Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 12
12 FYLKIR - jólin 2021
°
°
baðkarið. Olíufýrinn hitaði upp
vatnið fyrir ofnana og baðkarið.
Hæðarboxið fyrir olíukyndinguna
var uppi í risi en það þurfti að vera
í hæsta punkti svo að hringrás
heita vatnsins væri í lagi. Á 1. hæð-
inni var yfirleitt mikið um að vera,
margt um manninn og eldhúsin
hjá Guðnýju og Ingibjörgu Ólafs-
dóttur höfðu mikið aðdráttarafl.
Trégólf var á milli hæða.
Á 2. hæð var svefnálma en þar
voru eiginlega tvær íbúðir með
sitt hvort svefnherbergið og stofu
auk minna svefnherbergis. Lengst
af var Högni Sigurðsson með aðra
íbúðina ásamt Sigríði fyrri konu
sinni og svo Guðnýju seinni konu
sinni. Síðar var Sigurður Högnason
og Ingibjörg Ólafsdóttir með hina
íbúðina á hæðinni. Guðmundur
Högnason var með staka her-
bergið. Viðbyggingin á 2. hæð var
lengst af aldrei kláruð að innan og
því nýtt sem geymsla. Síðar kom
þar vatnssalerni og bað.
Á 3. hæð var skipulagið með
svipuðu hætti og á 2. hæð nema
að þar var ekki geymsla því engin
var viðbyggingin. Fyrstu árin voru
herbergin á 3. hæð m.a. leigð út til
ættingja, íslenskra og færeyskra
sjómanna sem voru hér á vertíð,
fjölskyldna sem voru að byggja og
vantaði húsnæði tímabundið, sem
og til ýmissa annarra aðkomu-
manna.
Upphaflega voru fjórir gluggar
austan megin á Vatnsdal, frekar
langir og mjóir, en um miðja sein-
ustu öld var múrað upp í þá þar
sem austanáttin hefur löngum
reynst erfið viðureignar í Eyjum.
Í Vatnsdal bjó um tíma rithöfund-
urinn Theódór Friðriksson sem
ritaði fróðlegar lýsingar á atvinnu-
lífi í Eyjum á árunum 1920-1930 í
ævisögu sinni, Í verum. Hann gaf
einnig út skáldsöguna Lokadagur
1926 sem gerist að hluta til í Vest-
mannaeyjum og er afskaplega
fróðleg bók. En Vatnsdalsættin
stækkaði þegar leið á öldina og þá
bjuggu þar fleiri Vatnsdælingar til
skemmri og lengri tíma t.d. á með-
an þeir voru að byggja sín eigin
hús. Nokkrum árum fyrir eldgosið
1973 keyptu Sigfús Kristjánsson
og Soffía Kristjánsson, sem var af
færeyskum ættum, efstu hæðina í
Vatnsdal.
Guðmundur Högnason var síð-
asti ábúandi í Vatnsdal ásamt
Ingibjörgu Ólafsdóttur, ekkju Sig-
urðar, bróður Guðmundar. Einnig
bjuggu þar hjónin Sigfús og Soff-
ía. Á háaloftinu var geymsla og þar
var manngengt. Mörgu náðist að
bjarga úr Vatnsdal áður en hann
hvarf undir hraun en óttast er að
mikil menningarleg verðmæti
Högna og fleiri Vatnsdælinga hafi
glatast. Högni var pennans maður
eins og fleiri í fjölskyldunni.
Stór vatnsbrunnur var reistur
strax í upphafi vestan megin utan
á húsið. Hann var ekki grafinn
niður í jörðina heldur var jafn hár
fyrstu hæðinni á Vatnsdal og náði
upp að annarri hæð. Á annarri
hæð voru í upphafi tvær útihurðir
vestan megin þar sem hægt var að
ganga út á brunninn. Hins vegar
var múrað fljótlega upp í aðra
hurðina. Leiða má að því líkum að
ástæða þess að vatnsbrunnurinn
var ekki grafinn niður heldur var
staðsettur við húsið á 1. hæð var
sá að þá þurfti ekki að dæla vatn-
inu upp úr brunninum. Síðar kom
vatnsdæla sem dældi vatninu inn
í húsið og fylgdi henni talsverður
hávaði. Eyjamenn háðu lengi bar-
áttu við vatnsskort og innprentað
var í æsku að fara sparlega með
vatnið. En 20. júlí 1968 urðu þau
tímamót að vatn frá Syðstu-Mörk
undan Eyjafjöllum tók að streyma
til kaupstaðarins um leiðsluna
miklu á milli lands og Eyja. Fram
að því hafði rigningarvatni af hús-
þaki Vatnsdals verið safnað í vatns-
brunninn líkt og víðast hvar í Eyj-
um. En Vatnsdælingar nutu góðs
af því að bræðurnir Guðmundur
ERU ENDALOK BYGGÐARINNAR Í NÁND?
- Einstök frásögn Ólafs R. Sigurðssonar af því þegar Vatnsdalur
og nærliggjandi hús fóru undir hraun 22. mars 1973
Vatnsdalur fór undir hraun þann 22. mars
1973. Margir höfðu haldið að Vatnsdalur
myndi standast ágang hraunflæðisins
en svo reyndist ekki vera frekar en með
önnur hús. Þetta tígulega steinsteypta
hús hrundi eins og spilaborg þegar á
reyndi. Ólafur Sigurðsson, barnabarn
Högna og Sigríðar, sem ólst upp í Vatns-
dal, síðar kenndur við Stapa, hafði aðeins
starfað í lögreglunni í Vestmannaeyjum í
þrjár vikur þegar eldsumbrotin hófust
á Heimaey 23. janúar 1973. Ólafur á í
fórum sínum handrit að óútgefinni bók
um upplifun sína í eldgosinu og í henni
er m.a. að finna einstaka frásögn þegar
hann varð vitni að því að æskuheimilið,
Vatnsdalur, fór undir hraun. Ólafur veitti
góðfúslegt leyfi til að birta þann hluta
frásagnarinnar.
„Plamm plamm fyrirbæri eldstöðvanna
leiðir hugann aftur í tímann á ámóta há-
vaða. Stundirnar þegar við krakkarnir
hjúfruðum okkur í skjólið fyrir saltbland-
aðri austanáttinni þá upp við einhvern
steininn austur á Urðum og fylgdumst
með öldunum færast nær og nær, þeyt-
andi froðuflekkjum sem lituðu umhverf-
ið. Þá kváðu við þungar plamm plamm
drunur, sem höfðu enga eftirmála.
Nú er æskan að baki og kaldur veruleik-
inn, í þessu tilviki sjóðheitur, blasir við
fullorðnum manni sem ólst upp í Vatns-
dal, tígulegu þriggja hæða húsi sem afi
hans Högni Sigurðsson byggði og inn
í það flutt árið 1925, híbýli stórrar fjöl-
skyldu, nú fórnarlamb hrauneðjunnar.
Við krakkarnir í Vatnsdal áttum okkar
drauma sumir rættust en aðrir ekki.
Búskapurinn í Vatnsdal var töluverð-
ur. Fjósið og hlaðan voru austan við
íbúðarhúsið og afi gamli naut aðstoðar
okkar við heyskapinn og þau fjölmörgu
störf sem inna þurfti af hendi, einkum
á sumrum. Túnin voru víðfem og grös-
ug. Við lærðum handtökin hjá frænd-
um okkar Gumma, Hauki og Hilmi og
góndum upp í himinhvolfið á björtum
vetrarkvöldum af skyldurækni við afa
sem þekkti stjörnurnar. Leiksvæðin voru
í næsta nágrenni og leikirnir af ýmsum
toga, svo sem eins og langbolti, parís og
feluleikir.
Á góðviðrisdögum komu krakkarnir í
nágrenninu saman til að ærslast, þar á
meðal bræðurnir Sveinn og Friðrik Ágúst
frá Skálholti, Sverrir og Sjöfn á Hofi,
bræðurnir Ágúst og Guðjón frá Gísl-
holti, Siggi í Húsavík, Adolf Óskarsson,
Jón í Bólstaðarhlíð, Óli á Bergstöðum, að
ógleymdum stelpunum sem voru engir
eftirbátar okkar hinna í uppátækjum.
Við syskinin, Ásta Hildur, Sigríður, Kristin
Esther og Hulda ásamt Högna vorum
samrýmd og samstíga í flestu sem ham-
ast var í. Og leikirnir gátu orðið æsilegir
á köflum, einkum á kvöldin er einhver sá
verur nálgast og hópurinn tvístrast og
stundum var stutt milli hláturs og gráts.
Eins og gefur að skilja hafa ærslin tekið
á taugar foreldra okkar Sigurðar Högna-
sonar og Ingibjargar Ólafsdóttur við að
koma skikkan á hópinn þegar mest gekk
á. Við vorum sem sé kraftmiklir krakkar
sem tengdumst umhverfinu sterkum
böndum og sporin smáu greru ofan í
Vatnsdalstúnið.
Skammt norðan Vatnsdals bjó Haukur
Högnason, föðurbróðir minn og eigin-
kona hans Jóhanna Jósepsóttir. Krakk-
arnir þeirra Svala, Guðný, Ölver og Sig-
urður Högni eiga sín spor í sporunum
okkar hinna í leikjum og starfi. Og það
gat verið glatt á hjalla þegar svo bar við.
Sungið, kveðið og spilað undir. En það
er langt um liðið. Við næsta horn skríður
hraunið fram með auknum þunga, tilbú-
ið að fást við næsta hús. Vatnsdal.
Barnið í sjálfum mér vakir nú og fylgist
með þessum hamförum, viss um að
æskuheimilið sem staðið hefur af sér öll
vindstigin og það í verstu hviðunum án
þess að haggast, fari nú ekki að gefa sig
fyrir þessu og það í blanka logni. Og nú
stend ég ásamt fleira fólki á gjallhaug
upp við Hof í um hundrað metra fjar-
lægð frá Vatnsdal. Aðgerðarlaust veð-
urfar þessa stundina hefur ekki áhrif á
sjónarspil eldgossins, eldrauður bjarm-
inn teygir sig upp, tútnar út og springur
í allar áttir. Plamm plamm herfylkingin
er í tangarsókn. Hægt og örugglega
umlykur vellandi hraunið Vatnsdal sem
molnar niður. Innviðirnir sigla í mass-
anum. Líkast skipi sem brotnað hefur í
spón og aldan flytur yfir á næstu öldu og
heimilið hans Ölvers frænda.
Það getur verið gott að draga sig til
hlés vilji maður vera einn með sjálfum
sér. Augnablikin í þeim dúr koma upp
stöku sinnum. Og lögreglumenn eru
víst manneskjur líka.
Þau molnuðu niður í smátt þessi stein-
steyptu mannvirki, járnbundin í hólf og
gólf. Austurhlíð, Grænahlíð ásamt Aust-
urvegi eru horfin undir þunnfljótandi
hraunið. Varnargarðarnir sem mynduðu
sjötíumetra háan varnarvegginn létu
undan eins og spilaborg .
Að sitja með hendur í skauti er ekki í
kortum bjartsýnismannana sem skýldu
sér vart í undanhaldinu. Tuttugu og
fimm hús suðaustur af Vatnsdal, þar á
meðal heimili Högna bróðurs míns og
Önnu Sigurðardóttur, einnig heimili
Björns Jónssonar og Ástu systur minnar
og hin húsin. Heimili vina og kunningja.
Umhverfið hvarf bókstaflega undir
hratt skríðandi hraunið, sem hélt stefnu
sinni yfir Landagötuna. Um það bil þrjú
hundruð metra breið hrauntunga stöðv-
aðist loks við Heimagötu. Urðarvegur
og Bakkastígur ásamt þéttri byggðinni
hurfu í hrauneðjuna og eldar læstu sig í
sum húsin. Heimaklettur er nú sem flóð-
lýstur í litaflóru hamfaranna enda stutt í
bergið frá víglínunni .
Um það bil sjötíu hús hafa tortímst
í þessum hamförum, ýmist orðið eldi
að bráð eða kaffærst í hraunkviku og
það hvarflar að mörgum hvort endalok
byggðarinnar sé í nánd.“
Vatnsdalur verður hrauninu að bráð í eldgosinu á Heimaey 22. mars 1973. Myndina tók Sigurgeir Jónasson.
Ólafur Sigurðsson.