Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Síða 9

Fylkir - 01.12.2021, Síða 9
9FYLKIR - jólin 2021 ° ° Árið 1926 lét Gísli smíða í Dan- mörku 30 lesta vélbát sem fékk nafnið Heimaey. Á þessum tíma voru stærri erlend verslunarskip farin að nota talstöðvar. Árið 1927 lét Gísli setja talstöð í Heimaey. Fyrsta skipið sem þannig var útbú- ið, ekki einungis á Íslandi heldur þó víðar um lönd væri leitað. Þetta vakti ekki hrifningu til að byrja með, en mönnum varð ljóst seinna meir nytsemi talstöðvanna. Árið 1926 flutti Gísli inn fyrstu hausunar- og flatningsvélarnar, sem til landsins hafa komið. Ko- stuðu þær stórfé. Komu vélarnar frá Lübeck í Þýskalandi. Fiskur sem beið í kösum eftir að komast í verk- un, og lá undir skemmdum, heyrði nú að mestu sögunni til. Vélarnar reyndust ágætlega, en mættu mikilli mótspyrnu lengi. Þegar Gísli fór frá Eyjum, var tækifærið notað til að henda vélunum. ,,Ótti hins frumstæða manns við vélina stafar af vanmáttarkennd, sem hverfur ekki fyrr en hann skilur, að hún er í eðli sínu þjónn, en hvorki keppinautur né herra.” GJJ Halldór Gunnlaugsson héraðs- læknir hafði barist fyrir byggingu nýs sjúkrahúss í nokkur ár, án árangurs. Gísli ákvað að slást í lið með Halldóri, svo að af byggingunni yrði. Árið 1912 lét Gísli, Rögnvald Ólafsson teikna sjúkrahús fyrir 20 sjúklinga, en heimstyrjöldin fyrri eyðilagði þann draum. Húsameistari ríkis- ins Guðjón Samúelsson, teiknaði fyrir Gísla, í samráði við Landlækni, nýtt sjúkrahús fyrir Eyjamenn. Ekki voru allir sáttir við þessa hugmynd, vildu frekar kaupa gamla spítalann og koma honum í rekstur aftur. Fjármögnun byggingarinnar gekk illa, staðarval, rekstraform og sam- skipti við opinbera aðila tafði fyrir ákvörðun um byggingu. Gísli sá að þetta gengi ekki lengur og ákvað að byrja að byggja húsið árið 1925 í sínu nafni. Bæjarstjórn bað Gísla um að stækka húsið, svo það tæki 40 rúm. Bæjarstjórn og kvenfélag- ið Líkn gáfu fjármuni í bygginguna, ásamt útgerðarmönnum. Gísli og Ásdís kona hans afhentu Vest- mannaeyjabæ allt það sem þau lögðu í bygginguna með eftirfar- andi gjafabréfi sem er varðveitt á Skjalasafni Vestmannaeyja: ,,Jeg undirritaður Gísli J. Johnsen, konsúll, Breiðabliki, Vestmannaeyjum, lýsi því hjer með yfir, að jeg afhendi og afsala, fyrir mína hönd og konu minnar Ásdísar Johnsen, bæjar- fjelagi Vestmannaeyja til fullra eignar og umráða sjúkrahús það sem við höfum látið byggja í Stakkagerðistúni, hjer, ásamt innanstokksmunum og öðru sjúkrahúsinu tilheyrandi. Vestmannaeyjum 30. desember 1927 G.J Johnsen ( sign).“ Gísli stofnaði, ásamt fjórum ís- lenskum athafnamönnum, hluta- félagið Olíusöluna árið 1926 til að ná olíuverslun úr höndum útlendinga. Sama ár sameinaðist Olíusalan h.f. Shell samsteyp- unni og til var Shell h.f. á Íslandi. Gísli og félagar áttu 51% en Shell samstæðan 49%. Shell annaðist innkaupin en Olíusalan dreifði olí- unni. Olíuverð lækkaði í kjölfarið um 34% á landinu. Gísli eignaðist einnig hlutabréf í Slippfélaginu og sat í stjórn þess. Kreppan mikla 1930 Í upphafi árs 1930 voru umsvif Gísla gríðarleg. Fyrir utan öll umsvif hans í Vestmannaeyjum, þá var Gísli einnig kominn með rekstur á Siglufirði, í Reykjavík, Keflavík og Sandgerði. Eins og oft háttar til um mikla athafnamenn voru eignir og skuldir miklar, en lausfé lítið. Heimskreppan skall á haustið 1929 og viðskiptabanki Gísla, Íslandsbanki varð gjald- þrota. Útvegsbanki Íslands, sem var stofnaður á rústum Íslands- banka, gjaldfelldi umsvifalaust alla víxla Gísla sem í kjölfarið missti öll sín fyrirtæki, en varð aldrei persónulega gjaldþrota. Það var Vestmannaeyjum mikill skaði þegar Gísli J. Johnsen var gerður gjaldþrota. Frá 1917 hafði hann verið með langstærstu út- gerðina, haft mikla verslun, verið með stærstu fiskverkunarhúsin og haft fjölda manns í vinnu. Allt hans stóra veldi hrundi í einu vetfangi. Bátarnir sem einhver pardómur var í, voru seldir burtu úr Eyjum. Vörurnar í búðinni fóru á uppboð og henni lokað í framhaldinu og aldrei opnuð framar. Fiskverkunar- húsin stóðu að mestu auð og tóm í nærri áratug. Þannig liðaðist í sundur öll hin blómlegu fyrirtæki Gísla, sem starfað höfðu í nær þrjá áratugi. Gísli var mjög ósáttur við hvern- ig Útvegsbankinn kom fram við hann. ,,Brjótið það niður, sem ég hef byggt upp, en mig skuluð þið aldrei beygja. Ég hef fyrr byrjað með tvær hendur tómar. Spyrjum að leikslokum en ekki vopnavið- skiptum,“ var andsvar Gísla. Eftir þetta fór Gísli alfarinn frá Vest- mannaeyjum. Árið 1931 stofnaði hann nýtt fyrirtæki, Umboðs- og heildverslun Gísla J. Johnsen í Reykjavík. Gísli gerðist stórkaup- maður eftir þetta og vegnaði vel í Reykjavík. Sama ár, 1931, stofnaði Gísli einnig firmað Gísli J John- sen í Reykjavík og varð umsvifa- mikill í sölu bátavéla. Gísli flutti inn sænskar bátavélar af June- Munktel gerð og síðar diselvélar frá USA undir heitinu The Buda Company. Á tímabili var 40% af öllum bátavélum á Íslandi keypt af Gísla J. Johnsen. Gísli útvegaði Ísafjarðarkaupstað lán til rafveitu Ísafjarðar 1937. Gísli útvegaði Reykjavíkurhöfn lán til byggingar á Ægisgarði. Gísli lét smíða fyrir sig bát í Sví- þjóð úr léttmálmi (aluminium). Hinn 24 febrúar 1956 gaf Gísli Slysavarnafélagi Íslands bátinn sem björgunarbát. Frú Anna John- sen, síðari kona Gísla, framkvæmdi vígsluathöfn bátsins og gaf hon- um nafnið Gísli J Johnsen. Gísli J Johnsen var alla tíð mikilsmetinn meðal margra leiðandi manna í Svíþjóð. Göteborgs-Posten helg- aði leiðara sinn á afmælisdaginn hans 10. mars 1956, auk afmæl- isgreina. Í leiðara sænska ritstjór- ans segir: “.. hann er ennþá ungur. Hann er það vegna þess, að hann á hugsjónir, lífstakmark, vinnugleði. Annars er hann 75 ára í dag………” Gísli var tvíkvæntur. Árið 1904 kvæntist hann Ásdísi Gísladóttur. Eignuðust þau börnin Sigríði, Gísla Friðrik og Soffíu. Ásdís lést 1943 eftir langvarandi vanheilsu. 1947 giftist Gísli öðru sinni, Önnu Ólafs- dóttur yfirhjúkrunarkonu. Þegar Gísli og Anna fluttu til Reykjavík- ur byggði hann stórt og myndar- legt hús að Túngötu 18. Húsið seldi Gísli síðan 1939 dr. Werner Gerlach, þýskum nasista og ræðis- manni. Húsið hlaut frægð á sínum tíma vegna njósna dr. Gerlachs og eins þegar breska hernámsliði handtók dr. Gerlach á fyrsta degi hernámsins. Í dag er það sendi- ráðsbústaður Þýskalands. Gísli byggði sér annað hús, ská á móti Túngötu 18, 560 fm. glæsihús að Túngötu 7 sem enn er mikil bæjar- prýði. Indverska sendiráðið er nú þar til húsa. Þegar Gísli varð sjötugur voru margir sem þökkuðu honum fyrir samfylgdina í gegnum árin og hann fékk margar vinargjaf- ir, kvæði, blóm og heillóskir sem hann var þakklátur fyrir. Það sem gladdi hann þó mest var símskeyti frá Vestmannaeyjum sem honum barst. Hann setti það fremst í af- mælismöppuna sína: SÍMSKEYTI Frá Vestmannaeyjum 107 orð 10/3. 1951 kl. 16:15 Gísli J Johnsen stórkaup- maður Reykjavík. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefir á fundi í dag gert þessa samþykkt í tilefni af sjötugs- afmæli Gísla J. Johnsens stórkaupmanns, og í þakk- lætis- og virðingarskyni fyrir margháttaða forgöngu hans í atvinnumálum Eyjanna á fyrstu þremur áratugum tuttugustu aldarinnar, og þann höfðings- skap er hann og kona hans frú Ásdís sýndu með því að gefa bæjarfélaginu sjúkrahús. Samþykkir bæjarstjórn Vest- mannaeyja að kjósa hann fyrir heiðursborgara Eyjanna og felur bæjarstjórn að láta gera viðeigandi heiðursskjal sem bæjarfulltrúarnir undirrita og síðan verður afhent honum. Jafnframt og við leyfum okkur að tilkynna yður þetta sendir bæjarstjórn og við persónulega bestu afmælisóskir. Helgi Benediktsson forseti bæjarstjórnar. Ólafur A. Kristjánsson bæjarstjóri. Síðasta heimsókn Gísla til Eyja var 16. apríl 1964 ásamt síðari konu sinni. Þótti honum mikið til koma að sjá allar þær stórframkvæmdir og þá miklu uppbyggingu, sem orðið hafði í hans kæra fæðingar- bæ. Gísli Jóhannsson Johnsen lést í Reykjavík 6. sept. 1965. Vest- mannaeyjabær kostaði útför Gísla, sem fór fram hinn 10. sept. 1965 og hvílir hann í Hólavallagarði við Suðurgötu í Reykjavík. Á þessu ári voru 140 ár frá fæðingu Gísla J Johnsens og til stóð á vor- dögum að halda málþing um þennan mikla athafnarmann sem átti svo stóran þátt í þeirri upp- byggingu í veiðum og vinnslu á sjávarfangi hér í Eyjum og einnig á landsvísu ásamt annarri atvinu- uppbyggingu og framfaramálum. Þessar framfarir sem Gísli stóð fyrir, bættu lífskjör hins almenna borgara, styrkti samfélagið og færði lífsgæði bæjarbúa nær því sem gengur og gerist í löndunum í kring um okkur á þeim tíma. Vegna veirunnar sem herjað hefur á heimsbyggðina var málþinginu sem halda átti í vor frestað nú til haustsins. Enn kom „babb í bát- inn“ eins og sagt er og aftur varð að fresta málþinginu. Ákveðið hefur verið að halda málþingið 14. Maí næstkomandi, þar sem farið verður yfir ævi og störf Gísla. Tveir drengir á hestakerru í garðinum við hús Gísla J. Johnsen, Breiðablik. Drengurinn til hægri er Gísli Friðrik Johnsen (1906­2000), sonur Gísla J. Johnsen, fæddur 1906. Þegar Gísli varð sjötugur voru margir sem þökkuðu honum fyrir samfylgdina í gegnum árin og hann fékk margar vinargjafir, kvæði, blóm og heillóskir sem hann var þakklátur fyrir. Gísli J. Johnsen Jeg undirritaður Gísli J. Johnsen, konsúll, Breiðabliki, Vestmannaeyjum, lýsi því hjer með yfir, að jeg afhendi og afsala, fyrir mína hönd og konu minnar Ásdísar Johnsen, bæjarfjelagi Vestmannaeyja til fullra eignar og umráða sjúkrahús það sem við höfum látið byggja í Stakkagerðistúni, hjer, ásamt innanstokksmunum og öðru sjúkrahúsinu tilheyrandi.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.