Fylkir - 01.12.2021, Page 7
FYLKIR - jólin 2021
°
°
7
1908 til Danmerkur ásamt Högna
Sigurðssyni frá Vatnsdal, íshús-
verði Ísfélagsins, en Högni átti að
læra á vélarnar. Í Danmörku keypti
Gísli af Sabroe frystivélarnar, en
varð að fara alla leið til Þýska-
lands, síðan Hollands og þaðan
til Englands til að kaupa aflvélar
(sog - gasvélar) fyrir frystivélarnar.
Undir forystu Gísla, var fyrsta vél-
frystihús landsins byggt á Íslandi,
hér í Eyjum. Var þessu fyrsta frysti-
húsi landsins valinn staður sem
kallaður var Nýjabæjarhella. Fornt
uppsátur austan við Andersarvík,
vík sem var austur af Tanga. Högni
Sigurðsson varð síðan fyrsti vél-
frystihúsvörður á Íslandi, og rækti
það starf af miklum ágætum í 28
ár samfleytt. Sumir töldu þetta
framtak Gísla fjárglæfrar og fullyrt
var að frystihúsið ætti sér enga
framtíð. 120 árum síðar er Ísfélag
Vestmannaeyja enn í rekstri og
orðið eitt öflugasta sjávarútvegs-
fyrirtæki Íslands.
Eyjamenn fóru fram á það við
landsstjórnina að komast í síma-
samband við fastalandið. Því var
umsvifalaust hafnað. Enginn vildi
hætta fjármunum í svo vonlaust
fyrirtæki, því að það gat aldrei skil-
að arði, varð niðurstaðan. Synjun
þingmanna var m.a. rökstudd með
því ,,að brimhljóð væri svo mikið
við Eyjar og Landeyjasand, að ekki
myndi heyrast mannsins mál fyrir
því í símanum!!!!!” Gísli sætti sig
ekki við þessa niðurstöðu og tók
málið í sínar hendur. Undir forystu
hans var Rit- og talsímahlutafélag
Vestmannaeyja stofnað.
Eyjamenn tóku ákvörðun um að
leggja sjálfir síma milli lands og
Eyja. Eyjamenn keyptu hlutabréf
í Rit- og talsímahlutafélagi Vest-
mannaeyja ásamt annarri fjársöfn-
un. Eyjamenn lögðu sjálfir síma
milli lands og Eyja haustið 1911.
Ári seinna, þegar ljóst var að félag-
ið skilaði arði, tók Landssíminn við
rekstri þess. Fyrsta símstöðin var
til húsa í Boston, sem var rifið fyrir
gos. Þar hóf annar framtakssamur
maður sinn verslunarrekstur, Einar
Sigurðsson.
Margt spaugilegt gerðist í sam-
bandi við komu símans, og fleiri
fávísir um náttúru hans, en þing-
mennirnir. Karl einn upp á landi
sagði, þegar hann sá símskeyti frá
Vestmannaeyjum: ,,Það má telja
mér, fáfróðum almúgamanninum,
trú um allan andskotann, en að
þetta skraufþurra skeyti sé komið
hingað alla leið frá Vestmannaeyj-
um – nei, fari það í bölvað.“ ,,Ég tók
að mér að leggja símann og taka
jafnvel ábyrgð á brimhljóðinu,!“
sagði Gísli.
Gísli kom á fót í Vestmannaeyjum
fyrstu gufubræðslu lýsis á Íslandi.
Fyrsta tilraun sem gerð var í heim-
inum með að nota skilvindu til lýs-
isvinnslu, heppnaðist hjá Gísla árið
1912. Sýndi Gísli ,,skilvindu” lýsið á
alþjóðasýningu í Kaupmannahöfn
árið 1912 og fékk heiðursverðlaun
fyrir vörugæðin. Erlent skilvindu-
fyrirtæki sá þetta á sýningunni og
í framhaldinu hófst framleiðsla á
rafknúnum skilvindum sem not-
aðar voru í þessu skyni.
Árið 1912 verður Gísli afgreiðslu-
maður Bergenske skipafélagsins
og 1915 Sameinaða gufuskipafé-
lagsins. Gísli hafði alltaf unnið að
bættum samgöngum við Vest-
mannaeyjar. Fékk Gísli því fram-
gengt að skip félaganna kæmu við
í Vestmannaeyjum á leið sinni til
og frá meginlandinu. Vestmanna-
eyjar urðu þar með betur settar
um samgöngumál en flest önnur
sjávarþorp landsins. Fyrir Gísla
vakti, að veita nýju lífi frá umheim-
inum inn til Eyjamanna. Til þess
voru bættar samgöngur örugg-
asta leiðin.
Gísli lét framkvæma rannsóknir á
hagnýtingu fiskiroðs, en það leiddi
ekki til jákvæðrar niðurstöðu. Sú
venja hafði ríkt í Vestmannaeyjum
eins og annars staðar, að öllum
fiskúrgangi var fleygt. Á ferðum
sínum, einkum til Englands, hafði
Gísli séð fiskimjölsverksmiðjur.
Árið 1913 stofnaði Gísli fyrstu
fiskimjölsverksmiðjuna á Íslandi í
Vestmannaeyjum, í samstarfi við
enskt félag í Grimsby. Þessi fiski-
mjölsverksmiðja er enn í rekstri,
(Gúanóið – FIVE). Ekki höfðu allir
trú á þessari fiskimjölsverksmiðju
Gísla. Einn bílstjórinn sem átti að
keyra fiskúrgangi í verksmiðjuna,
sturtaði úrganginum í sjóinn. Bíl-
stjórinn sagði þessa fiskimjöls-
verksmiðju vera helbera vitleysu
og betra að spara gúmmíið á bíln-
um. Fiskúrgangur væri auðvitað
einskis virði, og hann tæki ekki
þátt í þessari vitleysu hjá Gísla!
Gísli fylgdist með af áhuga upp-
finningu Thomas Edisons við að
nota glóðarlampa til lýsingar.
Árið 1912 óskar hann eftir áliti
sýslunefndar á hvort hún sé
meðmælt því að tekin verði upp
rafljós til götulýsingar í þorpinu.
Sýslunefnd tók vel í hugmynd
Gísla, í framhaldinu var Rafveita
Vestmannaeyja stofnuð, 25. ágúst
1915.
14. september 1912, sendir
Gísli bréf til sýslumannsins í Vest-
mannaeyjum og sækir um leyfi til
að stofna vatnsveitu í Vestmanna-
eyjum. Gísli ætlaði að leita að vatni
og leggja vatnspípur í aðalgötur
bæjarins, á eigin kostnað. Einnig
ætlaði Gísli að setja upp í bænum
drykkjarþró, fyrir verkamenn og
aðkomumenn á hentugum stað. Ef
vatn fyndist vildi Gísli fá einkaleyfi
á vatnssölu til 35 ára. Að öllum
líkindum hefur beiðni Gísla verið
hafnað, því 2. september 1918,
sækir Gísli aftur um einkaleyfi til
vatnsleitar og vatnssölu. Í bréf-
inu lýsir Gísli þeim vandræðum
sem fyrirtæki og heimili eiga við
að etja vegna vatnsskorts. Kemur
fram að Gísli lét leita að vatni, eftir
fyrirsögn Jóns landverkfræðings
Þorlákssonar, en sú leit bar ekki
árangur. Gísli stóð allan straum af
kostnaði við leitina. Gísli fór fram á
leyfi til vatnsleitar, ætlaði að leggja
vatnspípur um allt þorpið, reisa
vatnsturn og selja aðkomubátum
vatn. Ekkert varð að þeim fram-
kvæmdum. 50 árum seinna varð
vatnsveita að veruleika í Eyjum.
Árið 1915 útvegaði Gísli fjármagn
til byggingar nýs fullkomins barn-
skóla í Vestmannaeyjum ásamt
Birni H. Jónssyni skólastjóra. Í
fyrsta sinn á Íslandi var notast við
steypuhrærivél sem Gísli útvegaði.
Árið 1917 keypti Gísli svokallaða
Östlundsprentsmiðju og flutti til
Vestmannaeyja. Prentsmiðjan var
til húsa upp á lofti í Edinborgara-
húsinu. Hún var fyrsta og lengi
eina prentsmiðjan í Eyjum. Gísli
gaf út fyrsta prentaða blaðið sem
gefið var út í Eyjum og hét það
Skeggi. Blaðið flutti almennar
fréttir og ræddi bæjarmálin og var
Eyjamönnum til ánægju og menn-
ingarauka.
Eitt af vandamálum útgerðarinn-
ar hér, eftir að vélbátarnir komu,
var olíuleysi. Olía var allt til 1919-
20 flutt hingað í trétunnum, velta
varð olíutunnunum langar leiðir í
bátana. Oft kom það fyrir að bátar
komust ekki á sjó í blíðviðri vegna
þess að ekki voru til olíutunnur.
Gísli sá að þetta gengi ekki, keypti
olíugeyma í Englandi og lét koma
þeim upp á Nausthamri, austan
við Edinborgarbryggjuna. Voru
þetta fyrstu olíugeymar á Íslandi
sem reistir voru. Seinna var Olíu-
samlag Vestmannaeyja stofnað.
Árið 1919 fær Gísli til liðs við sig
kunnan sægarp og dugnaðarfork
Gísla Magnússon kenndan við
Skálholt, í tilraunaverkefni. Þeir
félagar kaupa mótorskipið Ægi frá
Hafnarfirði til að hefja dragnóta-
veiðar. Eyjamenn urðu þar með
fyrstir til þess að hefja dragnóta-
veiðar hér við land.
Sparisjóður Vestmannaeyja (hinn
eldri) var stofnaður 1893, og var
engan veginn nógu burðugur
til að fjármagna útgerð og hús-
byggingar í Eyjum. Stjórn Spari-
sjóðsins fékk Gísla til að taka að sér
formennsku sjóðsins, með það að
markmiði að sameina hann stór-
um banka sem gæti þjónað Eyja-
mönnum. Gísli leysti þetta verk-
efni vel af hendi, og sameinaðist
Sparisjóðurinn Íslandsbanka (síð-
ar Útvegsbanki Íslands). Fyrsta
bankaútibúið var opnað í Eyjum
30. okt. 1919.
Fyrstu bæjarstjórnar
kosningarnar
Árið 1918 varð Vestmannaeyjar
kaupstaður að nafninu til en lög-
in öðluðust gildi 1. janúar 1919. Í
fyrstu bæjarstjórnarkosningunum,
er fóru fram 19. janúar 1919 var
Gísli í fyrsta sæti C listans og hlaut
kosningu.. ,,Ég var í stjórnamála-
flokkum, en hef líklega alltaf þótt
lélegur flokksmaður, því að ég hef
veitt hverju því máli lið, sem ég
hef talið horfa til heilla, en spyrnt
gegn hinum, án tillits til þess
hvaða stjórnmálaflokkar hefðu þar
hagsmuna að gæta”, sagði Gísli.
Hann bætti ennfremur við: ,,Þess
vegna varð ég aldrei einn hinna
útvöldu forystumanna flokkanna
og uni því vel.”
Framfarasinninn
Árið 1919 stofnaði Gísli ásamt
fleirum hlutafélagið ÍSAGA. Til-
gangur félagsins var að framleiða
acetylengas fyrir ljósvita lands-
ins, einnig gas og súr til logsuðu.
Þetta fyrirtæki er enn í blómlegum
rekstri undir sama nafni. Núver-
andi eigandi er sænska fyrirtækið
AGA.
Árið 1924 lét Gísli reisa stærsta
fiskaðgerðarhús landsins, sem
hlaut auðvitað nafnið – Eilífðin
– vegna þess hversu stórt hús-
ið þótti. Fiskaðgerð fór nú fram
innanhúss, matstofa, salerni og
þvottaskálar með rennandi vatni
fyrir verkafólk. Var Gísli gagnrýnd-
ur fyrir þessa stóru byggingu, og
töldu margir að aldrei yrði hægt
að fylla hana. Á næstum árum varð
slíkur landburður af fiski í Eyjum
að húsfyllir varð oftar en nokkrum
datt í hug og hefði orðið svo þó
stærra hefði húsið verið. Þarna
sýndi Gísli enn einu sinni stórhug
sinn og framtíðarsýn.Edinborgarabryggja sem Gísli lét byggja 1907 og fiskaðgerðarhúsið sem fékk nafnið „Eilífðin“
Árið 1913 stofnaði Gísli fyrstu
fiskimjölsverksmiðjuna á Íslandi
í Vestmannaeyjum, í samstarfi
við enskt félag í Grimsby. Þessi
fiskimjölsverksmiðja er enn
í rekstri, (Gúanóið – FIVE).
Ekki höfðu allir trú á þessari
fiskimjölsverksmiðju Gísla. Einn
bílstjórinn sem átti að keyra
fiskúrgangi í verksmiðjuna,
sturtaði úrganginum í sjóinn.
Bílstjórinn sagði þessa
fiskimjölsverksmiðju vera helbera
vitleysu og betra að spara
gúmmíið á bílnum. Fiskúrgangur
væri auðvitað einskis virði, og
hann tæki ekki þátt í þessari
vitleysu hjá Gísla!