Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 19

Fylkir - 01.12.2021, Qupperneq 19
19FYLKIR - jólin 2021 ° ° kom í heimsókn og skeggræddi heimskommúnismann við Högna. Synir Högna, þeir Guðmundur og Haukur, áttu sína vörubíla og unnu á Bifreiðastöð Vestmannaeyja og voru stimplaðir sem vinstri menn. Sagan segir að eitt sinn hafi Tómas í Höfn hringt á Bifreiðastöðina og óskað eftir að fá kommúnistana í Vatnsdal í verkefnið. Honum varð að ósk sinni. Ólafur rifjar upp þá sögu að þegar hann var ungur að árum var hann ásamt Högna bróður sín- um sendur í samkomuhúsið til að kaupa tvo ballmiða fyrir frændur sína en framundan var ball sem ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir. Í miðasölunni var þeim Vatnsdals- bræðrum hins vegar tjáð að þeim yrðu ekki seldir miðar því þeir væru kommúnistar. „Við vissum ekkert hvað það var,“ segir Ólafur kíminn. Heppilegt var að Högni eldri átti ítök bæði í Suðurey og Elliðaey og einhver tengsl í Heimakletti þegar kom að veiðiskap. Eins og tíðkaðist á þessum tíma var veidd- ur lundi, súla, fýll, skarfur og fleira sem Guðný og Ingibjörg reittu af stakri list og notaði Guðný skaftið til starfans. Eitthvað fór í salt og annað var reykt. Þar sem Högni stjórnaði frystiskápunum í Ísfé- laginu voru hæg heimatökin að nýta þá til að frysta hluta af góð- metinu. Vatnsdælingar minnast þess að hafa fengið sendingu af lunda úr Suðurey og þá var hátíð í bæ. Högni átti Kongsberg ein- hleypu sem nýtt var til að skjóta skarfinn austur á Urðum en þetta var gert í álandsvindi. Högni var sjálfur mikill fjallamað- ur og dró þannig björg í bú, m.a. í Suðurey. Þar komst hann einu sinni í hann krappann ásamt fé- laga sínum. Högni sat undir sig- manni og var því með spottann í höndunum. En svo illa vildi til að Högni missti líklega spyrnuna á bjargbrúninni í upphafi og sig- maðurinn fór að hrapa og Högni var því með líf hans bókstaflega í lúkunum. En Högna tókst að ná tökum á spottanum af harðfylgi og bjarga sigmanninum en hann var nánast skinnlaus í lúkunum á eftir. Margir Vatnsdælingar voru áhugasamir um íþróttir og létu að sér kveða. Glímuáhuga Högna er áður getið en afkomendurnir voru einnig liðtækir þegar kom m.a. að frjálsum íþróttum, handbolta og fótbolta. Sigríður Sigurðardóttir lét t.d. mikið að sér kveða í hand- bolta og frjálsum íþróttum og varð m.a. Íslandsmeistari í kúluvarpi sem vakti mikla athygli. Sigríður var jafnframt mikil skytta í hand- boltanum fyrir Þór og í leik gegn Tý tók hún upp á því að stökkva upp af vinstri fæti og þruma bolt- anum í markið hjá Týrurum. Hún raðaði mörkunum með þessum hætti en þetta hafði ekki áður sést á handboltavellinum að sögn Vatnsdælinga. En dómarinn, sem reyndist vera vel ættaður Týrari, hélt að uppstökk Sigríðar væri ólöglegt athæfi og dæmdi því öll mörk hennar af, Þórurum til mik- illar furðu. Ólafur var í frjálsum íþróttum ásamt vini sínum og andstæðingi í Tý, Sigga í Húsavík, og fleiri komu þar við sögu. Vatns- dælingar hafa talsvert látið að sér kveða í tveimur höfuð íþrótta- greinum Vestmannaeyja, bæði í handbolta og fótbolta, í gegnum tíðina. Sigurður Högnason var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Þórs 1913 og upp frá þeim tíma voru allir Vatnsdælingar fæddir inn í Þór eða þangað til það góða félag var sett í salt 1996. Þeir voru dug- legir að sækja íþróttaviðburði og fylgjast vel með. Sagan segir að eftir leiki Þórs og Týs, jafnvel eftir sigurleiki Þórs, var stundum heitt í kolunum í eldhúsinu í Vatnsdal þar sem málin voru skeggrædd með góðum gestum. Á árunum fyrir gos fjölgaði göt- um og húsum austur á Heimaey og þá þrengdist að Vatnsdal. En Vatnsdælingar fóru ekki langt frá sínum heimaslóðum og nokkrir þeirra byggðu sín einbýlishús á næstu grösum, á jörð Vatnsdals, þótt þau tilheyrðu götuskipulagi. En öll þessi hús fóru undir hraun um svipað leyti og Vatnsdalur. Vatnsdalur stóð uppi í tæpa hálfa öld en tilheyrir nú horfnum heimi sem hvarf okkur sjónum fyrir tæp- lega hálfri öld þar sem náttúruöflin tóku völdin. Margs er að minnast en umfram allt eru það hlýjar og yndislegar minningar sem tengj- ast forfeðrum okkar í Vatnsdal sem ylja okkur um hjartarætur. Blessuð sé minning allra þeirra Vatnsdælinga sem hafa kvatt okkur. Svo römm er sú taug að nokkrir Vatnsdælingar hafa tekið upp millinafnið Vatnsdal eftir að sá fyrsti fékk það samþykkt nokkuð óvænt hjá mannanafnanefnd fyrir nokkrum árum. Það segir heilmik- ið. Þá hafa Vatnsdælingar haldið stór ættarmót í tvígang, fyrst 1994 og svo aftur 2017. Þá hafa ýmsir ættliðir Vatnsdalsættarinnar hist reglulega. Eigendur húsa sem fóru undir hraun voru hvattir til þess að taka að sér þann blett hraunsins þar sem húsið þeirra stóð undir. Vatns- dælingar létu ekki sitt eftir liggja og tóku að sér hraunsvæðið ofan Vatnsdals og báru þar á slegið gras og annað úr garðinum. Er þar nú hið myndarlegasta ræktað svæði með trjám og miklum gróðri þar sem Vatnsdælingar koma reglu- lega saman. Talið er að Vatnsdalur sé um 40-50 metra undir hrauni. ---------------------------------------------- Höfundur þakkar Huldu Sigurðar- dóttur fyrir aðstoðina við heimilda- öflun og myndasöfnun. Einnig Ólafi Sigurðssyni, Sigurði Haukssyni og Ágústu Högnadóttur fyrir sögustund- ina, Herði og Hrefnu Hilmisbörnum fyrir sögurnar og öðrum Vatnsdæling- um fyrir ýmsar stórmerkilegar upplýs- ingar, myndir og góðar ábendingar. Skjalasafn Vestmannaeyja veitti gagnmerkar upplýsingar. Heimildir koma úr ýmsum áttum og voru m.a. sóttar á heimaslod.is, timarit.is, þjóð- hátíðarblöð, minningargreinar, bæk- ur og ekki síst úr menningarafrekinu Bliki, ársriti Gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum. HARÐARSÖGUR ÚR VATNSDAL Hörður Hilmisson úr Vatnsdal, barnabarn Högna og Guðnýjar, er einn af mörgum fjör- kálfum í Vatnsdalsættinni. Hér rifjar hann upp nokkrar skemmtilegar sögur. Með fullan vasa af ánamöðkum Högni afi hafði nokkrar hænur og vorum við krakkarnir dugleg að reyta arfa og týna ána- maðka handa þeim. Eitt kvöldið þegar ég kom heim úr Vatnsdal eftir veisluhöld hjá hænunum af feitum og góðum ánamöðkum var Maggi frændi heima að drekka kaffi hjá mömmu og voru þau að ræða um skordýr. Maggi sagði að ekkert væri eins ógeðslegt og ánamaðkar. Þá rann allt í einu upp fyrir mér að ég var með fulla vasa af ánamöðkum sem ég hafði gleymt og tók um leið hnefafylli af þeim upp úr vasanum og skellti á borðið. Maggi frændi fölnaði og hljóp frá borðinu og fram á gang þó fatlaður væri. Ekki man ég eftir því að hann hafi komið aftur í kaffi til mömmu. Draugasaga úr Vatnsdal Amma Guðný átti engar barnabækur, en hún átti þjóðsögur með draugasögum og sögum af huldufólki sem ég las þegar ekki var hægt að leika sér úti og var ég orðinn svo myrkfæl- inn að ég gat varla verið einn eftir að skyggja tók. Ég var gjarnan í Vatnsdal hjá Guðnýju ömmu fyrripart dagsins og fór svo heim í Verkó seinni partinn þar sem við bjuggum í sama húsi og afi Bjössi og amma Ingveldur. Á þessum tíma var verið að byggja Grænuhlíðina sem var rétt við Vatnsdal, en þar var engin götulýsing og oft mikið myrkur. Til þess að minnka myrk- fælnina söng ég og flautaði eða hljóp við fót. Eitt sinn fannst mér draugurinn vera á eftir mér og ég fann kaldan andardráttinn koma aftan að mér og fór ég þá að hugsa um Djákn- ann á Myrká. Allt í einu heyrði ég hest hneggja og á sama augnabliki var slegið á hálsinn á mér og ég skall í götuna. Svitinn spratt út um mig allan og ég hélt að ég væri að deyja en náði samt að standa á fætur og komst svo að því að þetta var loftnetsvír sem hafði slaknað á í rokinu og sennilega var það Bleikur í Vatnsdal sem hneggjaði. Sá ömmu í Vatnsdal reyta lunda Eitt sinn var amma Guðný að reyta lunda í skemmu austan við Vatnsdal, ég fylgdist með af miklum áhuga aðeins fjögurra ára gamall. Á þessum tíma bjuggum við í Vatnsdal, ég, mamma, pabbi, Hrefna systir árinu yngri en ég og Guðný systir nokkurra mánaða göm- ul. Þegar ég kom heim utan úr skemmunni sem var rétt við Vatnsdal gekk ég fram hjá vöggunni þar sem Guðný systir lá með þenn- an fína dún á höfðinu og byrjaði að reyta alveg eins og amma hafði gert við lundann. Þá kom hljóð úr horni, mamma var fljót til og voru ekki fleiri æfingar leyfðar. Alltaf var eldaður hafragrautur í Vatnsdal Einu sinni sem oftar var ég hjá afa og ömmu í Vatnsdal, sennilega fyrir grunnskólaaldur. Við sátum við matarborðið og hafragrauturinn var kominn í diskana okkar afa og ömmu. Ég hafði meðferðis nokkrar örvar og keflabyssu sem var búin til úr tvinnakefli og teygju. Ég var ekki alltaf svo hrifinn af hafragrautnum, var reyndar búinn að fá leið á honum. Ég mundaði byssuna í einhverju fikti og skaut upp í loftið. Það kom far í loftið eftir örina, en þá varð afi reiður og braut örina. Ég gerðist líka reiður og ætlaði að nota sömu aðferð og ég var vanur þegar ég var reiður og skella hausnum í gólfið, en í þetta sinn fór hausinn í hafragrautsdiskinn og var það heldur mýkra. Amma tók mjúklega á þessari skapsveiflu minni og greiddi hafra- grautinn úr hárinu. Þetta er mér mjög minn- isstætt. Ég á eina fallega vísu sem afi Högni gerði þegar ég tók fyrstu skrefin fyrir utan Vatnsdal: Venjast fætur Vatnsdalsgrund, vaknar kæti í barnsins lund. Hörðinn mæta Hilmis kund, helgi og blessi drottins mund. Guðný í eldhúsinu í Vatnsdal 1965 að gera hafragraut. Í Herjólfsdal á þjóðhátíð 1956. Frá vinstri: Anna Sigurðardóttir, Ágústa Högnadóttir, Elín Esther Högnadóttir, Svana Högnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Jón Björnsson, aftast er Kolbeinn Sigurjónsson, fyrir framan hann er Hörður Hilmisson, Edda Brown, Hilmir Högna­ son, Alda Björnsdóttir og Hulda Sigurðardóttir fyrir framan hana, lengst til hægri er Ingveldur Jónsdóttir móður Öldu. Í vagninum fyrir aftan hópinn liggja þríburarnir Anna, Guðrún og Marý. Myndin er tekin af svölunum í Vatnsdal til norðvesturs. Anna Sigurðardóttir með dætur sínar Sigríði og Svönu. Húsin fyrir miðri mynd eru Skálholt og Akur. Ingibjörg Ólafsdóttir, tengdadóttir Högna, fyrir utan Vatnsdal.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.