Fylkir - 01.12.2021, Blaðsíða 5
FYLKIR - jólin 2021
°
°
5
Gísli Jóhannsson Johnsen fæddist
í húsinu Frydendal í Vestmanna-
eyjum þann 10. mars 1881 og var
einn af fimm sonum hjónanna
Jóhanns Jörgen Johnsen (1847-
1893) og Önnu Sigríði Árnadóttur
(1855-1930).
Bræður Gísla J. Johnsens voru þeir
Guðni H. Johnsen (1888-1921),
Sigfús M. Johnsen (1886-1974),
Árni J. Johnsen (1892-1963) og
Lárus K. Johnsen (1884-1930).
Æskuárin
Dönsk kona, Johanne Roed, var
fyrsta konan sem fékk veitingaleyfi
í Vestmannaeyjum og rak veitinga-
hús í húsi sem nefnt var Frydendal.
Frú Roed hafði komið að ýmsum
umbótum hér. Hún var t.d. fyrst til
að rækta kartöflur hér í Eyjum um
1850, flutti til Eyja skoskt útsæði,
og tóku Eyjamenn upp ræktun
kartafla eftir henni. Faðir Gísla,
Jóhann J. Johnsen, keypti hús-
ið Frydendal af frú Roed og var
kominn með leyfisbréf til að reka
gistihús 1878. Jóhann Johnsen
reif húsið og byggði á sama stað
árið 1883, fyrsta tvílyfta timbur-
húsið í Eyjum. Nefndi hann það
einnig Frydendal. Þetta hús var
síðar kallað Bjarmi, en kaupfélag-
ið Bjarmi átti húsið. Húsið stóð
við Miðstræti, skemmdist mikið
í eldgosinu 1973 og var síðan rif-
ið 1975. Þar fæddist Gísli og ólst
upp með bræðrum sínum. Jóhann
hafði gengið í verslunarskóla er-
lendis og var einn af þeim sem
pantaði vörur til heimilis beint frá
útlöndum. Jóhann rak gistihús í
Frydendal, tók á móti sjúklingum
sem settir voru á land af erlendum
skipum, einnig voru framkvæmd-
ar læknisaðgerðir á innlendum
sjúklingum. Á þennan hátt var séð
fyrir brýnustu sjúkrahúsþörfum
hér í Eyjum í um aldarfjórðung. Jó-
hanni og fölskyldunni vegnaði vel
og framtíðin virtist björt.
Fjölskyldan varð hins vegar fyrir
gríðarlegu áfalli 1888, þegar heim-
ilisfaðirinn veiktist skyndilega.
Varð hann rúmfastur eftir það, og
dó 1893. Ekkjan, Anna Sigríður
Johnsen stóð ein eftir með 5 unga
syni. Gísli var elstur, aðeins 12 ára.
Anna tók við rekstrinum og komst
þar með undan því að sjá heimilið
leysast upp. Afar gestkvæmt var,
einkum útlendingar, og var mjög
algengt að sjúklingar af erlendum
skipum leituðu skjóls hjá Önnu.
Líkt og venja var
á þessum tíma
varð skólaganga
Gísla stopul. Í hans
tilviki var um að
ræða lítilsháttar
barnakennslu hjá
Árna Filippussyni.
Gísli segir sjálf-
ur að hann hefði
viljað sitja leng-
ur á skólabekk,
en það var ekki í
boði. Gísli kynnti
sér verslunarbæk-
ur föður síns og
var duglegur að
hjálpa móður sinni
við umönnun og
önnur samskipti
við erlendu sjúklingana. Það varð
til þess að Gísli lærði nógu mikið
í ensku og Norður-landamálum
til að geta bjargað sér. Gísli sagði
síðar: ,,Ég held að þessar langdval-
ir útlendinganna á heimili móður
minnar hafi orðið mér mikið happ.”
Hinir ókunnu sjómenn, sem komu
sunnan úr hinum stóra heimi,
fluttu með sér nýjan framandi
blæ. Gísli sá og heyrði ýmislegt
hjá þeim og lærði að skynja ver-
öldina fyrir utan Vestmannaeyjar.
Gísli annaðist snemma margs-
konar fyrir greiðslu fyrir erlendu
sjómennina og tókst mikil vinátta
milli hans og sumra þeirra. Dud-
man skipstjóri tók miklu ástfóstri
við Gísla. Bauð Dudman honum til
Englands, þegar Gísli var aðeins 16
ára. Gísli var ytra í
nokkrar vikur og
kom til baka með
nýja þekkingu og
staðráðinn að í
komast til manns.
Einokunar
verslun Dana
Þegar Gísli var
að alast upp var
einokunarversl-
unin enn við lýði.
Síðasti danski
kaupmaðurinn í
Eyjum hét J.P.T.
Bryde, hinn þriðji
í röðinni af þeirri
ætt og var verslun
hans einráð í Eyj-
um undir lok 19 aldar. Hann hafði
umráð yfir öllum verslunarlóðum,
bryggjum, þerrireitum, fiskhúsum,
uppskipunartækjum og öðru sem
nauðsynlegt var í verslunarrekstri.
Kúgun hinna dönsku kaupmanna
gekk svo langt að undrun sætir
fyrir okkur í dag. Oft urðu menn að
veðsetja allan vertíðaraflann til að
fá vörur út í reikning. Nauðsynja-
vörur voru oft lélegar. Oft lét versl-
unin ekki af höndum salt, þótt
til væri, til að neyða eyjabúa að
leggja inn ódýrari blautfisk sem
kaupmaðurinn lét sjálfur verka og
hafði mikinn hagnað af. Hins vegar
var þess ævinlega gætt að nóg
væri til af brennivíni og tóbaki!
J.P.T. Bryde lifði sjálfur kóngalífi í
Kaupmannahöfn, en verslunar-
stjórar hans ráku fyrirtækið í Eyj-
um á meðan.
J.T.P. Bryde notfærði sér einok-
unaraðstöðu sína af harðneskju
og það varð honum að falli. Nokkr-
ir Eyjamenn mynduðu með sér
samtök og reyndu að panta sjálfir
vörur erlendis frá, en það mistókst.
Ýmsir einstaklingar reyndu að
stofna smáverslanir, en þær máttu
sín lítils eða lögðu fljótlega upp
laupana. Loks kom til sögunnar
ungur maður, er stærstan þátt átti
í því að losa Vestmannaeyjar und-
an ánauð einokunar. Sá var ofur-
huginn: Gísli J. Johnsen.
Gísli reyndist móður sinni afar
vel við reksturinn, þótt ungur
væri. Þegar Gísli var aðeins 17 ára,
tók hann að sér að selja svuntur
og slifsi sem vinkonur móður
hans á fastalandinu höfðu sent
til Eyja. Stillti hann þessu upp til
sölu í glugga á heimili sínu. Litlu
síðar stöðvaði sýslumaður þessa
sölu, því slík verslun væri í óleyfi
án verslunarleyfis. Verslunarleyf-
ið kostaði á þeim tíma 50 krónur,
stórfé í þá tíð, ekki síst fyrir fátæk-
an ungling. Sumarið 1898 kenndi
Gísli sund ásamt félaga sínum og
fengu þeir 20 krónur hvor. Gísli
fékk 20 krónurnar hjá félaganum
lánaðar og aðrar 10 krónur frá
öðrum og keypti leyfisbréfið. Gísli,
þá aðeins 17 ára, var nú kominn
með verslunarleyfi og setti í fram-
haldinu á stofn verslun á heimili
sínu.
Verslunarmaðurinn
Gísli varð fljótt kunnur fyrir af-
burða framtakssemi og stórhug.
Verslun hans blómgaðist en
honum varð fljótt ljóst að hann
yrði að fá leigða verslunarlóð við
höfnina til að koma upp húsum til
fiskverslunar, fiskverkunar og út-
gerðar. Í stuttu máli: Hann yrði að
koma sér upp alhliða verslun. Eins
og áður hefur komið fram hafði
J.P.T. Bryde öll yfirráð yfir verslun-
arlóðum. Enginn Eyjamaður hafði
umráð yfir svo mikið sem einum
fermetra af verslunarlóð áður en
Gísli lét til skarar skríða!
Gísli gekk á fund landstjórnar-
innar og fór fram á að fá leigða
verslunarlóð, hina svonefndu
Godthaabslóð. Gísli þekkti Jón
Magnússon landritara, bjó æv-
inlega hjá Jóni þegar hann fór
til Reykjavíkur. Einnig var hann
kunnugur Júlíusi Hafstein, amt-
manni. Þessi tengsl hjálpuðu til
við að fá lóðina leigða. Gísli varð
að fá móður sína skrifaða fyrir
leigunni, þar sem hann var enn
ómyndugur (var ekki orðinn nægi-
Gísli Jóhannsson Johnsen:
Einn mesti frumkvöðull og framfara
sinni sem Eyjarnar hafa alið
GREINARHÖFUNDUR:
ÍVAR ATLASON
Bræðurnir frá Frydendal, frá vinstri: Gísli J. Johnsen, Guðni H. Johnsen, Sigfús M. Johnsen, Árni J. Johnsen og Lárus K. Johnsen.
Drengirnir tveir til vinstri, bræðurnir Sigfús M. Johnsen og Guðni H. Johnsen, þá kemur Jakob Tranberg
( Kobbi í Görn ) og Gísli J Johnsen. Nafnið á barninu vinstra megin við Kobba er óþekkt.
Hinir ókunnu sjómenn, sem komu
sunnan úr hinum stóra heimi,
fluttu með sér nýjan framandi
blæ. Gísli sá og heyrði ýmislegt hjá
þeim og lærði að skynja veröldina
fyrir utan Vestmannaeyjar. Gísli
annaðist snemma margskonar
fyrir greiðslu fyrir erlendu
sjómennina og tókst mikil vinátta
milli hans og sumra þeirra.