Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Page 6

Fylkir - 01.12.2021, Page 6
6 FYLKIR - jólin 2021 ° ° lega gamall). Skrifað var undir leigu samninginn um leigu á helm- ing Godthaabslóðarinnar hinn 30. september 1901, en Bryde hafði áður haft sömu lóð. Þótti það ganga kraftaverki næst að innlendum manni skyldi leigð helmingur verslunarlóðar. Leigu- samningnum fylgdi að leigutaki skyldi kaupa öll mannvirki á lóð- inni, ef eigandinn krefðist þess. Þegar Bryde frétti af leigusamn- ingum til Kaupmannahafnar brást hann illa við og skipaði að rífa um- svifalaust öll mannvirki á lóðinni. Á þann hátt ætlaði danski einvaldur- inn að bregða fæti fyrir hinn unga mann. Þar skjátlaðist Bryde hins vegar hrapalega og varð það upp- hafið á endalokum hans. Þetta frumhlaup Bryde varð Gísla til mikillar gæfu þar sem Gísli hafði ekki fjárráð til að kaupa mann- virkin á þessum tíma. Þegar búið var að hreinsa lóðina hóf Gísli að byggja smátt og smátt upp sín eigin mannvirki á lóðinni: Verslun- arhús, fisk- og vörugeymsluhús, þurrkreiti o.s.frv. Nú hafði hinn stórhuga ungi maður loks svigrúm til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Árið 1902 hafði Gísli náð aldri, orðinn fullmyndugur, og verslunin bar hans nafn eftirleiðis. Einokunarverslunin hélt öllu athafna- og menningarlífi Eyjanna í helgreip sinni. Gísli var tilbúinn að berjast gegn þessu valdi, en til þess vantaði hann fjármagn. Breska líftryggingarfélagið Star leitaði um þessar mundir að um- boðsmanni í Eyjum og var með mann í huga. Sá treysti sér hins vegar ekki í verkefnið enda kom í ljós að hann kunni ekki orð í ensku! Var Star bent á Gísla, þar sem vitað var að hann kunni orðið talsvert í málinu . Gerðist Gísli nú umboðsmaður Star og eignaðist loks peninga til að kaupa hlut í bát, sem hét Björg. Útgerðarmaðurinn Vel aflaðist á Björgu á vertíðinni svo Gísli gat keypt hlut í öðrum bát, Blíðu. Eftir þetta jókst útgerð Gísla til muna. Þótti gömlum og reyndum útvegsbændum bæði skömm og gaman af þegar Gísli eignaðist fyrst part í skipi. Gísli var duglegur að útvega beitusíld af erlendum línuveiðurum. Það var snemma stefna Gísla að ráða unga menn sem formenn, áður en þeir væru orðnir fjötraðir í viðjum gamalla fordóma ellinnar. Þetta reyndist Gísla yfirleitt vel. Gísli fylgdist vel með öllu sem gerðist erlendis, enda nógu ungur að árum til að vera ósmeykur við nýjungar. Gísli var hinn fæddi for- ystumaður og stóð með afburða dugnaði sínum í broddi fylkingar hins nýja tíma. Ekki bara í Eyjum heldur og á landsvísu. Árið 1901 þegar Gísli var aðeins tvítugur að aldri, var hann kosinn í fyrstu stjórn Ísfélags Vestmannaeyja sem ritari. Árið 1923 var hann orðinn stjórnarformaður. Á fyrstu árum Ísfélagsins hvíldu miklir erfiðleik- ar félagsins á herðum Gísla. Til dæmis borgaði hann úr eigin vasa alla beitusíld á línuna á vertíðinni 1905. Árni Gíslason á Ísafirði varð fyrstur á Íslandi til að setja vél í bát, árið 1902. Gísli varð aftur á móti sá fyrsti hér á landi sem lét smíða bát, sem ætlast var til að yrði vél- knúinn, árið 1904. Báturinn fékk nafnið Eros, en var alltaf upp- nefndur og kallaður Rosi, enda þótti hann rosalegur nokkuð eða hávær. Eros var með Dan-mótor. Báturinn reyndist ekki vel. Gísli sagði síðar: „Vitanlega var gert gys að mér fyrir þessa bíræfni og töldu flestir að strákurinn myndi setja sig á hausinn með þessum glanna- skap.“ Ekki leið samt á löngu þar til þeir sem hlógu hæst, báðu hann um að redda sér vél í sína báta til ,,prufu”. Frumkvöðullinn Sama ár og Rosi kom til Eyja eða 1904 byggir Gísli fyrstu verslunar- hús sín og hefst handa við að að senda og selja fyrsta fisk-,,slatt- ann“ og hrogn til Spánar. Var það í fyrsta skipti sem slíkt var gert í nafni íslensks verslunar- og út- gerðarmanns. Nokkrum árum seinna stofnaði Gísli, í samstarfi við Copland & Berrie Ltd í Edin- borg, félagið Sjávarborg h.f. Um var að ræða framleiðslu og sölu á fyrsta flokks sjávarafurðum fyr- ir Spánarmarkað. Gísli flutti inn fyrsta timburfarminn frá Svíþjóð til Vestmannaeyja einnig árið 1904. Timbrið var notað til að byggja Heimagötu 3a, Borg (barnaskól- ann) og Miðbúðina (Edinborg). Árið 1905 ákvað landstjórnin að reisa vita á Stórhöfða, eftir mikinn þrýsting frá Gísla. Gísli var fenginn til að byggja vitann sumarið 1906. Gísli ákvað staðsetningu vitans með hjálp Hannesar Jónssonar lóðs. Gísli byggði þar með fyrsta steinsteypta húsið í Vestmanna- eyjum. Stórhöfðaviti er enn í notk- un! Árið 1906 byggðu Frakkar lítið sjúkrahús í Eyjum. Ætlað að þjóna frönskum sjómönnum, sem fjöl- menntu á Íslandsmið í upphafi hvers árs og fiskuðu við Íslands- strendur fram í júní. Gísli var um- sjónarmaður sjúkrahússins 1906- 1910. Með tilkomu vélbátanna var brýn þörf fyrir bryggju í Vestmanna- eyjum, en engin bryggja var til svo heitið gæti. Fyrstu eiginlegu bryggjuna sem byggð var í Eyjum og millilandaskip gátu lagst að, lét Gísli byggja. Um var að ræða stóra steinbryggju. Gísli byggði bryggj- una á sinn kostnað árið 1907 og var það mikið mannvirki á kvarða þess tíma. Bryggja þessi var kölluð Edinborgarabryggja og stóð þar sem norður-suður hluti Naust- hamarsbryggju stendur í dag. Gísli sá fljótlega, að ef nokkurt vit átti að vera í vélbátarekstrinum, varð að vera hægt að gera við vélarnar á staðnum. Gísli réð til sín Matthías Finnbogason frá Litl- hólum og kom honum til náms í Kaupmannahöfn í vélaviðgerðum. Fyrsta vélaverkstæði á Íslandi var stofnað hér í Eyjum af þeim Gísla og Matthíasi. Vélaverkastæðið var í kjallaranum í Jaðri, húsi sem Matthías byggði. Gísli rak verk- stæðið fyrstu árin, en Matthías eignaðist það síðan. Forystumaðurinn Það er drepið á skrifstofudyrnar hjá Gísla J. Johnsen, útgerðar- og verslunarmanni í Vestmanna- eyjum, dag einn árið 1912. Fyrir utan stendur 18 ára unglingur með stóra framtíðardrauma. Gísli býður honum sæti og spyr hvað hann geti gert. „Geturðu ekki pantað fyrir mig bát?" segir ung- lingurinn. „Fyrir hvern?" hváir Gísli. „Fyrir mig" svarar ungi maðurinn. „Fyrir þig, áttu nokkuð?" spyr Gísli. Þá dregur unglingurinn þúsund krónur upp úr vasanum og leggur á borðið. „Það hefur margur byrjað með minna" segir Gísli, sem sjálfur var aðeins um tvítugt þegar hann hóf verslunarrekstur og útgerð. Hann afræður að hjálpa unga manninum og útvegar honum 10 tonna mótorbát frá Danmörku. Þannig hóf Ársæll Sveinsson á Fögrubrekku í Vestmannaeyjum útgerð sína sem átti eftir að vaxa og margfaldast eftir því sem árin liðu. Dugnaður og framtakssemi Gísla varð til þess að hann ávann sér traust í bænum og honum voru falin ýmis ábyrgðarstörf. Sem dæmi þá var hann fenginn til að sjá um skipa- og póstafgreiðslu. Árið 1907 þegar Gísli var 26 ára, var hann gerður að breskum vicekonsúl. Verslun og útgerð Gísla byggðist hratt upp og hinni rótgrónu Brydeverslun gekk illa í samkeppninni við Gísla. Á tíu árum tókst Gísla að brjóta á bak aftur einræði Dana er varað hafði í marga mannsaldra! Brydeverslun- in lognaðist smám saman út af og var seld 1917. Árið 1908 byggir Gísli sér ein- býlishús. Húsið var stundum kallað ,,höllin hans Gísla“. Húsið fékk nafnið Breiðablik og er í dag heimili Hartmanns Ásgrímssonar tannlæknis. Breiðablik var fyrsta hús í Eyjum með vatnssalerni. Sagt er að yfirsmiður hússins hafi harðneitað að hafa ekki kamar inni í húsi og ekki látið sig fyrr en hon- um var leyft að smíða til öryggis útikamar við húsið. Gísli hafði veður af því að Danir væru byrjaðir að framleiða frysti- vélar og komin væru vélknúin frystihús þar í landi. Gísli lét ekki segja sér þetta tvisvar. Fór út árið Verslunarhús Gísla J Johnsens: Verslunin Edinborg, Matstofan og Godthaab. Verið að sólþurrka saltfisk á Godthaab þerrireitnum.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.