess að þær
minna mig á þá sönnu vináttu
sem ég upplifði sem ung kona
af alls óskyldu fólki á eyjunni
fögru. Þrátt fyrir að stórfjöl-
skyldan okkar væri víðsfjarri
flestar jólahátíðarnar þá vorum
við umvafinn kærleika, ræktar-
semi og gestrisni af eyjamönn-
um. Fjalla ekki jólin einmitt um
það þrennt, kærleika, ræktar-
semi og gestrisni. Það er svo
falleg setning í Hebreabréfinu
í Biblíunni, en þar stendur:
,,Gleymið ekki gestrisninni því
vegna hennar hafa sumir hýst
engla án þess að vita.“ Þessi
setning snertir mig alltaf djúpt
og þegar ég hugsa heim til Eyja
þá kemur alltaf þetta orð fyrst
upp í hugann ,,gestrisni“. Ég
þakka af heilu hjarta fyrir mig
og mína alla daga að hafa feng-
ið að vera hluti af því einstaka
viðmóti.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg
jól og blessun á árinu 2022.
Jólahugvekja:
Kærleikur, ræktarsemi
og gestrisni
SR. JÓNA HRÖNN
BOLLADÓTTIR
hsveitur.is
Gleðilega hátíð