Fylkir - 01.12.2021, Blaðsíða 11
11FYLKIR - jólin 2021
°
°
Húsið Vatnsdalur var þriggja
hæða tígulegt hús austur á Heima-
ey, byggt af Högna Sigurðssyni og
Sigríði Brynjólfsdóttur, úr hleðslu-
steini líklega á árunum 1925-
1927. Vatnsdalur fór undir hraun í
Heimaeyjargosinu 22. mars 1973.
Hér verður stiklað á stóru í sögu
Vatnsdals, Högna Sigurðssonar
og fyrri konu hans Sigríðar Brynj-
ólfsdóttur og seinni konu hans
Guðnýjar Magnúsdóttur, sem og
þeirrar ættar í Vestmannaeyjum
sem löngum hefur verið kennd við
húsið. Líklegt er talið að Vatns-
dalsættin sé sú fjölmennasta sem
kennd er við Vestmannaeyjar nú
um stundir.
Vatnsdalur stóð við Landagötu
30 þar sem Vatnsdælingar ólust
upp við leik og störf. Færri vita
að annað lágreistara hús, nokkurs
konar forveri „nýja“ Vatnsdals, stóð
á sömu jörð. Þetta hús bar einnig
nafnið Vatnsdalur, sömuleiðis
reist af Högna og Sigríði. Vatns-
dalsjörðin var upprunalega ein
af Vilborgarstaðajörðunum aust-
ur á Heimaey sem alls voru átta.
Forsaga þess að hún komst í eigu
Högna Sigurðssonar var sú að
þegar Jón Magnússon var sýslu-
maður í Vestmannaeyjum á ár-
unum 1892-1896 hafði hann eina
Vilborgarstaðajörðina, Mið-Hlað-
bæ, til ábúðar og nytja þrátt fyrir
að hann byggi ekki á jörðinni. Þar
voru engin hús nema hlöðuskrifli
en henni fylgdu fjórir matjurta-
garðar, samtals 126 ferfaðmar að
flatarmáli. Frá 1884
höfðu foreldrar
Högna haft þessa
jörð til ábúðar.
Högni ólst því
upp í fjölbreytt-
um störfum
landbúnaðar ins
á uppvaxtarárun-
um. Hann flutti frá
Eyjum um tíma og
gekk menntaveg-
inn eins og síðar
verður vikið að. Að námi loknu
fluttist Högni til Norðfjarðar.
Enginn vafi leikur á því að þessi
jörð, Mið-Hlaðbær, sem honum
áskotnaðist í gegnum föður sinn
1902 þegar fyrrverandi sýslumað-
ur sleppti henni, var helsta ástæða
þess að hann flutti aftur heim til
Eyja ásamt Sigríði Brynjólfsdóttur
eiginkonu sinni sem hann kynntist
í Neskaupstað og tveimur börn-
um þeirra. Þau biðu ekki boðanna
og hófu að reisa sér lágreist hús
á jörðinni 1903 sem var staðsett
nyrst í jarðareigninni og kallað
Vatnsdalur eftir dæld í lendum þar
í námunda. Þar stóð jafnan uppi
vatn um tíma í haust- og vetrar-
rigningum sem krakkarnir notuðu
til að sigla litlum heimasmíðuð-
um bátum. Þegar fraus á veturna
var þetta prýðis skautasvell. Eldri
Vatnsdalur var á einni hæð og úr
timbri. Þetta hús var síðar kallað
„gamli“ Vatnsdalur því Högni og
Sigríður tóku sig til og rifu húsið
sem aðeins hafði staðið í tæpan
aldarfjórung. Áður en til þess kom
hófu þau byggingu á nýju íbú-
arhúsi upp úr 1925, syðst í túni
jarðarinnar, úr hlöðnum steini.
Þetta var „nýi“ Vatnsdalur. Ástæða
þess að gamli Vatnsdalur var rifinn
aðeins tæplega aldarfjórungs-
gamall er ekki vitað en leiða má
að því líkum að hann hafi verið
byggður úr lélegum viði, jafnvel
rekaviði að einhverju leyti, en það
eru einungis getgátur.
Steinsteypuklassíkin
Vatnsdalur
Nýi Vatnsdalur var þriggja hæða,
glæsilegt og tígulegt hús með
stórkostlegt útsýni í allar áttir.
Húsið var háreist og setti mikinn
svip á umhverfið og nánast alla
tíð var þar mannmargt og sjálfs-
þurftarbúskapur í öndvegi. Á
þessum tíma vann Högni hjá Ís-
félagi Vestmannaeyja sem lánaði
honum nokkurt fé til bygginga-
framkvæmdanna. Svo virðist sem
bygging Vatnsdals hafi gengið
með ágætum, húsið var engin
smásmíði á þessum tíma og má
álykta að bygging þess hafi verið
talsvert þrekvirki.
Byggingarstíll Vatnsdals er það
sem fræðimenn á þessu sviði kalla
steinsteypuklassík, þ.e. steinsteypt
hús mótað í hefðbundnum stíl
steinhlaðinna húsa á Norðurlönd-
um. Til aldamóta 1900 hafði um
nokkurt skeið staðið yfir blómatími
bárujárnsklæddra timburhúsa á Ís-
landi. En Íslendingar voru fljótir að
átta sig á kostum steinsteypunnar
sem hentaði vel í rysjóttu veðri á
norðurslóðum. Í upphafi 20. aldar
var skammvinnt tímabil sem kennt
er við íslenska steinsteypuklassík.
Ekki var búið að plægja akurinn
fyrir beinar línur módernismans
og húsasmiðir höfðu ekki aðrar
fyrirmyndir en timburhúsin og
þeir héldu áfram með þá hugsun
að smíða eitthvað sérstakt fyrir
augað. Í þeim anda fengu steyptir
gaflar ávalan boga efst, gluggaflet-
ir voru inndregnir, aðalinngangur-
inn ef til vill bogmyndaður og
annað eftir því. Vatnsdalur var
reistur undir þess-
um áhrifum. Með-
al þess sem ein-
kenndi Vatnsdal
voru sveigðar gafl-
brúnir sem náðu
upp fyrir þakið og
eru áhrifin talin
vera frá dönskum
nýbarokkhúsum,
sem voru í tísku
á fyrsta fjórðungi
síðustu aldar.
Ekki er vitað hver teiknaði
Vatnsdal þrátt fyrir talsverða eft-
irgrennslan. Aðeins fimm árum
eftir að Vatnsdalur var byggður
voru uppi hugmyndir um mikla
stækkun á húsinu því fjölskyld-
an fór stækkandi. Fyrir skömmu
komu í ljós teikningar af stækk-
unaráformum Vatnsdals dagsettar
í október 1932 með undirskriftinni
Ó. A. Kristjánsson en þær fundust
í dánarbúi Svölu Hauksdóttur. Yfir-
skrift teikninganna er Stækkun á
húsi Högna Sigurðssonar. Hafið
er yfir allan vafa að þar er átt við
Ólaf Ágúst Kristjánsson (1909-
1989) byggingarmeistara og síðar
bæjarstjóra í Eyjum. Samkvæmt
vefsíðunni Heimaslóð lauk Ólaf-
ur prófi í húsasmíði árið 1930 og
starfaði eftir það sem byggingar-
og húsameistari í heimabænum.
Sagan segir að hann hafi teiknað
vel flest hús í Eyjum á árunum
1930 til 1960. Ólafur er því án
vafa höfundur tillögunnar að við-
byggingunni sem aldrei reis að
fullu eins og upphaflega var áætl-
að, væntanlega vegna þess að á
þessum tíma skall heimskreppan
á af fullum þunga. Ólíklegt er að
hann hafi teiknað aðalhúsið en
árið 1925 hefur hann verið 16 ára.
Hver höfundurinn var að upphaf-
legri teikningu Vatnsdals verður
því áfram ráðgáta þar til frekari
vísbendingar finnast.
Samkvæmt teikningunum sem
fundust vegna stækkunaráfor-
manna var hver hæð í uppruna-
legu byggingunni tæplega 90
fermetrar eða samtals um 270
fermetrar á þremur hæðum. Við-
byggingin sem fyrirhuguð var
norðan megin var metnaðarfull,
átti að vera á þremur hæðum líkt
og húsið sjálft og má áætla að hver
hæð viðbyggingarinnar hafi átt að
vera um 30 fermetrar, samtals hátt
í 90 fermetrar á þremur hæðum.
Vatnsdalur hefði eflaust verið með
stærri húsum í Vestmannaeyjum á
þessum tíma ef upphaflega stækk-
unin hefði orðið að veruleika.
Samkvæmt stækkunarteikn-
ingunni frá 1932 var gert ráð fyrir
eldhúsi, tveimur svefnstofum og
tveimur stofum á 1. hæð ásamt
stiga en í viðbyggingunni var gert
ráð fyrir forstofu, öðru eldhúsi og
kompu. Miðað við þetta var gert
ráð fyrir tveimur fjölskyldum á
1. hæðinni, hér var hver fermetri
nýttur til hins ítrasta enda mann-
margt í Vatnsdal. Á 2. hæð var gert
ráð fyrir tveimur svefnstofum,
tveimur stofum og einu herbergi
ásamt stiga sem vísar til þess að
þarna var gert ráð fyrir a.m.k.
tveimur, jafnvel þremur fjölskyld-
um. Á 3. hæð var samskonar fyr-
irkomulag. Í viðbyggingunni á 2.
hæð var samkvæmt teikningunni
gert ráð fyrir tveimur eldhúsum
ásamt stiga. Eftir stækkunina var
því gert ráð fyrir hvorki fleiri né
færri en sex eldhúsum í Vatnsdal
en það gekk aldrei eftir. Engin sal-
erni eru á teikningunum enda var
notast við útikamra á þessum tíma
eða þangað til um miðja síðustu
öld. Í upphafi var einn útikamar
sem staðsettur var við fjósið sem
áfast var við hlöðuna. Var talsverð-
ur spotti að fara á kamarinn og því
ekkert spennandi að fara þangað
t.d. í leiðinlegu veðri. Síðar bættist
annar kamar við. Talið er að vatns-
salerni hafi komið fyrst í Vatnsdal á
sjötta áratug síðustu aldar og var
það sett undir stigann á 1. hæð.
Nokkru síðar kom annað salerni
í viðbyggingunni á 2. hæð. Eins
og nærri má geta var þetta mikið
framfaraspor og í raun bylting í
þriggja hæða húsi.
En þrátt fyrir að ekki hafi orðið
af þessum stóru áformum um
stækkun Vatnsdals, væntanlega
út af kreppunni, var engu að síður
farið í talsverða stækkun til norð-
urs. Sú stækkun byggir væntan-
lega á teikningu Ólafs en talið er
að í sinni einföldustu mynd hafi
bygging þriðju hæðarinnar verið
slegin út af borðinu. Stækkunin
náði því upp í tvær hæðir eða um
60 fermetrar samtals en hægt var
að ganga út á stórar svalir út af 3.
hæð, út á viðbygginguna. Ráðist
var í stækkunina á fjórða áratugn-
um eftir því sem næst er komist.
Skipulagið í Vatnsdal
Hér verður gerð tilraun til þess að
lýsa skipulaginu innandyra í Vatns-
dal eftir stækkunina, en með þeim
fyrirvara að það tók nokkrum
breytingum í gegnum tíðina og
minni fólks er mismunandi eins og
gengur og gerist.
Þegar viðbyggingin var komin í
gagnið var gengið inn í Vatnsdal
á vesturhlið viðbyggingarinnar.
Komið var inn í ágæta forstofu
og þar fyrir innan var myndarlegt
matarbúr. Ekki var reistur stigi í við-
byggingunni eins og teikningarn-
ar gerðu upphaflega ráð fyrir en
hann átti væntanlega að koma í
stað stigans í aðalbyggingunni
þar sem var hægt að búa til
meira pláss. Gerðar voru nokkrar
breytingar á skipulaginu og fyr-
irkomulaginu á neðstu hæðinni í
Vatnsdal í gegnum tíðina. Lengi
vel voru þar tvö eldhús, þvottahús,
borðstofa og síðar kom kompa
með olíukyndingu og baðkari.
Olíufýrinn eins og hann var kall-
aður var stór og mikill og var stað-
settur ofan í steingryfju en það
var víða gert. Baðkarið kom síðar
í kompuna og var auðvitað mikill
lúxus en þetta var eini staðurinn
í húsinu þar sem var pláss fyrir
Hús og fólk V:
Vatnsdalur – Höll minninganna
GREINARHÖFUNDUR:
ÞORSTEINN
GUNNARSSON
Sigríður Högnadóttir fyrir utan Vatnsdal 1960. Lýsandi mynd fyrir
fjörlegt mannlíf á Vatnsdalslóðinni.
Myndin er líklega tekin í kringum 1926. Þarna er verið að ljúka við
byggingu nýja Vatnsdals. Gamli Vatnsdalur sem er hægra megin
var rifinn eftir að flutt var í nýja Vatnsdal. Lengst til hægri er hlaðan
og fjósið sem tilheyrði Vatnsdal. Aðeins austar, sem ekki sést á
myndinni, voru kartöflukofarnir og hesthúsin. Vatnsdalur nýbyggður, líklega upp úr 1930.
Byggingarstíll Vatnsdals er
það sem fræðimenn á þessu
sviði kalla steinsteypuklassík,
þ.e. steinsteypt hús mótað í
hefðbundnum stíl steinhlaðinna
húsa á Norðurlöndum.